Hvers vegna hafa hafa atvinnurekendur sterk ítök í stjórnum lífeyrissjóða?

Á góðum stundum er talað um það hversu gott það sé fyrir launþega að eiga sterkan lífeyrissjóð. Í sjálfu sér held ég það sé ekki um það deilt að launþegar eiga lífeyrissjóðina. Greiðsla í lífeyrissjóð er hluti af launakjörum launþega. Þó atvinnurekendur greiði hlutfall á í lífeyrissjóð á móti launþega er það ekki eign atvinnurekandands. Það er því óskiljanlegt að atvinnurekendur eða fulltrúar þeirra skuli sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna og geta þannig ákveðið hvernig fjármunum launþeganna er ráðstafað.

Eitthvað held ég að atvinnurekendum þætti það óeðlilegt ef launþegar færu fram á að eiga fulltrúa í stjórnum þeirra fyrirtækja og launþegarnir sætu þar með fullan atkvæðisrétt og gætu þannig haft áhrif eða 4ráðið stefnu fyrirtækisins.

Mér hefur alltaf fundist þessi tilhögun með stjórn lífeyrissjóðanna furðuleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammala Sigurður, hef aldrei skilið neitt i þessu.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:01

2 identicon

Sæll vertu Sigurður og þakka þér lífeyrissjóðsumfjöllunina.  Ég er þér innilega sammála - vinnukaupendur hafa átt fulltrúa í úthlutunarnefndum í áratugi og OFT fengið veruleg lán úr þessum sjóðum vinnuseljenda.  Rétt er það hjá þér að lífeyrissjóðsgreiðslurnar eru hluti launa og það þurfti mikið að hafa fyrir því að fá það í gegn á sínum tíma að vinnukaupendur greiddu þessar prósentur í sjóðina.  En launagreiðendur sáu sér leik á borði og komu sér þarna inn og gátu því ákveðið hvað yrði gert við þennan hluta launanna.  Ég man ekki betur en Hagkaup hafi fengið lán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna til Kringlubyggingar á sama tíma og Hagkaup var sá vinnustaður sem kom verst út bæði hvað varðaði laun og aðbúnað starfsmanna. Mál er að linni.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Þetta er þörf umræða og ekki veitir af þegar lífeyrissjóðir halda sýna aðalfundi þá mun koma í ljós hvað þeir hafa tapað mikið á sínum viðskiptum á bönkunum sem nýlega fóru á hausinn.

Varandi það sem Ólafur segir að atvinnurekendur hafi fengið lán úr þessum sjóðum skal ég ekkert fullyrða um. Ef svo er þá tel ég það mjög alvarlegt ef sjóðfélagar eru ekki upplýstir um þau mál.

Varandi atvinnurekendur. Ég sjálfur hef borið fram tillögu og sagt að atvinnurekendur eigi ekki rétt að skipa þarna stjórn og skammta sér sjálftöku laun í vinnutímanum vera spillingu. Enn því miður ráða sjóðfélagar engu. Lögin sem þeir fara eftir eru sett af Alþingi og þetta er í höndum þeirra.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.12.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kannski líta atvinnurekendur svo á að í stað þess að borga almennt hærri laun út eftir kjarasamninga, þá gæti komið sér vel að greiða í staðinn, úr  rekstrartekjunum, í lífeyrissjóði í nafni launþega. Slíkir sjóðir, t.d. ef bankar verði uppiskorta með lánsfé, gætu þá nýst þeim.

Er ekki eðlilegt að atvinnurekendur vilja gæta hagsmuna sinna.  Sbr. Íslenska prinsipið: Skulda og fjárfesta meðan eigið fé er til staðar.

Þarf ríkið ekki alltaf að koma inn í kjarasamninga hér á landi.

Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 15:56

5 identicon

Sæll Sigurður nú skal ég taka undir með þér. Ég hef aldrei skilið hvað atvinnurekendur hafa með það að gera að vera í stjórnum lífeyrisjóða verkalíðsfélaga (án þess að ég sé að vantreista þeim).  Það er heldur ekkert að því að lífeyrisjóðirnir láni til atvinnurekstrar ef það eru trygg veð eins og hjá félagsmönnum sem fá lán.  Ég held að yfirstjórn verkalýðsfélaga og lífeyrisjóða sé bara orðin svo spillt að það þurfi að stokka það allt upp eins og stjórnkerfið.  Þeir eru margir hverjir á ofurlaunum og allskonar sporslur, og virðist erfitt að fá uppgefið hvað þeir fá sem ætti auðvitað allt að vera upp á borðinu. Kveðja frá suðurnesjum.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband