Hvað var Ingibjörg Sólrún að hugsa með að sniðganga bankamálaráðherra.

Það er gjörsamlega með öllu óskiljanlegt hvernig Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar hefur haldið Björgvini bankamálaráðherra utan við atburðarrásina, Einhvern veginn finnst manni nú að hafi verið fyrst og fremst hennar hlutverk að tryggja það að bankamálaráðherrann fylgdist með málum.

Auðvitað gengur það ekki að bjóða uppá það að Davíð formaður bankastjórnar Seðlabankans og Björgvin bankamálaráðherra hafi tekið talað saman í heilt ár og það á þessum umbrotatímum.

Ég er alveg sannfærður um að Björgvin vill vinna vel og af samviskusemi,en þetta hlýtur að vera erfitt hlutverk hjá honum þegar Ingibjörg Sólrún upplýsir hann ekki um stöðu mála.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Þú miskilur eitthvað ríkisstjórnarsamstarfið og líklega með ráðnum hug

Það er auðvitað Forsætisráherran sem hefur haldið Björgvini bankamálaráðherra frá öllum upplýsingum sem komu frá Seðlabankanum.

Það er fyrst og fremst forsætisráðherrra sem ber ábyrgð á þessum málum, hann er verkstjórinn.

Ingibjörg hefur ekki sniðgengið neinn enda engin dæmi um það en það er líka ljóst að nánast ómögulegt er að starfa með Seðlabankastjóra og þeð er á ábyrgð Forsætisráðherra og  Sjálfstæðisflokksins að hafa óhæfan mann í því miilvæga embætti.

.

Kjósandi, 6.12.2008 kl. 16:30

2 identicon

Ég er viss um að Ingibjörg hefur sniðgengið hann rétt eins og Geir enda er hún næstráðandi Geirs. Hvað með að samfylking hafi verið haldið uppi af Baugsgenginu og þar er nú aldeilis eitthvað að koma í ljós

Guðrún (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er alltaf mjög fallegt að sjá hvernig menn bera blak af Davíð sem brýtur bankaleynd í máli einn daginn en virðir hana í sama máli daginn eftir. Hefur í hótunum en dregur síðan í land. Varðandi Glitnisyfirtökuna var Davíð aðalmálsvari þessarar aðgerðar í fjölmiðlum dagana á eftir. Aðrir ráðherrar þeir sem ekki höfðu stöðu í seðlabankanum hljómuðu frekar einog fréttaskýrendur Davíðs í því máli. Ekki einsog gerendur. Svona hefur þetta verið síðan. Davíð segir eða gerir eitthvað sem kemur öllu í uppnám, þá kemur Geir nokkur Haarde og talar einsog blaðafulltrúi hans. Minnir mig á meðvirka aðstandendur alkóhólista.

Gísli Ingvarsson, 6.12.2008 kl. 16:55

4 identicon

Það er engin að bera blak af neinum en hvern styður þú. Var það Davíð sem kom bankanum á hausinn onei minn kæri Gísli held að þú ættir flytja ásamt sumum ef þú ert að styðja það sem ég held að þú sért að styðja

Guðrún (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega fáránlega umræða.

Það er auðvitað tóm steypa að vera með fyrrverandi stjórnmálamann sem bankastjóra Seðlabankans, hvort sem hann er úr Sjálfstæðisflokknum eða Alþýðubandalaginu - "sorry" VG.

Enn verra er þegar sá maður er hataður af öllum nema Sjálfstæðisflokknum, þar sem D.O. er hálfpartinn í tölu Guða - eðlilega ef menn vita eitthvað um sögu landsins og Sjálfstæðisflokkinn!

Hafi einhver vit á efnahagsmálum er það einmitt Davíð Oddsson, sem kom okkur á þann stað, sem við vorum árið 2004. Ekki varð Þorvaldur Gylfason og síðan einhverjir "wannabe" hagfræðingar og fræðimenn, sem hvorki sáu þessa kreppu fyrir eða bjóða upp á einhverjar lausnir. Í fjölmiðlum yfirbýður hver annan af þessum hagspekingum í von um að hljóta vel borgaða áhrifastöðu innan Seðlabankans, jafnvel stöðu seðlabankastjóra.

Davíð þarf samt að víkja, einfaldlega af því að meirihluti þjóðarinnar vill það og þjóðin hefur alltaf síðasta orðið í öllum hlutum, jafnvel þótt ég og Davíð séum henni ekki sammála! Ég er búinn að átta mig á þessu, Davíð, Geir Haarde og þingflokkur hans hins vegar ekki.

Davíð og Seðlabankinn hafa eflaust verið búnir að vara við þessu í 2 ár og enginn hlustað á það. Samfylkingin hefur án efa sagt, að Davíð sé geðveikur alkalhólisti með skjaldkyrtilstruflanir. Ný forusta flokksins hefur ekki viljað hlusta á Dabba af því nú voru þau loksins orðið forystufólk flokksins og þjóðarinnar - eitthvað, sem þau voru búin að bíða lengi eftir.

Þau hefðu betur hlustað á gamla manninn og Seðlabankann!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.12.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Sigurður og takk fyrir góða umræðu.

Í þessu máli er ég svo hjartanlega sammála þér og hef líka komið að því í mínum pistlum.  Ég bara hreinlega trúi ekki þessu meðvitundarleysi ráðherra Samfylkingarinnar, því miður.  Það er afskaplega lítil reisn yfir þessari undankomuleið.  Auðvitað vissu bæði Björgvin og Össur um stöðu bankannna allan tímann.  Annað er bara tómt rugl.  Fólk hlýtur að sjá í gegnum svona blekkingar.

Nú ef svo ólíklega vill til, og kemur í ljós, að ISG hefur ekki upplýst samráðherra sína um stöðu mála,  þá er að sjálfsögðu ábyrgðin hennar.

Sigurður Sigurðsson, 7.12.2008 kl. 10:58

7 Smámynd: Kjósandi

 Gerðir og ábyrgðir.

Allur almenningur hlítur að sjá að Björgvin átti enga möguleika á að hnekkja ákvörðunum Davíðs eða Geirs. Davíð fer sínu fram í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Geir er ónýtur pappír.

Ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.

Eini möguleiki Björgvins til að stöðva framgöngu Davíðs var að gera hann óvígann. 

Það gerir enginn.

Kjósandi, 7.12.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband