Hvað með landbúnað og sjávarútveg ef við göngum í ESB ?

Þorvaldur Gylfason er einn af þeim sem sér ljósið í því að við göngum í Efnahagsbandalagið. Það eitt geti bjargað þjóðinni. Margir eru sömu skoðanir og ganga þær skoðanir þvert á alla flokka. Það er dregin upp mjög sterk mynd af því að með því að sækja strax um aðild hefði það jákvæð áhrif á efnahagsmálin. Samfylkingin er ennþá eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á sternuskránni að ganga í ESB. Aðrir flokkar eru að skoða og ræða málin.

Satt best að segja er með hreint ekki viss hvernig maður myndi greiða atkvæði við spurningunni hvort Ísland á að ganga í ESB. Það hafa verið dregnar upp mjög jákvæðar myndir, en hvað með þær neikvæðu.

Hvað yrði um íslenskan landbúnað. Myndi landbúnaðurinn þola frjálsan innflutning erlendra matvæla. Viljum við fórna íslenskum landbúnaði? Væri það ekki ansi mikil breyting ef landbúnaður hyrfi nánast úr atvinnulífi okkar Íslendinga. Hvað með allan þann fjölda manna sem vinna í landbúnaði og landbúnaðframleiðslu. Er við tilbúin að fórna öllu þessu þrátt fyrir að við gætum fengið lægra vöruverð. Eða getum við tryggt okkar hagsmuni með aðild að ESB. Margir draga það mjög í efa. Segja að við verðum að færa fórnir með aðild að ESB.

Hvað með sjávarútveginn? Margir hafa haldið því fram að við munum missa stjór á honum ef við göngum í ESB. Erum við tilbúin að afhenda sjávarútveginn til yfirstjórnar ESB í Brussel. Það hlýtur að vera grundvallaratriði að fá skýr svör við þessari spurningu.

Við Íslendingar hljótum að þurfa að fá skýr svör varðandi okkar landbúnað og sjávarútveg áður en við getum einu sinni velt fyrir okkur spurningunni hvort við eigum að ganga í ESB.

Ég vænti þess að Sjálfstæðisflokkurinn ræði þess mál á næstu vikum fordæmalaust,þannig að hægt verði að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Landsfundi í lok janúar á næsta ári.

Margir halda því fram að ESB þjóðirnar skilji mjög vel okkar sérstöðu og muni taka tillit til hennar.Þessu hefur Samfylkingin sérstaklega haldið á lofti og ekki talið neina ástæðu til að óttast um okkar landbúnað  og sjávarútveg.

Ekki finnst mér þetta nú alveg ríma við það sem gerðist með viðbrögð Breta og Holllendinga vegna Icesave reikninganna.Ekki stóðu nú aðrar ESB þjóðir með okkur,heldur settu okkur upp við vegg og skipuðu okkur að hlýða annars fengjum við ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ekki var þetta nú mjög jákvætt hjá ESB þjóðunum og sýnir að við megum okkar lítils ef stóru þjóðirnar samþykkja ekki okkar mál.

Einmitt af þessum ástæðum dregur maður í efa að við myndum njóta sérstöðu hvað varðar okkar fiskveiðar og landbúnað. Við getum aldrei gengið í ESB eef við þurfum að afsala okkar yfirráðum  á þessum grundvallar atvinnuvegum okkar Íslendinga.


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lítum á málin eftir 20 ára innlimun 300.000 manna einingar í risahagkerfinu ESB. Erlendir netbankar kanski eitt þýskt bankaútibú í Reykjavík. Ein Lávörukeðja, Ein byggingavöruverslun,... Íslenska töluð í tímum í Háskóla á styrk frá ESB. Nokkrar stórar verksmiðjur og Hótel. Allt annað tel ég að værri ekki arðbært í stærrasamhengi: Risans ESB. Og flestir Íslendingar yfir meðalgreind ESB farnir í betri lífskjör: það er stórborgir ESB þar sem best er borgað. Við ættum ekki meiri rétt en Baskar á Spáni. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Júlíus Björnsson, 23.11.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sigurður þetta eru grundvallar spurningar sem þú varpar fram í bloggi þínu.

Auðlindirnar má ekki láta af hendi og síðan er það landbúnaðurinn okkar ég tel að öflugur landbúnaður sé lífsnauðsynlegur til að halda uppi lágmarks öryggi fyrir þjóðina.

Síðan verðum við að tryggja að stjórnarskrábreyting fáist ekki fyrr en ljóst er hvernig samningurinn liggur fyri sérstaklega varðandi sjávarútveginn .

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 23.11.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Tori

Lægsta hektaraverð ESB býður uppá ódýra ruslahauga fyrir úrgang frá ESB þjóðum hér, t.d. á Sprengisandi. Þarna myndu margir fá vinnu við að urða allskyns úrgang. Næg atvinna. Menn verð að horfa á jákvæðu hliðarnar á ESB aðild.

Tori, 23.11.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: A.L.F

Tori, vona að þetta sé háð hjá þér.

Að gera ísland að rusalhaug er bull, og höfum við ekki einu sinni rétt á því að skaða lífskjör barna, barnabarna o.s.f með því að ganga þann veg.

Svo ég vona að þú sért að grínast.

ESB er fratt og höfum við sem smá þjóð ekkert í þann frat pakka að gera.

A.L.F, 23.11.2008 kl. 20:06

5 identicon

Veit ekki, spurðu Davíð og segðu okkur hinum síðan...

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:56

6 identicon

Júlíus: Evrópska efnahagssvæðið er miklu nær því að vera risahagkerfi en ESB, enda er það tilgangurinn með því þ.e. eitt efnahagssvæði.

Hvers vegna ættu frekar að vera opnað þýskt bankaútibú ef við förum í ESB? Það er ekkert sem bannar það nú þegar. Sama gildir um verslanir og þjónustu og bara allan fjandann.

Opnaðu augun og ekki gleyma þér alveg í hræðslunni við það sem þú þekkir ekki.

Karma (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:31

7 identicon

Sæll Sigurður.  Ekki held ég að ráðlegt sé að fara í ESB að svo stöddu verandi á hnjánum.  Fámennið verður alltaf útundan þegar sameinast er stórum einingum allveg sama hvar er.  Esb löndin horfa gott til glóðarinnar að fá sjávarútveginn, orkulindirnar,hreina vatnið,hafsvæðið og hugsanlega olíusvæði.  Þeim er alveg sama hvað verður um þessar fáu hræður sem hér eru. Það sem við þurfum er öflugir stjórnendur til að stjórna hér og ef að þeir finnast þá eigum við að geta lifað fínu lífi hér.  Dettur í hug þegar Reykjanesbær vildi sameinast litlu sveitarfélugunum hér til að fá landsvæði og önnur hlunnindi, og sjáðu nú hvað gert er í Höfnunum núna harla litið sýnist mér. Kveðja

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:44

8 Smámynd: Tori

A.L.F. Það er erfitt að taka þessa ESB umræðu alvarlega því flóttinn er allur þangað, frá stjórnmálamönnum hér heima sem enginn treystir.

ESB er engin lausn. Stöðugar "ekki fréttir" á RÚV um ESB og Ísland er að verða meira þreytandi en "Akureyrar fréttin" í kvöldfréttum sjónvarpsins.

Hef mikinn skilning á að stjórnmálamenn hér heima vilji í ESB því þeir líta stórt á sig og telja sig munu hafa umtalsverð áhrif eins og fram hefur komið, en að við hin þurfum líka að ganga í þennan klúbb er kúgun!

Tori, 23.11.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Karma!  í karfti þess að Ísland gæfi upp auðlindir sínar mynd vald núverandi stórnsýslu veikjast. Það var víst gerð tilraun hér um árið sem gekk víst ekki en breytt landslag skiptir máli. Nú þegar bíður þýsk timburvöruverslun átekta og þýskir banka hafa tilhneigingu til að þjóna sínum fyrirtækjum sem best. Og eru með útibú í flestum löndum ESB. Ég vel þýskabanka umfram aðra þegar ég er erlendis og tek peninga úr hraðbönkum. Vegna þess að það er yfirleitt langódýrast. Ég persónulega hræðist ekkert við að ganga í ESB. Það sem flestir íbúar ESB láta bjóða sér tel ég nú ekki að Íslendingar almennt sætti sig við. Það er jafnaðstefnan sem ræður þar ríkjum og við þurfum ekkert að láta jafna okkur niður, þó Finnar, Pólverjar, Írar, Portugalir, ... hafi verið jafnaðir upp. Okkar er valið.

Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 11:20

10 identicon

Það er núverandi stjórnsýsla sem er að drepa þjóðina. 

Ég sé nú ekkert athugavert við það ef þýskur banki opnaði hér útibú, þá hefur fólk bara einn banka aukalega til að velja á milli og það myndast nokkur auka störf. Ég tala nú ekki um ef þeir biðu okkur örlítið betri kjör. Íslenskir bankar voru með útibú í Þýskalandi og höfðu Þjóðverjar val um að skipta eða skipta ekki við þau.

Rétt er það að þýsk byggingarvöruverslun var sett á frost í kjölfar hruns efnahags okkar og gjaldmiðils. Þar fóru hátt í 200 störf sem veitti ekkert af á þessum tímum. Hvers vegna er það slæmt að erlend fyrirtæki vilji vera með starfsemi hér á landi?

Ég held að við Íslendingar þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að vera jafnaðir niður, við sjáum um það alveg sjálf. Við stefnum í það að vera skuldugusta og ein fátækasta þjóð vestur Evrópu og tókst okkur það alveg uppá eigin spýtur.

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:57

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lægsta hektaraverðið er þegar falboðið í Hvestudal í Arnarfirði þar sem á að reisa olíuhreinsistöð af því að engir í öðrum vestrænum löndum vilja hafa slíkar og þess vegna hefur engin ný hreinsistöð risið í tuttugu ár.

Við gefum þegar eftir auðlindir okkar með því að leggja grunn að möguleikum á því að eitt risafyrirtæki, t.d. Rio Tinto, eignist öll sex risaálverin sem áhugi er á að reisa hér á landi til að gefa 2% vinnuaflsins kost á að vinna í þeim.

Hér lifir góðu lífi sá vilji að í lokin eigi hvorki við né aðrir dýrmætustu auðlindina sem er einstæða náttúrua af því að búið verður að stúta henni fyrir mesta mögulega orkubruðl veraldar, álver.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2008 kl. 12:59

12 identicon

Dóra litla:

Hvernig er það "ekkert mál" fyrir 300.000 manna þjóð að borga 1.500 milljarða? Sérstaklega þegar krónan er að nálgast verðgildi málmsins sem hún er þrykkt á. Fyrir mér virkar það bara sem ansi mikið mál.

Hvernig erum við ein ríkasta þjóð í heimi?

Af því við eigum fiskimið og kvótakerfi sem er búið að leggja ófá bæjarfélög í rúst? Hvert fer hagnaðurinn af sjónum? Hann fer allavega ekki til fólksins sem vinnur við verðmætasköpunina nema kannski þá að örlitlu leyti.

Af því við eigum nokkrar ár sem hægt er að virkja og eyðileggja til að byggja álver sem óvíst er að skili miklum hagnaði eftir 20 ár? Erum við nú þegar ekki að veðsetja þær auðlindir upp í topp? Við seljum líka orkuna á gjafaverði í skiptum fyrir nokkur störf.

Erum við rík af því að velferðarkerfið okkar er svona frábært? Einkavæðing heilbrigðisþjónustu er í sjónmáli. Ekki hlakka ég til að verða gamall hérna og þurfa að búa við þessi kjör sem eldra fólkið býr við. Fólk sem vann alla sína æfi við "gullnámuna" okkar á sjó eða í vinnslu en hefur ekkert til að sýna fyrir það nema gigt og verðlaust hús á Bíldudal. Guð forði mér þá frá því að verða öryrki eða eignast fjölfatlað barn. Ekki fær það fólk þá aðstoð sem það þarf og á skilið.

Erum við þá svona rík af því við erum sjálfstæð? Og missum við sjálfstæðið við að fara í ESB? Það virðast allavega ekki vera skoðunin í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Tékklandi ofl. ofl. enda hefur EKKERT ESB land gengið úr sambandinu.

Annars eru þetta verðmæti lands og þjóðar að þínu mati. Þennan lista fann ég á bloggi þínu Dóra innskot innan sviga eru mín:

Orku, jarðvarma og vatn (orkan er það verðmætasta en mun verða verðminni aðrar orkulausnir verða fundnar, t.d. kjarnasamruni, og hvers vegna erum við að nýta alla orkuna í sama iðnaðinn í stað þess að leita að fjölbreytni)

hreint vatn og ómengað (til víðar, hvernig gengur annars að selja vatn í útlöndum? er það að mala gull?)

eina mestu náttúrufegurð í heiminum (ferða þjónustu) (við erum nú þegar að rústa náttúrunni til að virkja orkuna)

góða landfræðilega staðsetningu (var góð í kalda stríðinu, skiptir engu máli núna)

nánast ótakmarkað frelsi (það fer að tilheyra fortíðinni) (frelsi íslendinga er og hefur alltaf verið ofmetið)

fiskinn í sjónum umhverfis landið (betra kvótakerfi takk fyrir og jafnari skiptingu arðs)

fallegasta fólkið (matsatriði, sennilega ekki gríðarleg tekjulind)

og núna OLÍUNA eða JARÐGASIÐ á Drekasvæðinu (amk 10 ár í olíu EF allt er rétt sem mælingar GEFA TIL KYNNA)

Einhverra hluta vegna virðist þú halda að ég leggi ríkidæmi og Smáralind að jöfnu.

Ekki dæmi ég persónulega ríkidæmi/lífsgæði út frá Smáralindinni heldur hvort að fjölskyldur geti átt góðar stundir saman. Ég vil frekar vinna minna og eiga minna dót en geta í staðinn varið meiri tíma með fjölskyldunni minni. Íslendingar vinna meira en aðrar þjóðir, samt er framleiðnin minni og launin lægri en hjá þeim sem við miðum okkur við. Við vinnum bæði um kvöld og helgar og sjáum þar af leiðandi börnin okkar minna. Foreldrar þurfa að koma börnum í smábarnaleikskóla til að geta farið að vinna sem fyrst því ein fyrirvinna dugar einfaldlega ekki til að framfleyta fjölskyldu. Hvar er ríkidæmið í því?

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband