Davíð sagði 0 % líkur. Ingibjörg: Þú sagðir það aldrei. Hvor segir satt?

Nú held ég að það hljóti margur að undrast.Er virkilega ekki hægt að vera sammála um það hvort fundur hafi verið haldinn í ákveðnum málum eða ekki. Er virkilega ekki hægt að fá úr því skorið hvort Davíð hafi sagt að það væru 0% líkur á því að bankarnir myndu lifa. Ingibjörg segir af og frá að Davíð hafi sagt þetta. Ingibjörg hlýtur þá að upplýsa þjóðina um það hvað Davíð sagði.

Er það rangt að Davíð hafi aðvarað ríkisstjórnina? Um hvað var þá verið að funda? Lét Inibjörg bankamáláráðherrann sinn vita um málið. Björgvin segist ekkert hafa vitað.

Um allt er nú hægt að rífast,en með ólíkindum að ekki sé hægt að fá á hreint hver sagði hvað á fundunum. Það er alveg nauðsynlegt að framvegis verði öll samskipti Davíðs og Ingibjargar tekin upp,þannig að hægt sé að spila hvað hvort þeirra sagði.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta bara gengur ekki lengur. Annars eru allir samsekir í þessu. Það þíðir ekkert að taka Davíð svona fyrir. Ekki það þá á hann að vera að sleykja sólina á Bahamas núna, hvað er hann að pæla?

Ég myndi ekki nenna þessu.

Solla og hennar menn er nú ekki traustverðug þykir mér og þetta springur núna allt í andlitið á þeim.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hann gæti hafa sagt engar líkur, Sólrún er nú pólí-tík-us og er trúverðug í samræmi það að eigin sögn. Hver talar fyrir sig. Margur hyggur mann sig. Svo þurfti engin að segja henni þetta. Því það er í hennar verksviði að vera best upplýst um það sem er að gerast útí heimi og snertir Ísland.

Júlíus Björnsson, 5.12.2008 kl. 00:03

3 identicon

Hún er nú með ægsli en ekki heila

Baldur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Stefanía

Baldur...ég þykist vita hvað fimmta  orðið í setningunni þinni á að vera, en....þetta er ekki sæmandi hér.

Annars sammála ykkur.

Stefanía, 5.12.2008 kl. 00:52

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég hef hér gert þýðingu á þessarri yfirlýsingu (yfirklóri)

http://savar.blog.is/blog/savar/entry/735029/

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:00

6 identicon

Hvar er fundargerðin?

Palli (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:30

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég treysti Davíð betur en Ingibjörgu.

http://jensgud.blog.is/users/5b/jensgud/img/c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_eftirlystir.gif

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband