Nú hlýtur húsbóndinn á Bessastöðum að fagna.

Ég hélt samkvæmt öllum fréttum að Jón Ásgeir væri að róa lífróður til að geta bjargað Baugi og öllu tapinu sem hann varð fyrir þegar Glitnir fór á hausinn. Var ekki verið að tala um að skuldir Baugs yrðu seldar á brunaútasölu. Var það ekki einmitt eitt af því sem almenningur á svo að borga. Varð ekki ríkið að taka á sig Glitni? Ríkissjóður var nánast orðin skuldlaus en verður nú að taka á sig gífurlegar skuldir vegna bankanna og útrásarvíkinganna.

Það virkar því undarlega á okkur venjulega fólkið að heyra að nú sé Jón Ásgeir að eignast alla fjölmiðla landsins. Hann hafði m.a.s. eitthvert handbært fé til að leggja út.Það er hreint siðleysi að hann standi í þessu á meðan almenningur er í algjörri óvissu og margir hafa tapað miklu vegna spilamennsku hinna svokölluðu auðmanna.

Hvernig er þetta eiginlega að verða eftir allt sem á undan er gengið. Eigum við að búa við það að Jón Ásgeir og Buagsveldið eigi alla "frjálsu" fjölmiðla landsins. Í hvers konar þjóðfélagi lifum við eiginlega.

Nú hlýtur að vera kátt hjá Ólafi Ragnari,forseta,á Bessastöðum. Hann á "heiðurinn" af því að stoppa það að setja átti lög um eignarhald á fjölmiiðlum. Auðmönnunum tókst á sínum tíma að reka þannig áróður að mikill meirihluti þjóðarinnar var á móti því að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum.

Það er hreint út sagt , svei mér þá ég finn ekki nógu sterk orð til að lýsa vandlætingu minni á að það skuli stefna í að verða einn aðili sem ræður yfir nánast öllum fjölmiðlum landsins.

Þetta er ömurlegt.


mbl.is Árvakur verði almenningshlutafélag á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvað að þér?

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki ríkisbankinn Nýi Landsbanki að fjármagna þetta nýjasta ævintýri Jóns Ásgeirs?

Björn Birgisson, 3.11.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Sigurður minn.  Tek undir áhyggjur þínar, að fjölmiðlar skuli kannski verða á einni hend í náinni framtíð.  En ekki skal gleyma því, að þínir flokksmenn hafa löngum verið alls ráðandi á fjölmiðlamarkaðnum hér á Íslandi frá ómuna tíð,  eða hvað?  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 3.11.2008 kl. 18:04

4 identicon

Nú hlýtur að vera gaman á Bessastöðum og skálað í kampavíni skyldi það vera í boði Baugsmanna. Ég held að ég skáli fyrir Davíð hann hafði rétt fyrir sér þarna en á ekki von á að útrásarmenn borgi fyrir mig.

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ef það er rétt að Nýi Landsbankinn sé að fjármagna þetta ævintýri Jóns Ásgeirs þá er það skandall.

Sigurður Jónsson, 3.11.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Stefanía

Þetta er bara salt í sárin, eins og allt er þessa dagana.

Stefanía, 3.11.2008 kl. 20:53

7 identicon

Er Bónuspabbi bara með viðskiptin sín, 3 ma á mán., í Nýja Landsbankanum og hefði getað flutt viðskiptin sín annað? Já, fólk er að átta sig á nauðsyn öflugra fjölmiðlalaga, átti bara eftir að slípa þau til. Markaðssetning þessara feðgða er mikil snilld með forsetan í farþegasætinu.

Soffía (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:55

8 identicon

Ekki voru flokksbræður þínir að væla þegar fjölmiðlar voru allir á hendi Sjálfstæðisflokksins, og svo má heldur ekki gleyma því að þeir sem stjórna þessum Baugsmiðlum eru innmúraðir Sjálfstæðismenn, allir með tölu. Ólafur á Mogganum, Þorsteinn á Fréttablaðinu og Ari á Stöð tvö, svo hvað ertu að væla maður?

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:38

9 identicon

    Sigurður minn þu spyrð "Hvernig þjoðfelagi lifum við i eiginlega" Svar: Eftir 17 ara valdasetu ykkar sjalfstæðismanna er það hugmynda og efnahagslega orðið GJALDÞROTA.

Hörður (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður: Það er ekkert að þér - allt hugsandi fólk hefur áhyggjur af þessu!

Ég var reyndar búinn að heyra að hann hefði tekið þessa peninga út úr rekstri Bónus og annarra félaga til að greiða þetta, en það má vel vera að Nýi landsbankinn hafi lánað honum fyrir þessu.

Ég held nú - og ekki hef ég verið þekktur fyrir að verja Jón Ásgeir og Baug - að þarna hafi í raun verið reynt að koma í veg fyrir að þessir fjölmiðlar lokuðu og það viljum við auðvitað ekki heldur!

Mér skilst að hluti þessara peninga hafi farið í að standa skil á láni við ákveðna aðila, sem allir landsmenn vilja að borgað sé af. Þannig að Jón Ásgeir á sér nú sennilega eitthvað til málsbóta í þessu máli.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fyrirgefðu Sigurður og auðvitað er fagnað á Bessastöðum. Vinnur dóttir Ólafs enn fyrir Jón Ásgeir? Er maðurinn hennar Ingibjargar Sólrúnar enn í vinnu hjá Jóni Ásgeiri?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband