Hvað meinar maðurinn eiginlega ?

Ég var verulega undrandi á að loesa þessi skrif verkalýðsleiðtoga.Getur virkilega verið að forystumanni í verkalýðshreyfingu skuli finnast það allt í lagi að ella niður ábyrgðir starfsmanna vegna lána sem þeir tóku. Ég næ nú hreinlega rökum hans að þetta hafi allt verið gert í þágu hluthafa bankans.

Hvers vegna var verið að fella niður ábyrgðirnar ef menn höfðu trú á því að allt væri í sómanum í bankanum. Það eru skrítin rök. Hvers vegna leikur grunur á því að verulegt fjármagn hafi verið flutt á síðustu dögum gamla Kaupþings á reikninga erlendis.

Nú má alveg reikna með því að einhverjir viðskiptavinir bankans hafi tekið lán á sínum tíma til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Nú eru þau bréf verðlaus. Ekki hef ég trú á því að þeir einstaklingar geti fengið sín lán felld niður. Það verður ábyggilega sagt, þið tókuð áhættu með kaupum á hlutabréfunum og verðið að sitja uppi með tapið.

Allur almenningur er nú yfirsig hneykslaður. Hvers vegna í óskupunum þurfa topparnir sem tóku lánin ekki að standa við sínar ábyrgðir.Það verður lítið úr tali manna um hið nýja Ísland ef þetta á að viðgangast og ekkert verður að gert.

Ég held að menn verði að hafa hraðar hendur í rannsókn á þessu máli áður en almenningur gjörsamlega springur. Þetta er svo hrikalegt óréttlæti að hinn venjulegi launþegi getur ekki horft upp á þetta gerast.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var hægt að taka þá ákvörðun að víkja af stjórnarfundi og tilkynna ástæðu til Kauphallar. Þannig að það voru a.m.k. 3 kostir í stöðunni og þetta átti Gunnar að vita sem stjórnarmaður. Honum á að vera kunnungt um hans val fyrst hann þáði stjórnarsetu í fyrirtækinu.

SH (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Af hverju seldi hann ekki bréf Lífernissjóðsins sem hann var í stjórn fyrir? það hlýtur að vera tilgangur stjórnasetu að gæta hagsmuna hans, fyrst allir voru að létta af sér ábyrgð þá hlaut vá að steðja að

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.11.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: H G

Jón  Ól. V.V!!     Að nots innherja-vitneskju fyrir líf(ernis)sjóðinn sinn sinn er líka afbrot!  SORRÝ!!

H G, 5.11.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er ljóst að innherjaupplýsingar lágu fyrir fyrst allir aðal stjórnendur bankans vildu selja bréf sín samtímis í september, þrátt fyrir góða stöðu bankans að sögn forráðamanna.

Það mun koma í ljós hvaða innherjaupplýsingar voru stjórnarmönnum kunnar og hvort þeim hafi ekki borið skylda til að bregðast öðruvísi við í þeirri stöðu en að reyna að bjarga eiginn skinni.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.11.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hlustaði á viðtalið og það rakst hvað á annars horn. Hann sagði að bankinn hafi staðið vel og hann reiknaði með á þeim tímapunkti að bankinn myndi hækka í verði.

En svo sagði hann: Við stóðum frammi fyrir tveimur slæmum kostum

1. Raðleggja starfsmönnunum að losa sig við bréfin, með þeim afleiðingum að bankinn hefði farið á hausin.

2. Fella niður ábyrgðina tímabundið???

 Af hverju þurfti að ráðleggja starfsmönnunum að selja fyrst bankinn stóð svona vel og hann áleit að bréfin myndu hækka?

Bar honum ekki frekar að hug að hagsmunum lífeyrissjóðsins en stjórnenda bankans, sem voru að braska í bréfum?

Orðið tímabundið er óskiljanlegt í þessu samhengi

Sigurður Þórðarson, 6.11.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það voru engir aðrir kostir í stöðunni. Það er heigulsháttur að bera annað fyrir sig.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 00:32

7 identicon

Ég er sammála Sigurði Þórðarsyni hér að ofan og ég var alltaf að bíða eftir að hann yrði spurður að því í Kastljósi í gær hvers vegna ættu stjórnendur að selja ef bankinn stóð svona vel? Var bara ekki hægt að endurfjármagna lán þeirra eða semja um að greiða þetta seinna? Bankinn var jú ekki að fara á hausinn að þeirra mati.

Gunnar hefur bara eitt val: Segja sig úr öllum ábyrgðarstöðum sem hann gegnir.

Einar Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband