Veist þú svarið ?

Það er alveg stórmerkilegt hvernig Samfylkingin hefur getað spilað sig algjörlega stikkfrí á öllum vandamálum þann tíma sem hún hefur átt sæti í ríkisstjórn. Húnlætur líta út eins og hún komi hvergi nálægt og beri enga ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma. það væri fróðlegt að lesendur veltu fyrir sér eftirfarandi spurningu.

Hver er:

Varaformaður bankaráðs Seðlabankans ?

Formaður Fjármálaeftirlitsins ?

Bankamálaráðherra ?

Formaður Viðskiptanefndar Alþingis ?

Það skyldi þó aldrei vera að Samfylkingarmenn gegndu þessum embættum. Er þeirra ábyrgð engin?


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það verður að koma umræðunni upp úr forarpytti stjórnmálahagsmuna. Ég vil að allir þessir menn og konur sæti ábyrgð, hvaða flokki sem þau tilheyra.

Fyrst og fremst á ríkisstjórnin að segja af sér. Í knattspyrnunni er það þjálfarinn sem velur liðið, ákveður leikskipulag og stjórnar af hliðarlínunni. Ef liðið hans er rassskellt hvað eftir annað er hann yfirleitt látinn fjúka og annar ráðinn í staðinn.

Ef þjálfarinn er með óhæfa menn í liði sínu sem klúðrar hverju marktækifærinu á fætur öðru og færir andstæðingunum marktækifæri á silfurfati á hann að skipta þeim út fyrir aðra.

Forsætisráðherra skipar stjórn Seðlabankans. Ef stjórnarmenn gera sig seka um að kalla yfir fjármálakerfið hryðjuverkalög á hann að hafa manndóm til að reka þá menn. Hafi hann ekki manndóm til þess á hann að segja af sér sjálfur.

Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ERtu kjáni Sigurður...eða heldur þú að aðrir séu það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd meira og minna í rúmlega hálfa öld...þar af samfleytt í 17 ár og hefur allan þann tíma haft fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneytið lengst af.

Samylkingin hefur verið við völd með Sjálfstæðisflokknum í 17 mánuði og allt það sem olli þessu hruni hafði löngu átt sér stað. Ráðherrar Samfylkingar axla ábyrgð í samræmi við gjörðir sínar en það eru kjósendur sem eru að hafna Sjálfstæðisflokknum enda er ábyrð hans mikil... og ég tala nú ekki um framsókn með sín 7,8% en það var hækjan ykkar í 12 ár ef þú ert búinn að gleyma því

Mér finnst þú heldur aumur í þessum pistili.... en þetta verður nú allt rannsakað.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2008 kl. 02:54

3 identicon

Kæri Sigurður

Skrýtið að svona glöggur maður eins og þú skulir ekki átta þig á miklu fylgi Samfylkinarinnar og fylgishruni Sjálfstæðisflokksins.  Ég skal hjálpa þér með það og nefna nokkur dæmi því til stuðnings (ath. alls ekki tæmandi listi). Vona listinn hér að neðan hjálpi þér að fá heildarsýna á þetta:

Fylgisaukning Samfylkingarinnar:

1.  Skeleggur og traustvekjandi formaður flokksins.  Búinn að berjast fyrir upptöku evru og inngöngu í ESB í langan tíma og nú sjáum við af hverju.  Hefur sýnt og sannað að hagsmunir þjóðarinnar eigi að vega meira en einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins og þorað að tjá sig um það.

2.  Eini flokkurinn sem hefur verið tilbúinn til þess að fara alla leið með upptöku evru og inngöngu í ESB.  Þjóðin er ekki vitlaust og veit þetta hefur verið hennar mat og stefna frá stofnun.  Stefnan er skýr og varað hefur við mjög veikum gjaldmiðli og ófaglegum Seðlabanka.

3.  Hefur ekki komið að eða verið viðloðandi nein spillingarmál enda ekki komið að hagstjórn þjóðarinnar.    

Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins (ath. alls ekki tæmandi list):

 1.  Hefur séð um hagstjórn landsins síðustu 17 ára og reynt að sannfæra þjóðina um að Evrópuumræðan væri ekki tímabær og krónan væri lang besti kosturinn fyrir land og þjóð og lífsgæði í landinu.  Rangt mat og gegn betri vitund.  Hefur hundsað vilja hins almenna kjósanda, fyrirtækjanna sem varað hafa lengi við hættunni, Alþýðusambands Íslands o.s.frv. og sýnt hroka og yfirgang sem nú kemur í bakið á þeim og þjóðinni með miklum hörmungum.  Enginn trúverðugleiki. Efnahagsstefna flokksins hefur beðið afhroð og fólk að reyna flýja land.  Þarf að segja meira?

2.  Formaður flokksins, Geir Haarde, er staðgengill Aðalformanns flokksins, Davíðs Oddsonar og það truflar fólk mikið því það hélt að Geir leiddi flokkinn og Davíð væri hættur afskiptum af pólitík.  Afglöp Seðlabankastjóra og Þráhyggja hans og hatur gagnart öllu þeim sem hafa bent á veika krónu og viljað taka upp annan gjaldmiði.  Það má ekki ræða Davíð nema undir rós því hann hefur flokkinn enn í hendi sér og Geir talar einsog maður sem er ekki staddur á landinu.

 3.  Fólk gerir sér loks grein fyrir því að aðal ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ESB umræðu og upptöku evru var í eigin þágu en ekki þjóðarinnar.  Klíkuskapur og einkavinavæðing væri ekki hægt að stunda ef við værum í samfélagi siðaðra þjóða.  Gegnsæið væri of mikið og reglugerðirnar mundu koma í veg fyrir það.  Þjóðin veit að við værum ekki á þessum stað í dag ef við hefðum haft sterkari gjaldmiðil, alvöru og faglegan Seðlabankastjóra og innan ESB.  Prívat vandamál X-D var flutt yfir í Seðlabankann þar sem viðkomandi blómgaðist í brestum sínum og kom þjóðinn allri í ömurlegar aðstæður.

4.  Flokkurinn hefur hundsað vilja meirhluta þess fólks sem kýs flokkinn um að skoða ESB aðild og upptöku Evru.  Hroki.

Ef þú skilur þetta ekki 100% núna þá skal ég senda þér meira síðar en ég verð að rjúka núna.  Tel þetta ætti þó að nægja, vinur, en þú lætur mig bara vita.

Socrates (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 06:15

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er nú ekki alfarið hægt að kenna Samfylkingunni um þessar ófarir okkar sjálfstæðismanna. Yfirlýsingar forystumanna okkar þess efnis, að eðlileg krafa almennings um að þeir sem ábyrgð bera á því "havaríi" verði dregnir til ábyrgðar væru nornaveiðar fóru ekki vel í venjulega sjálfstæðismenn. Margir hafa á tilfinningunni að forusta okkar hafi eitthvað að fela, sem ég tel af og frá. Ef einhverjir hafa þorað að eiga við auðjöfrana þá eru það VG og Sjálfstæðisflokkurinn.

Yfirlýsingar formannsins og þingflokksins varðandi ESB aðild hafa síðan séð um restina. Stærri hluti sjálfstæðismanna er hlynntur aðild og það er hreinlega ekki hlustað á það fólk og auðvitað hugsar það sér þá til hreyfings. Það eru ekki allir jafn tryggir og ég og reyna að breyta hlutunum innan frá. Fólki finnst þægilegra og fljótlegra að "láta sig bara hafa það" að kjósa einu sinni Samfylkinguna eða skila auðu eða svara ekki!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég get ekki séð að Sigurður sé að frýja Sjálfstæðiflokkinn þó svo að hann tali um hvað Samfylkingin reyni að spila sig frýja og noti, eins og Steingrímur Joð gerir, öll tækifæri til að slá sér á brjóst og gera umræðuna í þjóðfélaginu að sínum orðum.

Það þarf að klípa vel ofan af öllum flokkunum, þetta fólk sem þarna er búið að vera undanfarin ár er svo ílla farið af sukki að það getur ílla skitið vegna þess hve margir eru með hendurnar upp í rassgatinu á þeim, sama hvar í flokki það er.

Samfylkingin er hrúga af fólki sem þorir ekki, það þorir ekki að taka áhættu, það þorir ekki og hefur ekki getu til að sýna frumkvæði, það er óáræðið, það að ætla þessu eyríki, með öll þessi tækifæri sem fólgin er í orkuni, sjávarútvegnum, landbúnaðinum og fólkinu, að gangast undir ofurstjórn ESB, sem nota bene hrinur líka eftir um ca.15 ár, er roluháttur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.11.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband