5.12.2008 | 12:37
Bankamálaráðherra og Seðlabankastjóri hittust ekki í tæpt ár. Hefði ekki verið skynsamlegt að hittast?
Alltaf er almenningur að verða meira og meira undrandi. Það getur nú varla talist til hins góða að Seðlabankastjóri og bankamálaráðherra skuli ekki hafa hist í tæpt ár. Einhvern veginn hefði maður nú haldið að þessir aðilar þyrftu að hittast til að fara yfir málin. þetta skýrir kannski betur en margt annað hvernig fór.
Hvað með fjármálaeftirlitið. Talaði ríkisstjórnin kannski ekkert við það.
Svo segir Össur að Davíð hafi blekkt sig. Hann ræðir um að hafi Davíð fundað með Geir og Ingibjörgu um að 0% líkur væru á því að bankarnir gætu bjargað sér þá hafi Davíð blekkt hann. Bíðið nú aðeins við. Hafi þetta komið fram á fundi með Geir og Ingibjörgu var það þá ekki hlutverk Ingibjargar sem formanns Samfylkingarinnar að láta meðráðherra sinn vita. Upphrópanir Össurar eiga ekki rétt á sér. Ef til vill er Össur svo upptekinn af nafninu olíumálaráðherra,sem hann telur sig verða innan tíðar aðallt annað fer framhjá honum.
Samskiptaleysi Seðlabanka og bankamálaráðherra eru með ólíkindum hverju sem um er að kenna.
Væntanlega stór þáttur í hvernig fór.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einfaldlega að koma í ljós að Geiri og Imba eru ekki öll þar sem þau eru séð. Bæði hafa þrástagast á því að þau hafi engar upplýsingar fengið sem bentu til annars en að allt væri í stakasta lagi í bönkunum. Davíð kemur núna fram og upplýsir að hann hafi á fundi sagt að líkurnar á að bankarnir kæmust í gegnum þetta væru 0 %.
Ég trúi Davíð! Þessar upplýsingar segja mér einfaldlega það að Geiri og þá ekki síst Imba eru ekkert annað en ómerkilegir lygarar. Mér er loksins orðið ljóst að vandamálið er ekki það að Davíð skuli sitja í skjóli Geira heldur hitt að ríkisstjórnin situr í skjóli Samfylkingarinnar - það er hið raunverulega vandamál.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:17
Eftirfarandi var bankamálaráðherrann með á bloggi sínu hinn 5. september sl., þremur vikum áður en hann þjóðnýtti Glitni og draslið rúllaði síðan beint á hausinn.
--------------------------------------------------------------------
“Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.
Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.
Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.
Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.
Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra.”
Baldur Fjölnisson, 5.12.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.