Hvers vegna má þjóðin ekki vita hvaðan Jón Ásgeir fékk peningana.

Mér finnst það til fyrirmyndar hjá Ágústi Ólafi formanni viðskiptanefndar að óska eftir upplysingum hvaðan Jón Ásgeir fékk 1,5 milljarða til að greiða í reiðufé fyrir kaupin á 365 miðlum. Athyglisverð eru viðbrögð Jóns Ásgeirs vegna þessa máls. Hann hótar að kæra þingmanninn fyrir að leyfa sér þetta.

Það virðist enn vera skoðun þessara svokallaðra auðmanna að þeir þurfi ekki að gefa neinar upplýsingar ef það þjónar ekki þeirra hagsmunum. Gera þeir sér virkilega ekki enn grein fyrir því hvaða stöðu þeir hafa komið þjóðinni í.Það hefur lítinn tilgang að fara í rannsóknarleiðangur ef menn komast upp með það að neita að gefa upplýsingar. Takist þeim að fela sig bak við bankaleynd sjáuum við það alveg fyrir okkur að lítið sem ekkert verður upplýst.Almenningur getur ekki sætt sig við slíkt.

Viðbrögð Jóns Ásgeirs lýsa best hugarfari hinna svokölluðu auðmanna. Þeir telja sig getað hagað sér eins og þeim sýnist. Er það eitthvað skrítið að menn spyrji hvernig getur aðili sem á sinn stóra þátt í hruni efnahagslífsins á Íslandi geti slegið fram á borðið 1,5 milljarði til að kaupa félag.

Ef þetta er allt á hreinu ætti Jón Ásgeir ekki að óttast neitt fyrirspurn formanns viðskiptanefndar Alþingis.


mbl.is Sýnist Jón Ásgeir hafa framið nýtt lagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Bull bull bull

Húsasmiðjan er nú þegar komin undir verndarvæng Landsbanka sökum mikillar skulda eða ca 14 milljarða - telja það ekki verjandi að setja þá á hausinn allavegna ekki strax - þannig spila nú þessir gaurar - sjálfir eiga þeir svo húseignirnar en undir öðru hlutafélagi - þannig að ríkið er núna að leigja af þessum gaurum - svo þegar TM fer úr húsnæði sýnu við Ingólfstorg í janúar á næsta ári þá stendur til að ma Alþingi og fjármálaeftirlitið leigi af þessum sömu mönnum - hvernig er hægt að kalla fram upplýsingar í þessu þjóðfélagi sem við búum í ????

Jón Snæbjörnsson, 17.11.2008 kl. 13:01

2 identicon

Sæll.

Ef við beitum útilokunaraðferðinni hans Holmes og spyrjum okkur hvaðan peningarnir koma eru þrír kostir í stöðunni: fjármögnun frá bönkum (innlendum/erlendum); hann er fulltrúi einhvers annars sem leggur til peninganna eða hann átti þessa peninga sjálfur. Þriðji kosturinn væri í rauninni sá að engir peningar væru til fyrir borguninni, og einhvern tímann hafði maður sagt að það væri óhugsandi að viðskiptamenn hegðu sér þannig, en síðustu vikur hafa sýnt manni að þeim er trúandi til alls.  Einnig er hugsandi að hann sé að draga þetta fjármagn út úr fyrirtækjum í hans (hvað s.s. þau heita öll) og um það gildir það sama og að ofan.

Við getum í rauninni útilokað fjármögnun bankanna, amk erlenda. Erlendir bankar vilja ekki koma nálægt neinu sem er íslenskt og hver getur í raun áfellst þá? Sjálfur efast ég stórlega um að hann sé "frontur", hef á tilfinningunni að egóið hans JÁJ leyfi það ekki - en dæmi hver fyrir sig. Þá situr maður uppi með möguleikan að hann hafi fjármagnið hreinlega lagt til hliðar og þá vill maður spyrja hvernig hann fékk það og vita skattayfirvöld af því?

Varðandi uppmæli "Dóru litlu" með opinbert bókhald þá eiga nú allir íslendingar að gefa upp tekjur sínar til skatts. Slík eru landslög, hvort þau eru sanngjörn eður ei og um allar aldir hafa hugsandi menn verið á þeirri skoðun að menni eigi að fara eftir lögum, sama hversu ósanngjörn þau eru. Sama gildir um fyrirtæki í hans eigu. Vissulega kemur fólki ekki við hvað hann á miklar eiginir erlendir; en ef aðilar sem vita tekjur hans geta ekki með nokkru móti séð hvernig hann hafið öðlast þessi verðmæti miðað við tekjur hans; þá er eðlilegt að menn hugi að hvort hann sé að stunda eitthvað ólöglegt. Og ekki gleyma, JÁJ er dæmdur fjárbrotamaður sem er löngu búinn að brjóta skilorð með áframhaldi setu í stjórnum fyrirtækja.  

Þórður Rafn Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:13

3 identicon

Það getur bara vel verið að Jón Ásgeir hafi átt þetta inn á bók, eða haft þetta í veskinu sínu.  Hann hefur kannske verið búin að borga sína skatta af því. Ég er á móti því að öfundsýkin tröllríði inn á alþingi.Þingmenn ættu heldur að festa augun á eftirlaunasjóð þingmanna og fleiri. (Kannske sveitastjórnarmanna?) Þar held ég að þurfi að rétta til nokkrar tölur þar, svo vægt sé til orða tekið.

j.a. (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:06

4 identicon

Jón Ásgeir er nú bara einstaklingur að versla sér kompaní.

Hermann Hrafn Bridde (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það má vel vera að þetta sé allt eðlilegt,en hvers vegna í óskupunum er þá ekki allt í lagi að veita upplýsingar.

Fólk hrópar á afsagnir ráðamanna,sem vel getur verið að eigi rétt á sér,en ef koma á við suma bisnessmennina,sem sett hafa þjóðina á hliðina, þá má það alls ekki. Er það nú eðlileg afstaða?

Sigurður Jónsson, 17.11.2008 kl. 17:30

6 identicon

Jú , nógu erfitt var að fá upplýsingar um laun bankastjóra (kvennanna) sem eru þó ríkisstarfsmenn.  Svo má nú deila um það hver setti þjóðarskútuna á hliðana.  Bara það eitt útaf fyrir sig er efni sem erfitt verður að henda reiður á.

j.a. (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband