Eru einmenningskjördæmi lausnin?

Margir tala um að við verðum að gera grundvallarbreytingar á kosningakerfi okkar í þá átt að kjósendur geti frekar valið einstaklinga heldur en stjórnmálaflokka.Samfylkingin og hugsanlega fleiri hafa verið skotnir í að gera landið að einu kjördæmi. Mér líst ekki á þá hugmynd. Ef landið væri gert að einu kjördæmi þá fyrst held ég að flokksklíkurnar gætu ráðið hvernig framboðslistarnir litu út.Með landið sem eitt kjördæmi værum við verulega að auka flokksræðið og það held ég að fáuum hugnist í dag. Stefna Samfylkingarinnar gagnast okkur engan veginn til að geta haft meiri áhrif á það hvaða einstaklingar setjast á þing.

Með því að búta landið niður í einmenningskjördæmi er mun líklegra að við getum haft sterkari ítök í því hver kemur til með að vera kosinn á þing. Stjórnmálaflokkarnir yrðu að vanda sitt val vel á frambjóðenda fyrir einmenningskjördæmið til að frambjóðandinn ætti möguleika. þetta myndi einnig gefa sterkum einstaklingum þóltt þeir tilheyrðu ekki neinum stjórnmálaflokki aukna möguleika á að ná þingsæti fyrir sitt kjördæm i.

Þetta fyrirkomulag myndi einnig gefa nýjum öflum aukna möguleika á að bjóða fram einstakling sem nyti trausts í einmenningskjördæminu.

Einmemnningskjördæmi er u örugglega besta leiðin til að við horfum meira á einstaklinginn sem er í framboði heldur en stjórnmálaflokkinn eða framboðið sem hann eða hún stendur fyrir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmenningskjördæmi gera bara illt verra. Á að skipta landinu í 63 einmenningskjördæmi? Eina leiðin er, að gera landið að einu kjördæmi (lýðræðislegast) og skylda stjórnmálaflokka að stilla upp 35 nöfnum á flokkslistann og gerð þá kröfu til flokksstjónar, að þeir sem koma með flesta stuðningsmenn skuli á listann í stafrófsröð. 35 nöfn samtals. Og síðan geta menn kosið flokksbókstafinn eða krossað við einhvern ákveðinn frambjóðanda.

Sá sem hlýtur flest persónuatkvæði, kemst inn á þing fyrir flokkinn.

Einstaklingar, sem ekki tilheyra flokki verða að hafa 1500 stuðningsmenn.

Þetta þýddi, að Reykvíkingur gæti gefið atkvæði sitt einstaklingi, af heimaslóðum hans.  Svona gerum við í Danaveldi og gefst vel. Þó er flokksforystan sterkari, en gefið er í skyn hér. En ég er sannfærður um að svona fyrirkomulag reyndist vel á Íslandi. Ég tala nú ekki um, ef Íslendingar bæru gæfu til að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, sem myndaði svo ríkisstjórn með ráðherrum, sem ekki væru þingmenn!

Valnastakkur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband