3.12.2008 | 15:25
Ráðherrar Samfylkingarinnar vilja ekki mannamál.
Yfirlýsingar SigmundarErnis umsjónarmanns þáttarins Mannmál á Stöð2 eru athyglisverðar. Hann fullyrðir að ráðherrar Samfylkingarinnar vilji ekki koma í þáttinn og ræða málin á mannamáli. Athyglisvert.
Skýringin er væntanlega sú að um þessar mundir kemur Samfylkingin vel útúr skoðanakönnunum, en óvinsældir ríkisstjórnarinnar bitna á Sjálfstæðisflokknum. Eflaust meta ráðherrarnir það svo að þurfi þeir að svara nærgöngulum spurningum Sigmundar Ernis á mannamáli þá gæti fylgið minnkað hressilega. Það er því betra að þegja og láta Sjálfstæðisflokkinn taka höggið.
Auðvitað kærir Ingibjörg Sólrún sig ekkert um að svara því hvers vegna Davíð Oddsson situr en í Serðlabankanum í skjóli Samfylkingarinnar. Auðvitað kærir hún sig ekkert um að þurfa svara yfirlýsingunni sem hún gaf að hún væri ekki ráðherra tæki hún þátt í laugardagsmótmælunum.
Auðvitað kæra Björgvin og Þórunn sig ekkert um að svara spurningu um það hvers vegna þau sitji í ríkisstjórn sem þau telja sjálf að eigi að hætta. Auðvitað er óþægilegt að þurfa að svara svona spurningu.
Auðvitað finnst Þórunni erfitt að svara fyrir andstöðu sína við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Auðvitað finnst Björgvini óþægilegt að þurfa að svara fyrir sig sem bankamálaráðherra og yfirmann eftirliststofnana.
En hvers vegna ekki Össur. Finnst honum kannski óþægilegt að þurfa nú að svara fyrir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um ágæti útrásarinnar. Finnst honum kannski óþægilegt að þurfa að svara spurningunni hvað hefði orðið um alla peninga Orkuveritunnar hefðu þeir farið í áhættustarfsemi erlendis.
Ég skil reyndar ekki hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki koma í mannamál. Einhvern veginn finnst mér að hún sé mjög trú sínum baráttumálum og hefði alveg efni á að mæta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 828844
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg satt hjá þér. Það hefur lítið heyrst til ráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar nú upp á síðkastið. Það er engu líkara en að þau séu hætt í ríkisttjórninni og þurfi því ekki að svara fyrir neitt.
Á hinn bóginn láta þau ýmsa leigupenna sína og fótgönguliða sjá um að tala máli þeirra í spjallvefum, bloggsíðum, í blaðagreinum og í viðtölum á ljósvakamiðlun. Og að sjálfsögðu hefur málgagn Samfylkingarinnar, Fréttablaðið, verið duglegt að fegra hlut Samfylkingarinnar.
Björn Þ. Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:19
Ég skal alveg segja ykkur hvers vegna þetta er svona með Samfylkinguna. Samfylkingin er nefnilega hætt í eiginlegum stjórnmálum.
Þess í stað stunda þau nú skefjalaust ESB trúboð, það er það eina sem þau hafa fram að færa !
ESB- trúboðið er þeirra einasta eina erindi í Íslenskri stjórnmálaumræðu !
Er hægt að leggjast lægra !
Burt með þetta landráðahyski !
Gunnlaugur Ingvarssonve (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:00
Mér finnst skrýtið að þú skulir undanskilja heilaga Jóhönnu. Ég fæ ekki séð að hún vilji hrófla við verðtryggingu né öðrum þáttum, sem gera almenningi nánast ókleift að borga af húsnæðislánum sínum. Svokölluð greiðslujöfnun er ekkert annað en hræsni þar sem kúfurinn er fluttur aftur fyrir með fullri verðtryggingu og vöxtum, þannig að heildargreiðslur af lánunum aukast í stað þess að minnka.
Björgvin R. Leifsson, 3.12.2008 kl. 21:48
Björgvin er kannski ekkert stoltur af því, að erlendir bankar og fjármálastofnanir eiga 12.600 MILLJARÐA kröfur í íslenzku bankana – og ætlar eins og Geir að gefa þá frá okkur, með öllu sínu innvolsi. Þessi tala kom fram í fréttum liðins dags. Í ágúst var hún 8.400.000.000.000 kr. (átta þúsund og fjögur hundruð MILLJARÐAR) kr. (um þrettánföld upphæð brúttó-Icesave-skuldanna, 640 milljarða), en upphæðin hefur síðan hækkað um 50% vegna gengisfalls krónunnar. Svo kemur Björgvin á sjónvarpsskjáinn sama dag með fullkomið pókerandlit eins og ekkert hafi í skorizt!
Jón Valur Jensson, 4.12.2008 kl. 00:47
Og það vill örugglega enginn Samfylkingarráðherra þurfa að svara fyrir það, að Glitnir banki í Noregi hefur nú á liðnum degi verið seldur Bjarna Ámannssyni – af öllum mönnum! – og Kaupthing Lux selt sl. fimmtudag Sigurði Einarssyni, fyrrv. bankastjóra! Er það satt, sem sagt var í Útvarpi Sögu sl. morgun, að með síðarnefndu kaupunum hafi íslenzka ríkið misst af tækifæri til að fara í gegnum bókhaldspappíra þess fyrirtækis til að finna þar hugsanlegar millifærslur til annarra landa? Og hvaðan fengu þessir herrar skotsilfur til að kaupa sér banka? Ætla Björgvin og Geir að nefna þetta svona neðanmáls á næsta síðbúna síðdegis-föstudags-blaðamannafundi?
Jón Valur Jensson, 4.12.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.