Ingibjörg Sólrún segir allt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Ég er einn þeirra jálfstæðismanna sem var ekkert sérstaklega upprifin yfir því að fara í samstarf í ríkisstjórn með Samfylkingunni.Það hefur komið í ljós að Samfylkingin leyfir sér að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.

Í nýjasta helgarblaði DV er mikið viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu. Athyglisvert er að lesa: " Flokkurinn mælist vel í skoðanakönnunum,við berum ekki ábyrgð  á þeim pólitísku ákvörðunum undanfarinna ára sem skópu íslenskt fjármálakerfi heldur Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur." Sem sagt,Samfylkingin er algjörlega saklaus af núverandi ástandi segir Ingibjörg Sólrún. Bíðið nú aðeins,er ekki Samfylkingin búin að vera í stjórn eitt og hálft ár.Er það ekki staðreynd að ráðherra Samfylkingarinnar er yfirmaður bankanna og eftirlitsstofnana. Svo má einnig segja að ef þetta væru gild rök hjá Ingibjörgu Sólrúnu mætti alveg eins segja upphafið væri Jóni Baldvini að kenna þegar hann leiddi okkur í EES með öllu frjálsræðinu.

Nei,Ingibjörg getur ekki sagt að Samfylkingin beri enga ábyrgð á ástandinu.

Í viðtalinu segir Ingibjörg: " Ef ég segði fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það á að kjósa í vor,væri ég í raun að slíta stjórnarsamstarfinu."

Já, það er nú það. Ingibjörg er með þessu að staðfesta að Björgvin og Þórunn hafi raunverulega gefið út yfirlýsingar  um að þau vildu slíta stjórnarsamstarfinu. Það er því erfitt að sjá hvernig Ingibjörg getur samþykkt að þau sitji áfram í ríkisstjórn sem þau vilja slíta samstarinu við.

Það er erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í samstarfi með Samfylkingunni,sem virðist miða sína stefnu við skoðanakannanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sigurður

Rót þess vanda sem við stöndum frammi fyrir nú, liggur mun aftar í tíma en stjórnarseta  Samfylkingarinnar nær til. Þú eins og margir fleiri, ert að gera svokallaða "útrásarvíkinga" aðal orsakavalda í okkar þrengingum.

Stærð fjármálakerfisins er vissulega partur af afleiðingum stjórnarhátta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í 12 ár áður er núverandi ríkisstjórn tók við.

En hvað kom til, duttlungastjórnmál Davíðs Oddssonar réðu því að; við gengum ekki í ESB á síðasta áratug, að fleyting krónunnar var hafin 2001, að bindiskylda bankanna var ekki fullnægjandi, að vöxtum var haldið hér háum og krónan var of hátt skráð, að fjármálafyrirtæki fengu ekki að gera upp í evrum, að bindiskylda bankanna var afnumin sl vor. Ekki er hirt um að telja upp fleiri mistök DO og félaga, en nóg er til.

Ástæða þess að þú og margir fleiri hamast nú á Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni er, að ISG er ein af örfáum stjórnmálamönnum sem geta komið Davíð á kné og þess vegna eru útsendarar hans út um allar koppagrundir að klína smjöri á okkur samfylkingarfólk, hvar sem í okkur næst. Við sjáum bara í gegnum þessar klípur, þær eru einfaldlega hættar að virka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.11.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Aldrei þessu vant er ég ósammála Sigurði!

Ég tel Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna ekki ekki eiga neinn annan valkost en að starfa saman fram að næstu kosningum, sem gætu átt sér stað næsta haust.

Samþykki Sjálfstæðisflokkurinn aðildarviðræðum - með ströngum skilyrðum þó - gætu þessir tveir flokkar farið í könnunarviðræður snemma vors. Niðurstöður aðildarviðræðnanna sjálfra yrðu síðan bornar undir landsmenn næsta haust og þá væri einnig hægt að kjósa til Alþingis.

Fari þær kosningar þannig að Samfylkingin verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn verður Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra, en að öðrum kosti sá sjálfstæðismaður, sem er formaður flokksins þá.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Svanfríður Lár

Eins og sagan hefur gengið fyrir sig reynir Sjálfstæðisflokkurinn og hans fólk alltaf að láta samstarfsflokkinn taka skellinn og hér er engin undantekning frá þeirri reglu.  Fall nýfrjálshyggju getur hins vegar ekki verið jafnaðarflokki að kenna sem aðeins hefur haft rúmt ár til að taka til hendinni og hefur ekki einu sinni mátt til þess. Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu með Davíð enn í fararbroddi á bak við tjöldin. Er virkilega til fólk sem horfir enn blint á stöðuna og trúir því að samstarfsflokkar í minnihluta ráði einhverju?

Svanfríður Lár, 29.11.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég trúi því að þeir ráði oftar en ekki ólýræðislega mikið.  Og ESB-samningurinn hafið opnað smugur fyrir "low life Cunnings" til að maka krókinn.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Í byrjun október voru bankar að falla út um alla Evrópu, Ameríku og víðar svo tugum eða hundruðum skipti.  Ríkisstjórnir og seðlabankar dældu peningum inn í bankana til að bjarga þeim frá falli.  Það er jú þeirra hlutverk að vera "lánveitandi til þrautarvara".  Það sem skilur á milli okkar og hinna landanna er að þau gripu sín bankakerfi í fallinu og héldu áfram.  Hér hjá okkur hlunkaðist það í gólfið með miklum látum sem enn eru ekki öll fyrirséð.

Það sem klikkaði á Íslandi var að "lánveitandi til þrautarvara" stóð ekki undir nafni.  Hann var miklu minni en þeir sem hann átti að bjarga.  Það var hlutverk ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka að leiðrétta þetta, annað hvort með því að skipa bönkunum að stofna dótturfélög erlendis og færa stóran hluta bankanna þangað eða með því að auka við gjaldeyrisforðann.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega haft lengri tíma en eitt og hálft ár og ber því meiri ábyrgð en Samfylkingin.  Hún hefur þó haft sjálft viðskiptaráðuneytið í eitt og hálft ár og ekki brugðist við þeim aðstæðum sem uppi voru.  Samfylkingin ber því að sjálfsögðu mjög verulega ábyrgð í þessu máli.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.11.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samfylkinginn getur bjargað einkabönkum í einkaáhættuviðskiptum á erlendri grund ef hún vill og hefur efni á því. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Þjóðin hafði ekki efni á því að fylgja þeim eftir: of lítil um 300.000-. Seðlabanki Islands er fyrir Íslendinga sem starfa á Íslenskum mörkuðum í þágu fjöldans og frelsisins. Nú ríður á gera ekki sömu mistökin aftur og læra af mistökunum en ekki verja þau í sífellu eins og sumir með ákveðið eðli.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 16:27

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frjálslyndir og Sjálfstæðir geta starfað saman. Svo getur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað einn, enda fengi hann þá starfsfrið. 

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 18:55

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ingibjörg Sólrún hefur í áraraðir bent á að við ættum að koma okkur í ESB. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talið „tímabært“ að ræða málið - hvað þá að fara í könnunarviðræður. Framsókn og Sjálfstæðið hafa stýrt okkur í þennan farveg sem hefur leitt okkur að feigðarósi. Og svo segir þú að þú hafir ekki verið upprifinn af því að fara í samstarf við Samfylkinguna. Vildir þú halda áfram með hækjuna Framsókn á einni löpp - til hvers? Nú eru ekki margir kostir í boði. Það verður að bíða eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn klofni eða þroskist og að leifarnar að Framsókn ákveði hvort þeir eru að koma eða fara. Á meðan verður Ingibjörg Sólrún að umbera ástandið og bíða eftir að Evrópa komist á dagskrá. Það eru ekki aðrir möguleikar. Steingrímur Joð er ekki til í Týrólabuxurnar þótt það myndi klæða hann.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2008 kl. 20:36

9 identicon

Samfylkingin er eins og kameljón, skiptir litum og skoðunum eftir sem hentar. Þótt Samfylkingin hafi ekki setið í stjórn nema 18 mánuði hefur Samfylkingin verið virkt afl og undir verndarvæng eins helsta viðskiptajöfurs íslandsögunnar. Samfylkingin getur því ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli frekar en nokkur annar.

Evrópusambandið er engin lausn, enda er þar í raun engin sameiginleg stefna í efnahagsmálum. Þýskaland ræður því sem það vill og hinar þjóðirnar bjarga sér sem best þær geta. Við höfum tilhneigingu til að horfa alltaf í eigin nafla og láta sem Ísland sé miðja alheimsins. Það er langt í frá að svo sé. Eins og fjármálaráðherra Ítalíu orðaði það svo snyrtilega: "Kreppan snertir allan heiminn. Hún snertir hagkerfið í heild sinni, framleiðslugreinarnar og iðnaðinn. Hún er á heimsvísu, alger og alls staðar". Ég er ekki viss um að það sé hægt að orða það betur.

Hvernig sem við lítum á það þá hefur heimurinn skroppið sama og við eru öll hvert öðru háð. Auðmenn Rússlands bíða í röðum eftir fyrirgreiðslu ríkisins. Lettland á leið í gengisfellingu sem gæti valdið Svíum verulegum skaða. Bretland, Pontugal og Spánn hvernig er staða þeirra. Og ríkin sem allir horfa  nú tilsem arftaka efnahagslegrar forustu hvernig er útlitið hjá þeim: vísitala hlutabréfa í Brasilíu hefur fallið um þriðjung, og meira en helmingur framleiðslufyrirtækja í Kína er farin á hausinn á þessu ári. Indland siglir í kjölfarið.

Hvort sem Samfylkingin vill taka á sig ábyrgð eða ekki, kemst hún ekki hjá því, því við verðum öll að taka þátt. 

ragnhildur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin mun  slíta samstarfinu fyrir vorið ef þeir standa vel í skoðanakönnunum. Þetta vita allir nema sjálfstæðismenn.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2008 kl. 21:29

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er þó rétt hjá Ingbjörgu að Sjálfstæðisflokkur með aðstoð Framsóknar skapaði, nærði og ræktaði það kerfi sem að lokum át Ísland, - í einum bita. - Það er bara spurning hvort Samfylkingin hefði getað bjargað einhverju.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.11.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er galli á allri umræðu í dag að menn hafa misst sýn á meginmarkmiðinu. Nefninlega því að ná til lands eftir að hafa hvolft bílnum út í sjó. Þegar menn hafa náð landi, að sjálfsögðu með hjálp reyndustu sundmannanna, sem og björgunarfólks, verður athugað hvervegna bíllinn lenti á bólakafi út í sjó. Ef mönnum tekst hinsvegar ekki að ná landi skiptir það ekki máli.

Ólafur Björnsson, 29.11.2008 kl. 21:50

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvað rugl er þetta Ragnhildur. Lætur þú Hannes Hólmstein hugsa fyrir þig? „undir verndarvæng helsta viðskiptajöfurs íslandssögunnar“. Hver? Thor Jensen? Íslandsbersi? Ert þú ábyrg - þú segir það beinlínis!

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2008 kl. 22:21

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru engin ný sannindi að Samfylkinginn mun ganga úr stjórninni til að bjarga eigin skinni að hennar mati. En í ljósi þess að það er ennþá langt í að kreppan ná botni sínum og ástandið verður umtalsvert verra í vor, þá eru engar líkur á því að fylgji hennar aukist frá því sem nú er, hitt þó heldur. Það er nefnilega allt annað að afla og reka en eyða og ráða. Og þjóðin mun aldrei treysta öðrum eins tækisfærissinum til að stjórna þegar kreppir að sökum tvíhyggju hennar og skrifræðishyggjufíknar. Við lifum nú ekki bara á orðunum einum saman.    Ég sé Sjálfstæðisflokk, stefnfestu og orðheldni, í minnihluta stjórn þangað til botninum er náð.

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 22:25

15 identicon

mér heyrist að flestir hér hafi gleymt því hvernig ISG og alþýðuflokkurinn á nýrri kennitölu hefur hvað eftir annað staðið fast við bak útrásarvíkinga geng stjórnvöldum, þegar stjórnvöld hafa viljað þrengja reglurnar sem þeir spiluðu eftir.

Það virðast allir vera búnir að gleyma öllum ræðum ISG ég minni Sérstaklega á hina sívinsælu og eftirminnilegu borgarnesræðu ISG

jon (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:42

16 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Þetta er (s)límsetustjórn með ekkert bakland. Ég get tekið undir hvert orð með þér, best hefði verið að framsóknarflokkurinn hefði tekið sjálfstæðisflokkinn með sér í skítinn. Samfylkingin hefur ekki leyfi til að vanvirða jafnaðarstefnuna í samstarfi við nýfrjálshyggjuviðundur Davíðs Oddsonar og co!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 30.11.2008 kl. 00:54

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jæja, Sigurbjörg mikill er skilningur þinn.  Þegar ég tala um Sjálfstæðisflokk í minnihlutastjórn, þá á ég við að honum verði fengið allt framkvæmdavaldið í hendur.  M.ö.o. að Geir ákveði hverjir taki sæti í öllum ráðherrastólum. Þá verða verk hans sýnilegri og almenningur getur fengið að dæma hann af verkum sínum, því í dag virðast ESB-sinnar Samfó þakka sér allt sem hljómar vinsælt en kenna samstarfsflokk sínum um allt sem er óvinssælt. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt, að hann kann að snúa bökum saman hvort sem um vinsælar eða óvinsælar ákvarðanir er að ræða, einurð og stefnufestu. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir til að leiða þjóðina gegnum þá vaxandi erfiðleika sem eru framundan.  Þegar kreppir að og þjóðaröryggi er í hættu þá er eðlilegt að stokka upp í ríkistjórn og fá inn harðari og reynslumeiri einstaklinga, því nú eru gildin allt önnur en hafa verið síðan í síðustu heimstyrjöld.  Þannig lít ég á stöðuna í ljósi skýrslu IMF og að fyrir mánuði voru flest fyrirtæki sögð tæknilega gjaldþrota. Nú er mánuður til áramóta og blasir þá ekki við bókað þjóðargjaldþrot að undanskyldum auðlindum okkar? Krónan er gjaldþrota í bókum alþjóðafjármálastofnanna, óháð því hvort sum okkar tengi hana við þjóðerni, og það þarf meiri snilling en Harry Porter til að gefa henni nýtt líf.  Ef það text að koma krónunni á flot um tíma þá mun hún vera tengd áhættu um nánustu framtíð. Slíkt leiðir af sér afarkjör í lánafyrirgreiðlum við útlendinga sem sjá sér hag í því að mata krókinn. Þá erum við að tala um þá sem hafa efni á að lána. Ég segi fárviðrið kom frá USA 2007. Útslagið má rekja til ESB-samningsins og ýmisa íslenskra kennitalna.  Svo við erum ekki sammála að öllu leyti. Óháð því hvort það er snautlegu eðli að kenna.

Júlíus Björnsson, 30.11.2008 kl. 03:05

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sigurður, þetta eru sjálfsögð viðbrögð ISG og samfylkingarinnar því sjálftektin hefur verið á fylleríi í 17 ár og kunna sig ekki lengur á meðal fólks.  ISG er bara að reyna að lágmarka skaðan af sjálfstæðisflokknum fyrir land og þjóð.

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 10:10

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

júlli vill sem sagt láta fyllibyttunni eftir lyklana að brennivínsgeymslunni og reka alla aðra út úr húsinu... jahérna hér. 

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 22:14

20 identicon

Ég er hræddur um að Íslendingar séu aftur fallnir á kaf ofan í gamla fjórflokksþrasið.  Ekkert breytist. 

Hvort sem talað er um einhverra skitna opinbera mannaráðningu eða þjóðargjaldþrot er söngurinn alltaf sá sami.  Íslendingar geta ekki hægt að hugsa eins og beljur á bás og þessvegna ráða hér alltaf sömu klíkurnar.

marco (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:24

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað sem öllum pappírstæturum líður þá lítur alþjóðafjármálamarkaðurinn og Ríkistjórnir annarra landa [Sér í lagi þær í ESB] hlutina mjög alvarlegum augum, er vægt til orða tekið. Ekki er ótrúlegt að við séum ekki sjálfráð í því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á eyrinni. Þó það sé látið koma svo út á yfirborðinu. Það sem okkur þykir sjálfsagt: Við eru öll svo skyld eða tengd, nær ekki eyrum hins "siðmenntað" heims. Þannig að vera í forsvari í augnablikinu er langt frá því að vera öfundsvert eða hvað þá eftirsóknarvert. Því eins og sagt er "Markaðurinn sér um sína". Það kallast forhert að kunna ekki að skammast sín.   Við getum látið bjóða okkur yfirgang en það stoppar utan landamæra Íslands. Mörgum finnst kannski nóg komið í augnblikinu en í mars verður nú virkilega farið að sverfa að. Hækka innlánsvexti fram úr meðalhófi og ofmeta eigiðfé eru hlutir sem almenningur setur greinilega ekki í samhengi. Þar sem hann skilur ekki tilganginn. Frekar en verð[bólgu]bætur ofan á veðlán, undir vöxtum 3,5% eða hærri.

Júlíus Björnsson, 1.12.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828282

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband