Sirkuskúnstir hjá Samfylkingunni

Það hefur verið hreint út sagt alveg stórkostlegt að fylgjast með Samfylkingunni í ríkisstjórn þetta kjörtímabil. Það hlýtur að teljast til meiriháttar afreka að geta rekið þannig sirkusstarfsemi að vera bæði í ríkisstjórn og vera einnig utan hennar.

Nýjasta dæmið eru hugmyndirnar um að leggja niður Fjármálaeftirlitið í núverandi mynd og sameina það Seðlabankanum. Það á sem sagt að auka enn veldi Seðlabankans.Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Davíð Oddsson.

Samfylkingin ætlar að standa að þessu, en lætur það koma skýrt fram að hún treysti ekki Davíð Seðlankastjóra. Þannig á að taka undir með kjósendum sem ´Davíð burt. Samt ætlar Samfylkingin að færa Davíð aukin völd. Dálítið skrítin pólitíkin hjá Samfylkingunni,en hingað til hefur hún dugað vel.

Athyglisvert var að heyra í Sjónvarpinu í gær að ekki hefði tekist í margar vikur að fá viðtal við forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Er hann ekki í vinnu hjá þjóðinni? Ber honum ekki að veita okkur upplýsingar?

Á sínum tíma var Þjóðhagsstofnun lögð niður. Nú stefnir í að Fjármálaeftirlitið verði lagt niður sem sjálfstæð stofnun. Alltaf getur Davíð bætt við sig verkefnum,þökk sé Samfylkingunni.


mbl.is Ákvörðun tekin fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Staðfesting á vanhæfni og ábyrgðarleysi hennar. Fyrst þarf að leysamenn undan þagnarskyldu.  Játa mistök, biðjast afsökunar og efna til kosninga. Þjóðin mun vanda valið í þetta skiptið, reynslunni ríkari. Lífsreynda menn þarf í ráðherrastólanna. Lögfræðingar ættu alltaf að vera yfir dómsmálum og utanríkis málum þjóðarinnar. Velja skildi ráðherra með reynslu og faglega þekkingu á verksviði embættisins. Fer þessum "show busness" ekki brátt að ljúka.

Júlíus Björnsson, 19.11.2008 kl. 15:38

2 identicon

Nei, Samfylkingin er að gera þetta í einhverjum flýti til að fela eitthvað misjafnt sem þeir hafa orðið uppvísir af. 

Það sjá allir það sem ekki eru heyrnarlausir að eitthvað er að.   Það er vægast sagt MJÖG grunsamlegt hversu mikið Samfó vill hraða þessu máli.

Nú liggur Samfó á að fela sín spor og fingraför og mikil örvænting ríkir því í þeirra herbúðum.

Margeir Ó. Þórðarson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:59

3 identicon

Mikið rosalega eigið þið Sjálfstæðismenn bágt þessa dagana. Ef þú fylgist með fréttum þá ættiru að hafa séð að þetta er hugmynd sem Geir sagðist hafa sjálfur hafa komið með. Það er ótrúlegt hvað hatrið út í Samfylkingu og almenning litar allan málflutning Sjálfstæðismanna. Alveg ótrúlegt að þessi flokkur skuli enn lifa.

Pétur Valsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828270

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband