Nú er kreppan komin.

Já,nú sér maður að kreppan er komin.Græni lúxusinn til sölu. Spurning hvort fleiri auðjöfrar neyðist til að selja sínar þyrlur,þotur og skemmtisnekkjur.

Það hljóta að verða mikil viðbrigði fyrir höfðingjana að þurfa að ferðast á sama hátt og allur almenningur.

Og hvað með blessaðan forsetann. Á hann á hættu að þurfa að sleppa ferðamátunum með einkaþotum félaga sinna í útrásarbransanum.

Já,það má nú segja,heimur versnandi fer.


mbl.is Græna lúxusþyrlan til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Kanski að forsetaembættið skoði kaup á þessari lúxusþyrlu???

Er ekki kominn tími á að hann fái þyrlu undir sig?

Hann getur svo talað við Dorrit í símann;)

Ólafur Björn Ólafsson, 5.11.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Sigurður minn.  Það þykja mér nokkur tíðindi, þegar ég sé af skrifum þínum undanfarið, hversu mikla áhyggjur þú hefur af forseta vorum, Ólafi Ragnari Grímssyni.  Ég man svo langt, þegar ég sat ásamt nokkrum Eyjamönnum og meðal þeirra var Árni Johnsen, en við vorum að horfa á leik í Keflavík þar sem okkar lið, ÍBV var mótherjinn. Eitthvað barst í tal manna, forseti vor og man ég það vel, að félagi Árni vandaði honum ekki kveðjurnar. Það skeði aðeins seinna, að Johnseninn þáði sakar uppgjöf frá þessum slæma forseta og þá varð mér hlátur í huga. Kveðja til þín og hennar Ástu frænku minnar.  

Þorkell Sigurjónsson, 5.11.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já ég tek undir það sem sjálfsagt mál að forsetinn fái þyrlu,en kannski vill hann miklu frekar þotu. Nú hlýtur að verða mikið framboð af þeim. Það verðam líka eins mikil viðbrigði að þurfa að fara að ferðast í hæggengri þyrlu.

Já þú sérð Þorkell að ég ber mikla umhyggju fyrir forseta vorum. Voru það ekki annars handhafar forsetavals sem gáfu Árna syndakvittunina. Ég held nefnilega að Árni og félagar hafi notað tækifærið þegar Ólafur Ragnar var erlendis

(kannski í einkaþotuferð með auðmönnum) og gefið út kvittunina. Kannski ekki verið alveg öruggir með Ólaf Ragnar,hann hefur ef til vill frétt af orðum Árna á leiknum. Við mætum á völlinn í sumar.

Sigurður Jónsson, 5.11.2008 kl. 18:08

4 identicon

Já það er spurning Siggi hvort þú eigir ekki að kaupa þyrluna, þú værir þá fljótari að skjótast á "milli" .

Sammála Sigurbjörg það er erfitt að persónugera þetta ekki því þá þarf maður að telja svo marga upp!!!!  Þetta er orðið þannig að það eru fáir eftir í stjórnkerfinu sem maður getur treyst!!!

Einar Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband