18.11.2008 | 09:47
Ábyrgð þeirra sem komu í veg fyrir fjölmiðlalögin er mikil.
Ég held að fleiri og fleiri viðurkenni nú hversu mikil arfglöp það voru að koma í veg fyrir að sett væru fjölmiðlalög,sem takmörkuðu eignarhald. Fleiri og fleiri sjá hversu hættulegt það er að sami aðili geti ráðið yfir og stjórnað öllum fjölmiðlum landsins. Allir vita að ritstjórar fjölmiðlanna ráðast ekki gegn eigendum sínum. Atburðir síðustu vikna eru kannski besta dæmið um það.
Það var með ólíindum hvernig hægt var að fá mikinn meirihluta þjóðarinnar til að rísa upp gegn þeim sem vildu komu einhverju reglugerðarverki á fjölmiðlana. Ætli það hefði nú ekki verið farsælla að hafa einhverjar girðingar hvað varðar fjölmiðla,verslun og bankastarfsemi.
Það hlýtur að verða spennandi verkefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að kanna ástæður þess að forseti landsins ákvað að beita neitunarvaldi sínu gagnvart fjölmiðlalögunum.Hvað gekk honum til?
Það eiga örugglega einhverjir í framtíðinni eftir að skrifa miklar greinar um það allt saman.
Eitt er þó alveg víst að ábyrgð þeirra sem komu í veg fyrir reglur um eignarhald á fjölmiðlum er mikil og er liður í því hevernig málum er nú komið hjá íslensku þjóðinni.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Davíð Oddson hafði því miður ekki kjark til að leggja lögin í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Hann getur kennt sjálfum sér um.
Þórður Runólfsson, 18.11.2008 kl. 09:55
Merkilegt hvað DO tekst alltaf að plata skynsamt fólk upp úr skónum. Nú fær hann fólk til að trúa því að allt eigi þetta rót í því að fjölmiðlalögin á móti Jóni Ásgeiri voru ekki samþykkt.
Apamaðurinn man ekki betur en aðvaranir um bankana hafi birst í öllum fjölmiðlunum. En hann man líka, að þegar þessi sami DO einkavæddi bankana seldi hann þá ekki hæstbjóðanda heldur afhenti völdum aðilum á góðu verði! En það skiptir auðvitað engu máli - það eina sem skiptir máli eru fjölmiðlalögin (Apamaðurinn glottir með sjálfum sér).
Apamaðurinn, 18.11.2008 kl. 09:58
Rétt, Sigurður
Ætli Bessastaðabóndinn klóri sér ekki höfðinu núna og bölvi því að hafa verið hafður að ginningarfífli.
Satt að segja skyldi ég aldrei þessa andstöðu við fjölmiðlalögin. Það er bara svo auðvelt að magna upp lýðskrumið, sbr. undangengin "mótmæli" á Austurvelli.
Emil Örn Kristjánsson, 18.11.2008 kl. 10:04
Undanfari fjölmiðlafrumvarpsins skapaði andstöðuna. Ég gat verið sammála þeim efnislega að mestu, ekki öllu, en staðurinn og stundin, umhverfið var þessu andstætt. Það gengur ekki að valdamenn geri svona hluti í bræði og með haturshugann sem vegvísi. Þannig var málum háttað.
Við eðlilegar kringumstæður hefði frumvarpið runnið í gegn um þingið og flestir verið bara mjög hamingusamir. Umræðan sem fór af stað eftir að forsetinn hafði vísað frumvarpinu í dóm þjóðarinnar var mjög niðurlægjandi. Þrætan um 26. gr. stjórnarskráarinnar verður vonandi aldrei endurtekin.
Sveinn Ingi Lýðsson, 18.11.2008 kl. 10:12
Sárindi Sjálfsstæðismanna minna mig á geðilla og illvíga kerlingarskjágrind sem ser andskotan í öllum hornum. Ef fólk stemmir ekki með ykkur í "já kórnum" . Ef einhver stígur á skottið ykkar eins og Bónusfeðgarnir eða herra Ólafur Ragnar forseti ALLRA LANDSMANNA verðið þið alveg trítilóð og fyllist hatri og eruð langræk svo að það er vandræðalegt!
Slappið nú af elskurnar mínar!
Baldur Gautur Baldursson, 18.11.2008 kl. 10:23
Davíð hefur talað... og þá kiknar Sigurður í hnjánum.... Sigðurður... þú veist betur , fjölmiðlar bjuggu ekki til umhverfið sem allt þetta leiddi af.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2008 kl. 10:33
Held það sé enginn að halda því fram að fjölmiðlar sem slíkir beri ábyrgð á þessu...
Vandamálið er að fjölmiðlafrumvarpinu var andmælt vegna þess hver lagði það fram og ekki vegna innihaldsins. Hvort sem fjölmiðlar hefðu getað komið í veg fyrir þetta hrun eða ekki, þá hefði frumvarpið aukið líkurnar á að hægt væri að takmarka skaðann.
Hver einasta hræða hefði átt að sjá nauðsyn þess að takmarka eignarhald á fjölmiðlum; fólk var bara of upptekið við pólitík til að pæla í notagildinu. Og það er sami idjótaskapurinn og við sjáum poppa hér upp í dag.
Höddi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:17
Þegar fjölmiðlalögum Davíðs og Halldórs hafði verið hafnað var sett upp þverpólitísk fjölmiðlanefnd sem komst að þverpólitískri niðurstöðu um innihald nýrra fjölmiðlalaga. Þið viljið kannski rifja upp hvers vegna sú niðurstaða var ekki lögð fram og samþykkt?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 11:25
Djöfulins kommavæl er þetta í þér Sigurður
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2008 kl. 13:37
Sigurbjörg, það er lýðræðislegur réttur fólks að mótmæla og það ríkir málfrelsi... en það er vandfarið með vænan grip. Þennan rétt sinn og frelsi verður fólk að nota af skynsemi og umgangast af ábyrgð.
Ég hef ekki séð að þeir sem standa að sk. "fjöldamótmælum" á Austuvelli hafi komið neinn valkost. Einn þeirra sagði í blaðaviðtali um helgina að það þjappaði fólki saman að vera reitt og það væri gott að mótmæla. Þetta fólk gæti allt eins verið að mótmæla nóttinni eða rigningunni. Það er ekki fallegt að magna upp ólæti án þess að hafa nein önnur markmið en safna nógu mörgum saman.
Emil Örn Kristjánsson, 18.11.2008 kl. 17:16
Fjölmiðalöginn voru hreinn og beinn kommunismi þið sjallanir ættuð að hafa mótmælt mest
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2008 kl. 19:33
Þennan rétt sinn og frelsi verður fólk að nota af skynsemi og umgangast af ábyrgð.
Emil þú hljómmar eins og ekta kommunisti þarna
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2008 kl. 19:34
Sæll Sigurður minn. Nú hefur Foringinn talað og þú er auðvitað tilbúinn að trúa. Landráðamaðurinn og þjóðníðingurinn talar til þjóðarinnar í klukkutíma monolog og þú slefar af aðdáun. Ábyrgð þeirra sem komu þessum siðspillta frekjuhundi til valda er mikil. Í rauninni er það sorgarsaga íslensku þjóðarinnar að nógu margir nytsamir sakleysingjar voru til sem gleyptu frjálshyggjuboðskapinn sem gömlu flokkshundarnir ("Stétt með stétt") fyrirlitu. Davíð braut allar hefðir innan flokksins; fór fram gegn sitjandi formanni og er núna að afreka að leggja flokkinn í rúst og þú og þínir nótar slefa af foringjafylgni og fortíðarþrá. Ábyrgð ykkar sem vöktu þetta skrímsli upp er mikil.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:20
Þetta er talsvert hörð gagnrýni sem þú setur fram á fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra. Ég man að minnsta kosti ekki betur en það það hafi einmitt verið hann sem sá til þess að fjölmiðlalögin urðu ekki að veruleika. Forsetinn vildi setja löggjöfina í þjóðaratkvæðagreiðslu en þá sá forsætisráðherra sig um hönd og dró lögin tilbaka. En þetta er rétt hjá þér Sigurður. Ábyrgð Davíðs Oddsonar er mikil. Vonandi segir hann af sér hið fyrsta.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 18.11.2008 kl. 22:37
Með ólíkindum hvað fólk getur verið auðtrúa og bláeygt, ennþá að reyna að verja foringjann, loksins kom smjörklípan sem þeir voru búnir að þrá svo lengi. Lost á eyðimerkurgöngu. og það er bara eitt sem þið skiljið elskurnar það er Me me me me, eins og hinir sauðirnir. Sorrý þannig er lífið, og þannig verður ykkar minnst í sögunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2008 kl. 23:30
Ótrúlegt
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:59
Vel mælt Sigurður Jónsson.
Atli (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:33
Það er byrjað að selja dúkkur sem eru eftirmynd Davíðs Oddssonar og hægt er að kvelja og stinga með prjónum!
Er þetta ekki fulllangt gengið?
Sigurður Þórðarson, 19.11.2008 kl. 01:13
Hvernig koma fjölmiðlalögin málinu við? - Voru símalínur ekki í lagi milli ráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits svo senda þurfti upplýsingar með auglýsingum í dagblöðum? - og fékk Davíð ekki að auglýsa í Mogganum? - eða hvað?
- Og um almenning, hvort fær hann of miklar eða of litlar upplýsingar? - Er ekki eina vandmál DO og valdaklíku hans að ráða ekki öllum fréttastofum landsins? Hann/þeir réðu Mogganum og bæði fréttastofu Útvarps og fréttastofu Sjónvarps og Blaðsins/24 stundir - og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks er ritstjóri Fréttablaðsins.
Fyrst Sjálfstæðisflokkur vælir og skælir yfir þessari stöðu sinni á fjölmiðlum hvað mættu þá hinir flokkarnir segja?
Helgi Jóhann Hauksson, 19.11.2008 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.