Mótmælendum fækkar hressilega.Fólk að átta sig.

Það vakti athygli hversu mótmælum á Austurvelli í dag hefur fækkað gífurlega frá fyrri laugardögum.Auðvitað er fólk að átta sig á því að kreppan er ekki bara bundin við Ísland. Auðvitað er fólk að átta sig á því að Geir H.Haarde og hans fólk er að gera allt til að koma okkur útúr vandanum.Auðvitað er fólk að gera sér betur grein fyrir að fyrrum eigendur bankanna,útrásarvíkingarnir og aðilar þeim tengdir náðu að blekkja þjóðina og spila með okkur. Það voru þeir sem misnotuðu frelsið og bjuggu til peninga úr engu handa sjálfum sér og sínum.Auðvitað er fólk að átta sig á að reiðin á að snúast gegn þessum aðilum. Auðvitað svíður almenningi að þessi hópur skuli nú sitja í vellistingum í útlöndum.

Auðvitað er fólk að átta sig á að þjóðin var blekkt til að vera á móti lögum um eignarhald á fjölmiðlum.Auðvitað sér fólk núna að það var ekki heppilegt að bankaeigendur,útrásarmenn og þeirra félagar áttu alla fjölmiðla.

Auðvitað sér fólk núna í hvaða hlutverki Ólafur Ragnar var þegar hann neitaði að skrifa undir lögin.

Þær voru sláandi tölurnar sem birtust í kvöld um símakostnað o.fl. hjá forsetaembættinu.

Það voru dýr mistök hjá forsetanum að stoppa aðgerðir þegar átti að herða að ævintýramönnunum.

Hverra hagsmuna var hann eiginlega að gæta ? Þetta hlýtur að vera hans síðasta kjörtímabil.

Sem betur fer er þjóðin smá saman að gera sér grein fyrir að Geir H.Haarde er best til þess fallin að leiða þjóðina útúr erfiðleikunum.

Varla treystir þjóðin Steingrími J. og afturhaldsöflunum í hans flokki.


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

20% styrking krónunnar róar fólk af því að það eygir einhverja von.

Vandamálið er að við erum enn með 20% verðbólgu.

Allt stefnir í 10-15% verðbólgu.

Hundruð ef ekki þúsund fyrirtækja stefna í þrot.

Sigurður, það sem við þurfum eru framtíðarlausnir!

Fólkið er orðið leitt á skammtímalausnum!!!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.12.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Ég get bara ekki orða bundist....er það ekki ríkisstjórninni að kenna hvernig komið er fyrir okkur????...Auðvitað er það nýfrjálshyggjunni að kenna hvernig komið er fyrir okkur, auðvitað er það sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig komið er, auðvitað er þetta miðaldra fégráðugum sjálfstæðis-körlum að kenna, auðvitað er þetta Geir H. Haarde að kenna...hann er forsætisráðherra, auðvitað hefur áróðursmaskína sjálfstæðisflokksins farið af stað, auðvitað reynið þið að ala á vinstri hræðslu, auðvitað er forsetanum kennt um af sjálfstæðismönnum, þó að allir viti að hann er nánast valdlaus, auðvitað dásamið þið græðgisvæðinguna og kennið öllum öðrum um en ykkur sjálfum.....

Sigurður auðvitað gerir fólkið í landinu sér grein fyrir að það er ekkert vit í að kjósa sjálfstæðisflokkinn og auðvitað eruð þið skít-hræddir....nema hvað...fylgið hjá sjöllum er í frjálsu falli....

og Sigurður....í þetta skiptið mun fólk auðvitað muna hverjir bera ábyrgð...

Aldís Gunnarsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:36

3 identicon

Ég held að þetta snúist ekki um að "fólk sé að átta sig" eða endilega um tímabundna styrkingu krónunnar. Þetta eru fyrstu mótmælin sem ég fer ekki á að ástæðan er sú að þetta er að breytast í skrípaleik. Allt í einu snérist þetta upp í að frelsa einhvern gæja sem hafði ekki borgað sekt og huldi andlit sitt eins og hryðjuverkamaður í viðtali. Og svo fer áherslan á einhverja kolklikkað kerlingu sem kallar sig norn og fer með galdraþulur. Þetta breyttist úr því að vera málefnaleg mótmæli yfir í að verða samkunda fáráðlinga. Tek ekki þátt í svona bulli. Það er búið að eyðileggja þessi mótmæli með fávitahætti.

Ragna T. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:37

4 identicon

Gott kvöld; Sigurður hreppsstjóri !

Er þér ekki sjálfrátt ? Hvaða ''aðgerðir'' eru það, sem Geir H. Haarde stendur fyrir, til viðreisnar heimilunum og fyrirtækjunum, í landinu ?

Sýslumaður Árnessýslu; gumar af metfjölda, í nauðungaruppboðum, á hans vegum, víðs vegar, um sýsluna.

Meira að segja; sjóræningjarnir, við Sómalíu strendur, eru æruverðugri, en þessi flón, sem þú verð, fram í rauðan dauðann, hér heima fyrir. Þeir Sómölsku; og þeirra fylgjarar standa þó, við gerða samninga, þá þeir láta skipin af hendi, sé þeim goldið, eftir samningi. Annað; en merkingarlaust og innihaldslaust blaðrið og þvaðrið og lygin, sem þínir leiðtogar,; í FLOKKNUM bera á borð, dags daglega. 

Reyndu; Sigurður minn, að koma með eitthvað vitrænna, hér til umræðu, fremur en svona skólp, úr Valhallar hlandforinni, til umræðunnar, á annars ágætri; og stundum, mun málefnalegri síðu þinni.

Með gremjublöndnum kveðjum, en kveðjum þó, úr Efra- Ölvesi (Hveragerðis- og Kotstrandar sóknum) /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Heidi Strand

Sigurður, hvers vegna mætir þú ekki sjálfur á Austurvelli? Allir hafa gott af að heyra það sem þar fer fram.
Sjálfstæðisflokkurinn og krónan hafa það sameiginlegt að vera í frjálsu falli. Krónan fékk smá meðvind fyrir helgi. en hún á eftir að fara til.... á okkar kostnaði.

Heidi Strand, 6.12.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vona að fólk sé loks farið að átta sig á því Sigurður. Ný-frjálshyggja er villandi hugtak og vísar til tækisfærissinna sem sjá sér tækifæri til að beita fyrir sig lögmálum frumskógarins ef lagaramma vantar eða upplýstan almenning um rétt sinn. Birtist á slíkum svæðum í nafni allra flokka. T.d. ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokk merkir ekki að að sá sem segir sé ekki ný-frjálshyggjusinni. Frjálshyggja er  allt annað.  Ný-frjálshyggja blómstrar innan ESB: sér í lagi í fyrrum ríkjum austur Evrópu.

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 22:13

7 identicon

Þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lögin, þá öðluðust þau þegar gildi. Síðan átti að kjósa um lögin. Þetta eru hreinar línur samkvæmt stjórnarskrá:

"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu."

Lögin öðluðust gildi, um það er engin spurning.

Það voru Davíð og gerspilltir klíkufélagar hans sem hunsuðu sjálfa stjórnarskránna með því að láta ekki kjósa um fjölmiðlalögin.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur beðið hugmyndafræðilegt og siðferðilegt skipbrot og getur ekki logið upp fleiri smjörklípum að þjóðinni, þó þú sért að reyna að halda þeim leik áfram Sigurður. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist á skrifum Sigurðar að hann sé að vonast eftir meiri veghylli innan sjálfstektarinnar en hann nú þegar hefur. 

Maður sem les svona snarvitlaust út úr mannfjöldanum sem mótmælir er auðvitað á hillu HHG.  

Óskar Þorkelsson, 6.12.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Ár & síð

1500 manns þætti góð mæting á hvaða flokksþing sem er. Allir sem hafa komið nálægt félagsstöfum vita að fólk hefur öðrum hnöppum að hneppa í desember, sama hvað á bjátar. Íhaldinu myndi aldrei detta í hug að halda landsfund í desember.

Ár & síð, 6.12.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta bull um fjölmiðlalögin er yfirgengilegt. Það er verið að reyna að segja að fjölmiðlar hafi ráðið úrslitum um gang mála.

Ekki einkavæðing bankanna, ekki frjálshyggja forstjóra Fjármálaeftirlitsins, ekki getuleysi Seðlabankans.

Hverju hefði það breytt ef fjölmiðlar hefðu gert eitthvað sem þeir ekki gerðu? Hvað með Ríkisútvarpið, öflugust fréttastofunna? Hver réði henni?

Nývakin bjartsýni Sigurðar vegna færri fundarmanna er ótímabær. Það sem gerist óhjákvæmilega þegar svona óskipulögð hreyfing á í hluta að hún gengur í gegnum mismunandi tímabil. Í upphafi voru fáir. Svo óx fjöldinn upp í 10þúsund. En það eru margir sem sjá ekki ástæðu til þess að mæta núna - það kemur upp viss þreyta hjá hluta fólksins. En menn hafa ekki skipt um skoðun. Það er óskhyggja hjá Sigurði. Krafan um kosningar sem fyrst og brottreksturs liðsins í Seðlabankanum stendur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.12.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er ekki það ekki spurning út af fyrir sig hvað um 300.000- manna eining getur haldið úti stórum Seðlabanka?  Getuleysi Seðlabankans var einna helst það að á hann var ekki hlustað. Eigum við ekki að fyrirbyggja að (stjórnmála)menn komist upp með að hlusta ekki á Seðlabankann í framtíðinni?  

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 23:21

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alla veganna er þögn sama og samþykki. Í mínum leggjum.

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 23:45

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Júlíus, hvenær varaði seðlabankin við bankahruni ?  Það hefur margoft komið í ljós í viðtölum við ráðamenn sjálftektar og samfó að slíkt hefur seðlabankinn bara ekki gert... sorry man.

Óskar Þorkelsson, 6.12.2008 kl. 23:55

14 identicon

Er þetta ekki típískt fyrir Sjálfstæðismann ?

Gersamlega úr takti við fólkið í landinu.

Þarf að fara að græða siðferðis tölfu-flögu í hausinn á Sjálfstæðismönnum til að ykkur lærist ábyrgðarkennd ?

Hvað þarf til að þið áttið ykkur á gífurlegri reiði fólksins í landinu gagvart sjálfs afneituninni og lyginni í ykkar herbúðum.

Þessa vinstri hræðsluáróðurs herferð ykkar er orðinn of fyrirsjáanleg. MInnir helst á hryðjuverkaáróður Bandaríkjamanna. Allt gert til að blekka fólk og halda völdum.

Davíð Oddson og hans óvild gagnvart Jóni Ásgeiri (Glitnir) varð til þess að Íslenska bankakerfið hrundi. Um leið og hann sá höggstað á að taka þá gerði hann það. Ef hann hefði ekki gert það væru bankarnir hugsanlega standandi í dag. Dóminó áhrifinn urðu gríðarleg. Vissulega væru þeir í gríðarlegum vandræðum en það eru bankar svosem út um allann heim án þess að hafa farið undir ennþá.

Semsagt þá er valdaklíka Sjálfstæðisflokksins og gamlar erjur búnar að koma okkur í gríðarlegar skuldir. Að ógleymdri nýfrjálshyggjunni sem hefur beðið skipsbrot.

Þröstur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:54

15 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ja hérna, ég á varla orð Sigurður yfir blindu þinni.

Ég var ein af þeim sem ekki fór á Austuvöll í dag, sem ég hef gert alla hina laugardagana. Ég ákvað að sinna barnabarninu mínu, sem annars hefur fengið að dúsa íkerru á Austurvelli og hann er orðin frekar þreyttur á Jóni Sigurðssyni.

Það vita allir að það er kreppa víðar en á Íslandi en það er hvergi meiri kreppa en á Íslandi. Kreppa sem að vinur þinn Geir hinn harði kallar þjóðarþrengingar. Þú og þinn flokkur hafið verið svo uppteknir að skammta ykur sjálfum, vinum og vandamönnum völd að þið hafið gjörsamlega misst tökin á eðlilegu þjóðlífi.

Geir er algjör rola og viljalaust vopn í hönudum hins fársjúka DO.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.12.2008 kl. 01:15

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Formlega og opinberlega dettur mér ekki til hugar að nein Seðlabanki myndi vara við bankahruni. Slíkt myndi hafa í för með sér það sem er kallað brunaútsölu. Hinsvegar átti öllum sem hafa þekkingu og vakandi augu fyrir slíkum hlutum að vera slíkt ljóst. Það er langur aðdragandi að því að ef áður vel rekinn rekstur fer í þrot.  Sú umræða sem fór fyrir luktum dyrum er enn ekki upplýst og af því er virðist skorti ráðamanna á því að aflétta þagnaðarskyldu. Mín skoðun er líka sú að frá því síðsumars 2007 [Falli Lehman brother] hafi lánadrottnar Íslensku einkabankanna átt von á ákveðnum samdrætti hjá sömu bönkum í stað þess sem varð reyndin. Sumum nægir að talað sé um óeðlilegan vöxt, lánastarfsemi,...  því allt óeðli í viðskiptum stefnir sem  betur fer alltaf í þrot.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 01:19

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það heita nú bara mánaðarmót og útborgun launa. - Svo veit ég ekki hvaða áhrif jólin munu hafa. Gæti bæði valdið mikilli spennu ef mjög margir verða óvenju knappir á fé eða að jólandinn tæki yfir fram í janúar. Trúlega ná mótmæli hér hámarki aftur þegar þúsundir uppsagna hafa tekið gildi og fólk orðið launalaust í febrúar-mars.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 01:23

18 identicon

Nákvæmlega þessi mótmæli og þá meina ég formið á þeim gekk sér til húðar eins og allir hlutir.  Það þarf ekki að þýða að óánægja fólks sé minni en hún var.

Sigurður hefur greinilega fengið línuna frá Valhöll og það má reikna með að hann og hans líkar endurtaki þetta bull þar til nýtt bull kemur og treysti á töframátt sefjunarinnar.

marco (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:02

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

isg_a_motmaelafundi_a_austurvelli

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 02:54

20 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er smá syndaregistur sem mætti skoða nánar í ljósi þeirra annars skemmtilegu umræðu sem hér er í gangi :)

Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL

1) FÆKKA ÞINGMÖNNUM - Fækka þingmönnum og auka skilvirkni. Stór hluti þings ásamt aðstoðarmönnum hefur lítið að gera inni á þingi. Ráðherrar ráða öllu Sjá frétt HÉR.

2) AUKA VÆGI ÞINGRÆÐIS OG MINNKA VÆGI RÁÐHERRA Á ÞINGI - Þingmenn eiga að leggja línurnar og reglurnar sem ráðherrar og ráðuneytum ber að fara eftir Sjá frétt HÉR.

3) FÆKKA RÁÐUNEYTUM - 320 þús. manna þjóð HEFUR ekkert að gera með þetta risavaxna stjórnsýslukerfi til að halda þessu litla örþjóðfélagi gangandi.

4) FELLA NIÐUR EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ STRAX - Fylgja sömu reglum eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Afnema öll sérfríðindi einhverjum útvöldum til handa. Ef þessi mál eru skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þingmenn höfðu það bara nokkuð gott áður en þessi lög voru sett.

5) STYTTA SUMARFRÍ STJÓRNMÁLAMANNA - Láta þá skila vinnuframlagi eins og annað fólk í þjóðfélaginu þarf að gera. Nú er búið að stytta Jólafríið, sjá HÉR.

6) LEGGJA NIÐUR AÐSTOÐARMANNAKERFIÐ - Sem er ekkert annað en falið kerfi til að styrkja flokkskerfið. Í raun er verið að nota skattpeninga til að greiða útvöldum gæðingum flokkanna laun.

7) FÆKKA NEFNDUM OG AUKA SKILVIRKNI - Vera með opið bókhald á netinu sem sýnir störf ALLRA nefnda. Einnig má fækka boðleiðum á milli þingmanna og kjósenda. http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314

8) EINFALDA REGLUVERK - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður. Notast við erlendar samþykktir og staðla eins og hægt er eins og CE merkingar. Ekki vera að búa til eftirlitsstofnanir að óþörfu.

9) FARA EFTIR STJÓRNSÝSLULÖGUM - Það þurfa að vera mjög skýr skilaboð að starfsmenn ríkisins eru að vinna fyrir almenning en ekki fyrir einhverja allt aðra annarlega hagsmuni.

10) FLÝTIAFGREIÐSLU Á MÁLUM - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður.

11) SETJA LÖG GEGN PENINGAÞVÆTTI - Erlendis þarf að gera grein fyrir því hvernig eignamyndun á sér stað hjá t.d. fólki sem hefur engar tekjur. Einnig þarf að kanna slík mál betur. Lesið nánar hér:

12) BINDA KRÓNUNA VIÐ ANNAN STERKAN GJALDMIÐIL EINS OG DANIR - Ásamt því að fá tryggan stuðning frá viðkomandi gjaldmiðli sem Íslendingar myndu tengja sig við.

13) GANGA Í ESB EÐA SAMBÆRILEGT KERFI SEM STYRKIR KRÓNUNA - Krónan eða gjaldmiðilinn verður að hafa fasta viðmiðun svo að fólk viti að hverju það gengur. Einnig mætti skoða Norsku krónuna.

14) LEGGJA ÁHERSLU Á SKANDÍNAVÍSKT VELFERÐARKERFI - Við eigum samleið með þessum löndum og svo hefur þetta kerfi verið að reynast mun betur en önnur kerfi. Því að vera að finna upp ný kerfi?

15) MINNKA OPINBER UMSVIF STÓRLEGA - Í tíð Sjálfstæðismanna hafa ríkisumsvif vaxið gríðarlega. Hér þarf að kanna betur hvað er eiginlega í gangi.

16) AFNEMA VERÐTRYGGINGU - Banna verðtryggingu (okur) með lögum. Því verðtrygging er dulin skattheimta á launafólk.

17) ÞVINGA VEXTI NIÐUR Í ÞAÐ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Banna hávaxtarstefnu (okur) með lögum. Svona svipað og verðlagseftirlit.

18) VERÐBÓLGAN VERÐI SÚ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Íslensk stjórnvöld hafa komist upp með svo slælega efnahagsstjórn í gegnum árin út af því að þau hafa ekkert aðhald. Þegar allt er komið í óefni, þá er bara krónan felld ... reglulega

19) REKA ÞÁ SEM BRJÓTA AF SÉR Í KERFINU - Ef starfsmaður verður uppvís af kvörtunum og endurteknum brotum frá kjósendum, þá BER stjórnvöldum að víkja viðkomandi frá. Þessar boðleiðir þarf að laga.

20) STJÓRNMÁLAMENN VERÐI LÁTNIR SEGJA AF SÉR VIÐ MISTÖK Í STARFI - Eftir bankahrunið, þá hefur engin verið látin sæta ábyrgð. Hér þarf greinilega að setja kvóta. Fínt væri að reka ca. 5-10 manns á ári ef vel ætti að vera til að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald. Lesið nánar hér:

21) SKIPTA ÚT TOPPUM OG STJÓRN HJÁ SEÐLABANKANUM - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.

22) SKIPTA ÚT TOPPUM HJÁ FJÁRMÁLAEFTIRLITINU - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.

23) KJÓSA AFTUR UPP Á NÝTT SEM FYRST - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð og þarf því að skipta þeim út sem bera ábyrgð sem fyrst.

24) FÆKKA SENDIRÁÐUM UM HELMING - Samhliða því mætti þróa öflugt samskiptakerfi fyrir ráðuneyti. Síðan þyrfti að vera opið bókhald sem sýnir risnu og dagpeninga þingmanna.

25) GERA LANDIÐ AÐ FÆRRI KJÖRDÆMUM - Einu eða 3 eins og VG leggja til.

26) ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÖLL MIKILVÆG MÁL - Þeir sem færu með stjórn landsmála geta einfaldlega listað upp nokkrum málum á vefnum og svo getur fólk einfaldlega kosið. Með nútíma tölvutækni, þá er auðvelt að framkvæma svona kosningar í matar- eða kaffipásum. auðvelt að nota kerfi eins og heimabankann :)

27) KJÓSA PERSÓNUR Í STAÐ FLOKKA - Það er til fullt af hæfileikaríku hugsjónarfólki sem hefur fókusinn á réttum stöðum sem hefur margsannað sig í starfi fyrir land og þjóð. Ef viðkomandi verður uppvís af mistökum, þá er auðvelt að kjósa viðkomandi út og nýja inn í staðinn. Lesið nánar hér:

28) GEFA KJÓSENDUM KOST Á AÐ KJÓSA ÚT ÞINGMENN SEM VERÐA UPPVÍSIR AF SPILLINGU - Það eitt og sér væri gríðarlega gott aðhald fyrir þingmenn.

29) BANNA ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUR INNAN STJÓRNKERFISINS - Auðvelt að láta fólk kjósa með hjálp netsins.

30) TÖLVUVÆÐA KOSNINGAKERFI - Hér mætti nýta tölvutæknina og internetið eins og bloggheiminn og bankakerfið meira. (wikipedia, forum bb3, kosningakerfi, ToDo listi, verk og viðverubókhald). Með þessu væri hægt að vera með opið og mjög skilvirkt kerfi þar sem allt væri á borðinu og sæist hvað hver þingmaður væri að vinna.

31) GERA ÚTTEKT Á ÞEIM MISTÖKUM SEM LEIDDU TIL BANKAHRUNSINS MIKLA - Láta erlenda aðila gera úttektina.

32) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU INNI Á ÞINGI - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu.

33) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU Í FJÖLMIÐLUM - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu. Hér þarf að hampa sérstaklega tuðurum og leiðindaafturhaldsseggjum eins og jonas.is!

34) FÓLK FÆR SJÁLFT AÐ VELJA HVERNIG EIGIN GREIDDIR SKATTAR SKIPTAST NIÐUR Á FJÁRLÖG - Auðvelt með tengingu við bankakerfið þar sem hægt er að velja hvernig þínum skattgreiðslum er varið.

35) SETT VERÐI SKÝR SKILABOÐ Í LÖG AÐ ÞEIR SEM VERÐA UPPVÍSIR AÐ LANDRÁÐI VERÐI LÁTNIR SÆTA ÁBYRGÐ - Nú er staðan þannig að forsætisráðherra er kjökrandi í auðmönnum um að koma aftur til baka með allt fjármagnið til landsins!

36) GERVIEFTIRLITSSTOFNANIR OG VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR Á VEGUM RÍKISINS VERÐI LAGÐAR NIÐUR OG MEIRI ÁHERSLA LÖGÐ Á STOFNANIR SEM RAUNVERULEGU MÁLI SKIPTA - Búið er að búa til mikið af íþyngjandi eftirlitsstofnunum sem oftar en ekki hafa engan annan tilgang en að fela atvinnuleysi. Hér mætti t.d. leggja meiri áherslu á Fjármálaeftirlitið og endurvekja Þjóðhagsstofnun.

37) SENDA ERLENDA AFBROTAMENN STRAX ÚR LANDI - Í dag virðast heilu glæpagengin geta gengið laus um landið með barsmíðum, ofbeldi og þjófnaði í langan tíma.

38) LOKA LANDINU MEIRA FYRIR ÓHEFTUM INNFLUTNINGI Á FÓLKI - Leggja meiri áherslu á að fá fólk með hátt menntunarstig og leggja meiri áherslu á hálaunastörf. Auðvelt að setja flóknar og erfiðar reglur um visa og dvalarleyfi. Landið er eyja og því auðvelt að fylgjast betur með því fólki sem kemur til landsins.

39) LEGGJA LÁNASJÓÐ NIÐUR OG VEITA Í STAÐIN STYRKI - T.d. hafa Danir litið á menntun sem langtíma fjárfestingu. Veita mætti styrk upp að vissri upphæð og svo gæti fólk unnið sér inn fyrir því sem upp á vantar eða tekið lán.

40) NÁ ÞVÍ FÉ TIL BAKA MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM SEM HEFUR HORFIÐ ÚR LANDI - Það á að vera fyrir löngu búið að frysta fullt af eignum.

41) BANNA STÓRFELLDA FJÁRMAGNSFLUTNINGA ÚR LANDI SEM GETUR HAFT STÓRKOSTLEG ÁHRIF Á SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR - Hér þarf að hafa mjög ákveðin lög sem koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar geti leikið sér með fjöregg þjóðarinnar.

42) FÁ REYNDAN ÓPÓLITÍSKAN STJÓRNANDA TIL AÐ STJÓRNA LANDINU (Einar)(Ævar) - Þetta er ekki slæm hugmynd. Það eru til margir góðir þekktir stjórnendur sem hafa rétt af risafyrirtæki á örfáum árum Hér er Claus Møller mættur á staðinn! og HÉR.

43) ERLENDUR DÓMSSTÓLL (Sigurður) - hæstaréttadómarar og jafnvel rannsóknarnefnd verði fengin erlendis frá. Hentar líklega vel á meðan verið er að fara í gegnum þessi mál.

44) LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ HALDA INNLENDRI FRAMLEIÐSLU INNI Í LANDINU SEM SPARAR GJALDEYRIR FYRIR ÞJÓÐABÚIÐ. - Öll helstu ríki í vestrænum heimi eru að verða búinn að missa stóran hluta af sinni framleiðslu og tækniþekkingu til annarra landa. Allir farnir að versla með pappíra sem svo reynist ekkert á bak við þegar á reynir.

45) SELJA STÓRAR OG DÝRAR SENDIRÁÐSEIGNIR Á VEGUM ÍSLENSKRAR YFIRVALDA Í ÚTLÖNDUM - Hvað ætli séu miklar fjárfestingar í dýrum sendiráðsbyggingum út um allan heim sem er lítið sem ekkert notað. Nóg að vera í samstarfi við aðrar norðurlandaþjóðir og vera með litla skrifstofu hjá þeim undir starfsemina eða þá samstarfssamning. Í dag eru 17 sendiráð. Steinar I kemur með hugmynd um að vera með 1 sendiráð í hverri heimsálfu.

46) TRÚMÁL OG KIRKJA (Óskar A) - Óskar telur bruðl að borga 5 milljarða á ári og að þeir geta séð umsig sjálfir hvað fjarmögnun varðar.

47) LEGGJA NIÐUR HAFRÓ (Óskar A) - Þetta er viðkvæmt mál. En þarna má líklega eitthvað draga úr. Hafró hefur verið sú stofnun sem hefur fengið gríðarlegar fjárhæðir til rannsóknar og sú stofnun sem hefur yfirleitt fengið það sem þeir biðja um. Enda er fjöregg þjóðarinnar í þeirra höndum.

48) ÁLÞJÓÐLEGT FRÍVERSLUNARSVÆÐI Á ÍSLANDI (Valþór) - "International Free Trade Zone". Afnema öll innflutningshöft og söluskatta gera Ísland að alþjóðlegu fríverslunarsvæði. Öflugt og vel staðsett flutningskerfi.

49) NEFNDIR Á ÍSLANDI (skuldari) - Fækka þarf nefndum eins og hægt er. Auka skilvirkni og að vera með fólk í nefndum og ráðum hefur reynslu og "verklegt" vit á málum http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314.

50) FÆKKUM Í SJÁLFTÖKUHÓPUM (Gunnar Guðmundsson) - Fækka þingmönnum og aðstoðamönnum. lækkum laun og verum með einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá! http://gudmundur.eyjan.is/2008/11/fkkum-sjltkuhpnum.html

51) MEIRI VINNUSKILDA ÞINGMANNA OG STYTTRA FRÍ - Þingmenn ættu að vera skyldugir til að sitja alla þingfundi hámark einn mánuði í frí.

52) NORÐUR ATLANTSHAFSBANDALAG (Bjorn E) - Ísland, ásamt Noregi, Færeyjum og etv Skotlandi svo og Grænlandi stofni með sér bandalag. Sameina landhelgisgæslur þessara ríkja, ásamt lofther og sjóher. Rússland kæmi inn í þetta bandalag á seinna stigi. Nýtt heimsveldi á Norðurhveli jarðar.

53) TVO GJALDMIÐLA Á ÍSLANDI - Væri ekki bara ráðið að vera með tvo gjaldmiðla samtímis. Íslensku krónuna fyrir innlend viðskipti og svo einhvern annan gjaldmiðil eins og Evru fyrir erlend samskipti? Og loka síðan landinu. Hér er skemmtileg lesning um Péturspeninga sem voru notaðir á Vestfjörðum Sjá HÉR

54) LÚXUSBÍLAR FYRIR RÁÐAMENN MEÐ EINKABÍLSTJÓRUM VERÐI LAGT NIÐUR - Hér má gera samning við leigubílastöðvar þegar eitthvað sérstakt ber upp á.

55) HÓTA ÚRSÖGN ÚR NATO - Ómar R. Valdimarsson er með áhugaverðar pælingar ef IMF (Bretar og Hollendingar) ætlar að fara að beita þjóðina þvingunaraðgerðum Sjá HÉR.

56) VERJA ÍSLENSKA SÉRHAGSMUNI EINS OG HÆGT ER - Finnar eru ekki enn búnir að jafna sig á því að erlendir aðilar náðu stórum eignahluta í NOKIA þegar þeir lentu í kreppu 1992. Hér þurfa Íslendingar að passa sínar stærstu mjólkurkýr eins og orkufyrirtækin, fiskinn, ferðaiðnaðinn. En nú þegar er búið að tapa bankakerfinu sem var nýjasta útrásin.

57) NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS - Hvernig væri að velja fólk sem hefur gagnrýnt kerfið hvað mest til að stjórna Íslandi? Kristinn Pétursson Sjávarútvegsráðherra. jonas.is mætti vera Niðurskurðar- og Spillingarráðherra, Vilhjálmur Bjarnason Fjármálaráðherra, Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra með vald.is, Þorvald Gylfason, Guðmund Ólafsson og Ragnar Önundarson sér til aðstoðar. Guðmundur Gunnarsson Iðnaðarráðherra, Lára Hanna, Egill Helgasson og Stefán Ólafsson sameiginlega með Heilbrigðis- og Félagsmálaráðuneytið, Þráinn Bertelsson Menningarmálaráðherra með Hallgrím Helgasson sér til aðstoðar, Ómar Ragnarsson Umhverfisráðherra og í lokin Björg Guðmundsdóttur utanríkisráðherra (það yrði alls staðar hlustað á hana nema í Kína). Hér útbjó ég nýja áhugamannagrúppu á facebook sem heitir: NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND svo er hér áhugaverð frétt og smá ljós í myrkrinu HÉR og önnur samantekt hér HÉR

58) BANNA ALLAN VOPNABURÐ OG BAKSTUNGUR Á HINU HÁA ALÞINGI ÍSLENDINGA - HÉR opinbera þingmaður sitt raunverulega eðli og hvernig kaupin gerast á eyrinni. Svona skítlegt eðli á að vera skilyrðislaus brottrekstrarsök. Tölvupóstur Bjarna Harðarsonar þingmanns Framsóknarflokksins HÉR. Líklega er þetta nákvæmlega svona hjá flestum sem eru inni á hinu háa Alþingi Íslendinga í dag. Verst að nýráðnum aðstoðarmanni skuli hafa líka verð blandað í málið. Sýnir vel hvernig skattpeningunum er vel varið til nytsamra hluta. Þó brýtur Bjarni blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinn og á hann heiður skilið fyrir þann gjörning einan og sér.

59) LYGAMÆLIR FYRIR ALÞINGISMENN - Núna væri þjóðráð að leggja háa fjármuni í að hanna og þróa öflugan lygamæli sem þingmenn þyrftu síðan að hafa á sér öllum stundum á meðan þeir væru að sinna opinberu starfi. Mælirinn hefði þá eiginleika að mæla ástand þingmanns á meðan hann væri að tala í rauntíma þannig að þeir sem á hann hlusta sæju strax ef þingmaður væri að reyna að segja ósatt.

60) TÆKNI Í STAÐ PÓLITÍK - Horfið á boðskapinn sem þessi mynd hefur fram að færa Zeitgeist: Addendum (þar sem að ég er smá tækninörd, þá er ekki annað en hægt að hrífast af þeim boðskap sem þessi mynd hefur fram að færa).

61) ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR LÆKI LAUN SÍN STRAX - Nú eiga stjórnmalamenn að sýna samstöðu og ganga á undan með góðu fordæmi og sína viljann í verki með því að lækka launin sín verulega! Sjá frétt HÉR.

62) NÝTA ERLEND TENGSLANET - Hér er gott dæmi um hvernig nýta má samvinnu við erlend ríki. Hér er verið að hjálpa Íslendingum að fá vinnu erlendis. Sjá frétt HÉR.

63) HÁMARKS LAUN 1 MILLJÓN - Alþingi var send áskorun um að engin mánaðarlaun færu yfir 1 milljón króna Sjá frétt HÉR.

64) LÝÐRÆÐ OG ÁBYRGÐ ENDURREIST - Áhersla verði lögð á að endurreisa lýðræði og ábyrgð sem eru talin ein af mikilvægustu grunnþáttum í þróuðum nútíma samfélögum. Sjá áhugaverða grein eftir Bjarna Bjarnason rithöfund hér..

65) GERT ER GRÍN AF SPILLTRI ÍSLENSKRI STJÓRNSÝSLU Í ERLENDUM FJÖLMIÐLUM - Sjá umfjöllun HÉR

66) AUÐVELDA NÝJUM FRAMBOÐUM AÐ KOMAST Á ÞING - Ekki er langt síðan að reglum um kosningar var breytt til að þrengja að lýðræðinu. Núna þarf flokkur að hafa lágmark 5% fylgi í stað 3% sem þurfti áður til að ná manni á þing. Sjá góða umfjöllun HÉR.

67) 3JA ÁRA ÚTLEGÐ AÐ HÆTTI VÍKINGA - Á víkingatímanum, þá var þyngsti dómur sem hægt var að fá 3ja ára útlegð. Spurning um að nýta þessi gömlu lög á útrásarvíkingana, stjórnmálamenn og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu. Tryggja þarf að þeir komi hvorki nálægt stjórnmálum eða bankastarfsemi í 3 ár.

68) SKERA NIÐUR Í ALLRI STJÓRNSÝSLUNNI - Draga þarf saman seglin víða í stjórnkerfinu. Aðstoðarmenn, sendiráð, utanlandsferðir, gerfistofnanir, herdeildir, dagpeningar ... Sjá góða frétt HÉR.

69) BANNAna ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUVEITINGAR - Sjá frétt HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR ...

70) ÓTRÚLEGT VIÐTAL VIÐ GEIR - Hér liggur illa á forsætisráðherra og sýnir hann fréttamanni ótrúlegan skæting Sjá HÉR.

71) ÞETTA SNÚAST STJÓRNMÁL NÚTÍMANS UM - Núna er líklega kominn rétti tíminn til að stíga niður úr pílagrímsturninum og leggja ÖLL spilin á borðið. Hætta lygum og öðrum leikaraskap, segja rétt frá og takast á við hin raunverulegu vandamál. Pólitík snýst ekki um hernað heldur opna og skýra umræðu. Sjá HÉR.

72) KLÍKUR OG EINELTI ÞARF AÐ BANNA MEÐ LÖGUM - Setja þarf lög um ALLA óeðlileg og hættuleg klíkustarfsemi þar sem annarlegum sjónamiðum er haldið á lofti. Það er aldrei að vita nema að það endi með sparki í andlitið eins og gerðist HÉR. Verst er þegar þessi hegðun heldur áfram inn í sali Alþingis. Líklega er Ísland of fámennt til að félög eins og Rótarí, Round table, Frímúrarar, Oddfellow, trúfélög ... og ekki síst stjórnmálaflokkar eigi rétt á sér!

73) HÉR ER SKOÐUN AGS EÐA IMF Á ÞVÍ SEM GERÐIST - Hér má lesa samantekt á hruninu á Íslandi samkvæmt IMF góð grein HÉR.

74) KJÓSIÐ OG GEFIÐ NÚVERANDI MEÐLIMUM RÍKISSTJÓRNARINNAR STIG - Hér er nýtt kosningakerfi þar sem hægt er að kjósa og gefa einstökum þingmönnum stig fyrir árangur í starfi. Ný tækni gefur nýja möguleika, en tæknilegar framfarir skila mestu í velmegun almennings KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/rikisstjorn.html.

75) KJÓSIÐ EÐA VELJIÐ NÝJA RÍKISSTJÓRN - Lengi hefur vantað möguleika á að kjósa FÓLK í stað FLOKKA. Nú er loksins hægt að koma með tillögu að hæfu og vönduðu fólki þar sem hatröm flokkspólitík er látin lönd og leið KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/nyrikisstjorn.html.

76) NÚ ER HÆGT AÐ GEFA BORGASTJÓRN REYKJAVÍKUR STIG FYRIR VEL UNNIN STÖRF - Fróðlegt væri nú að sjá stöðu á einstökum borgarfulltrúum eftir allar hnífstungur í bakið síðustu mánuðina KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/borgarstjorn.html.

77) HÉR ER LISTI YFIR NÝJA OG GAMLA STJÓRNENDUR í BANKAKERFINU - Er ekki ráð að hafa vakandi augu yfir þeim sem eiga að passa upp á peningana okkar og eiga stóran þátt í hruni þjóðarinnar? KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/bankar.html.

78) HÉR ER LISTI YFIR HINA FRÆGU ÚTRÁSAVÍKINGA - Fróðlegt væri að sjá hvað þjóðin gefur hverjum og einum mörg stig! KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/utras.html.

79) MERGJUÐ LÝSING Á SPILLTU VALDI - Alltaf koma sömu mennirnir upp aftur og aftur og aftur ... þegar verið er að tala um spillingu á Íslandi! sjá HÉR.

80) VANTAR VIÐURLÖG GAGNVART STJÓRNVÖLD - Umboðsmaður Alþingis (sem er að vísu tvöfaldur í roðinu eins og margir yfirmenn kerfisins) telur að það vanti lög sem dæmi stjórnvöld fyrir slæma málsmeðferð sjá HÉR og HÉR.

81) ÍBÚÐAVERÐ Á 3 MILLJARÐA! - Hér má sjá enn eina bull hugmyndina frá ráðamönnum um það hvernig megi blóðmjólk almenning ENN MEIRA! sjá HÉR.

82) ENN OFBÝÐUR DAVÍÐ - Hvernig má það vera að ráðherra viðskipta fær ekki að vita fyrr er viku seinna að byrjað er að greiða lánið inn á reikning Seðlabankans! Er Davíð í einhverju sólói við að útdeila þessum peningum til "RÉTTU" aðilanna á meðan hann hefur völdin? Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að hann á að koma sér út úr húsi sem fyrst, ef ekki sjálfur, þá með hjálp! sjá HÉR.

83) FLOKKSEIGENDAFÉLÖG FÁ SKATTFRJÁLSA RÍKISSTYRKI - Frábær grein um sukkið sem viðgengs í kringum stjórnmálaflokkana sjá HÉR.

83) ÞINGMENN FARNIR AÐ VINNA VINNUNA SÍNA - Hér hafa orðið mikil umskipti og núna er Össur komin í fluggírinn. Nýsköpun og sprotafyrirtæki er málið, sjá fína grein HÉR og HÉR.

84) RÁÐAMENN ÞURFA AÐ LÆRA AÐ TALA SAMAN - Hér er ótrúlegt þar sem samskiptin eru frekar undarleg svo ekki sé meira sagt sjá HÉR.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.12.2008 kl. 07:52

21 identicon

Einn íhldspólitíkusinn til sem heldur að hann geti klórað yfir gjaldþrot frjálshyggjunar með því að kasta skít í forseta lýðveldisins.

J'on Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:21

22 identicon

Júlíus segir að Seðlabankinn hafi varað ráðherra við bankahruninu, ertu fæddur í gær, kannastu ekki við óheiðarleikan sem Davíð lærði af ömmu sinni? Þetta rugl í vitforrtum seðlabankastjóra er ekkert annað en enn ein smjörklýpan. Og þú Sigurður Jónsson viðheldur óheiðarleikanum í samfélagi okkar með svona færslum. Ég vona það að þú finnir það einhvern tíman í hjarta þínu að svara því fyrir sjálfan þig hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé meira virði en landið þitt og þjóðin.

Valsól (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:56

23 identicon

Ég er ekki hissa að fækkað hafi mótmælendum er sammála einum skrifara hér þegar þetta er að breytast í fíflagang þá hættir fólk að mæta. En afhverju mótmælir engin þeim sem fóru með peningana úr landi. það væri t.d. hægt að hætta að versla við ákveðna aðila

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:02

24 identicon

Mikið óskaplega held ég að það sé andlega þrúgandi að ala með sér og öðrum  taumlaust hatur á einstaklingum, sem þó sannarlega hafa gert allt til að vara við og bjarga því sem bjargað verður. Sýnist eins og búið sé að gera DO að einni allsherjar " smjörklípu", til þess að beina athyglinni frá Jóni Ágeiri-Samfylkingunni, forsetanum og banka-glæframönnunum. Ég ráðlegg þessu fólki að lesa grein Kolbrúnar Bergþórsd. í Mogga í dag.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:08

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég ráðlegg þessu fólki að lesa grein Kolbrúnar Bergþórsd. í Mogga í dag.

Ef þessi grein er ekki á netinu er hún ekki lesin..  

Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 12:13

26 identicon

Auðvitað er fólk að átta sig á því að geir hilmar haarda og hans fólk er að gera allt til að koma okkur útúr vanda.

þetta er rangt hjá þér ...  rétt er að segja :Auðvitað er fólk að átta sig á því að geir hilmar harda  og hans fólk er að gera EKKERT JÁ EKKERT  til að koma okkur útúr vanda , jafnvel rétt er að segja geir og compani gerðu allt vitlaust og beitu sér fyrrir að keyra okkur ( serstaklega bankarnir) á hausin ..ég er að hisssa að maður eins og þú ( ef þú ert maður ) að reyna verja svona kriminal .....

BURT MEÐ dabba  , BURT MEÐ geir hilmar. , BURT MEÐ YKKUR SEM ERU AÐ VERJA SVONA KRIMU BANDI...ÞETTA ERU HÆTTULEGIR MENN SEM ERU BARA AÐ HUGSA UM SJÁLFA SÍG ..ÉG ER LÖNGU HÆTTUR AÐ BERA VIRÐING FYRIR ÞÁ ...

BURT MEÐ ÞÍG ..

TIL HELVITIS MEÐ dabba , geir &Co..

Islendingur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:38

27 identicon

Sæll Sigurður og þakka þér þitt góða innlegg-

Það er með ólíkindum hvernig fólk hefur verið að tjá sig að undanförnu og svívirt Geir og hans samstarfsfólk - Reyndar skammast einn og einn úr þessu liði sig svo fyrir málflutning sinn að skrifað er undir dulnefni ( Islendingur) sbr. hér fyrir ofan.    (reyndar efast ég um að þessi aðili sé fæddur og uppalinn hér eftir málvillum og stafsetningarvillum að dæma).

Reyndar tel ég að þessi hópur sem eys svívirðingunum yfir stjórnvöld sé meira og minna hörðustu aðdáendur Geirs H. Haarde.  Þessi hópur heldur því fram að hann hafi sett heimskreppuna af stað.  Mikill er máttur þinn félagi Geir.

 Er ekki einhver til í að rifja upp ástandið þegar vogunarsjóðirnir gerðu atlögu að krónunni?  

 Haugahugsun margra þeirra sem hafa svarað þér hér fyrir ofan er lágkúra sem þessir aðilar þurfa að lifa með - þetta fólk er bara svona - Skynsemi þín - ágæti Sigurður - og heilbrigð hugsun er hinsvegar þér til sóma. 

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:38

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég gæti ælt.. Óli ertu að leita að fyrirgreiðslu hjá hreppnum ?

Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 13:44

29 identicon

Komið þið sæl; á ný, Sigurður hreppsstjóri, sem aðrir þátttakendur !

Prýðis; niðurlag, hjá Íslendingi, hér að ofan, líka sem margra annarra.

Á hvaða villigötum er; Ólafur I Hrólfsson, gott fólk ?

''Skynsemi'' þín, í málflutningi hér er, akkúrat engin, Sigurður minn.

Ég nefndi Sýslumann Árnessýslu, hér að ofan (no. 4). Væri einhver döngun; í honum, sem kollegum hans, annarsstaðar á landinu, leggðu þeir meira upp úr, að góma milljarða króna þjófana, fremur en að elta uppi smáþjófa þá, hverjir hnupla úr sjoppum og viðlíka stöðum öðrum, fyrir kannski;; 3 - 400 kr. í smápeningum talið, þótt óverjandi sé einnig, að sjálfsögðu.

Ólafi Hrólfssyni; líka sem öðrum þátttakendum þessarrar umræðu til upplýsingar, skal áréttað, hversu glæpaverk Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafa valdið óbætanlegu tjóni, í mannlífi landsmanna, sem og atvinnulífi, svo hvergi sé undan dregið, né í þagnargildi liggi.

Nefni til sögunnar lönd; hvar siðferði stjórnmálamanna er, á hærri skör, en hér heima á Fróni, svo sem Laos, í Asíu - Ghana, í Afríku og Ekvador, í Suður- Ameríku. Í öllum þessum löndum, er siðmenning stjórnmála skýrari, en villimennska sú, hver hér ræður ríkjum, svo snápum og verjendum Sjálfstæðisflokks forystunnar skiljist !

Allt annað mál; hvort þeir hinir sömu viðurkenni illvirki félaga sinna, gott fólk.

Það verður; að koma í ljós.

Með sæmilegum kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:09

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður

þegar þessi mótmælafundur stóð sem myndin er tekin sem þú setur hér inn hér ofar og hefur hring um Ingibjörgu Sólrúnu, þá stóð yfir þingfundur þegar mótmælin stóðu yfir. Ég var þarna sem ljósmyndari og myndin mín þar sem Steingrímur J, Ingibjörg Sólrún og Rannveig Guðmunds kíkja útum gluggan er tekin í sama skipti. - Eins og oft gerist þegar svona stendur á komu síðan flestir ef ekki allir stjórnarandstöðuþingmennirnir út úr þinghúsinu til mótmælendanna og ISG var aðeins einn þeirra.

Skimað eftir fylginu

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 14:37

31 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lagskipt samélag

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 14:45

32 identicon

Hættu að blogga oní drykkjuna Sigurður.

Það er engan vegin að gera sig en útskýrir þó rökleysuna sem frá þér kemur.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:28

33 identicon

Komið þið sæll; enn sem fyrr !

Eggert Vébjörnsson ! Þótt svo ég sé sjálfur stúkumaður (en stórreykingamaður, eigi að síður); vil ég ekki ætla Sigurði það, að skrifa sínar meiningar, undir áfengisáhrifum, fjarri því.

Þessar ásakanir þínar; Eggert minn, slá aðeins vopnin, úr þínum höndum, og skemmir fyrir okkur öllum, sem viljum spillingardíki frjálshyggjuflokkanna, Sjálfstæðisflokks - Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, komið fyrir endanlegt kattarnef.

Biddu Sigurð hreppsstjóra afsökunar, á þessu frumhlaupi þínu, Eggert minn.

Þá getur umræðan haldið þeim dampi, sem hún hefir verið í, með ágætum.

Með ágætum kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:46

34 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hélt að það væri ekki hægt að toppa vitleysuna í Sigurði, en þá kom Ólafur og gerði betur. Hann sagði meðal annars: "Er ekki einhver til í að rifja upp ástandið þegar vogunarsjóðirnir gerðu atlögu að krónunni?"

Vogunarsjóðirnir hefðu ekki haft þessi áhrif ef kerfið (þökk sé xD og xB) hefði ekki verið svona illa hannað og eftirlitið (þökk sé xD og xS) ekki til staðar. Bankaræningjarnir eru sekir um að hafa farið allt og geyst og spilað póker með peninga þjóðarinnar. Þjóðin er sek um að hafa tekið þátt í fylleríinu, en það er ekki hægt að kenna henni um hrunið. Stjórnvöld eru sek um að hafa leyft hruninu að gerast.

Það er kreppa að skella á um allan heim, en hún fer verst með þá sem sváfu í góðærinu.

Villi Asgeirsson, 7.12.2008 kl. 16:10

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í byrjun ársins neytaði USA Íslandi um fyrirgreiðslu svipaða og USA veitti hinum norðurlöndunum.  Ástæður þess Íslenskabankakerfið erlendis of skuldsett og lánsþörf of mikill. Með öðrum orðum bankakerfi sem stefnir í þrot fær ekki lánað. Það er til skammar ef viðskipta-, fjármála-, og utanríkis-ráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir því að bankarnir sér í lagi Glitnir var tæknilega gjaldþrota mörgum mánuðum fyrr.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 17:07

36 identicon

Fer að þínum ráðum Óskar Helgi og bið Sigurð hér með opinberlega afsökunar á þessum ummælum mínum.
Vissulega voru þau óviðeigandi og niðurlægjandi og sjálfum mér til minnkunnar.
Svona getur þjóðmálaumræðan farið í mann á þessum síðustu og verstu tímum.

Bestu kveðjur

Eggert

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:27

37 Smámynd: Sigurður Jónsson

Eggert Vébjörnsson. Þakka þér fyrir skrifin. Mér finnst nefnilega allt í lagi að við getum haft sitt hvora skoðunina á málum. Það er hreint og beint ekkert athugavert við það. Allar skoðanir eiga rétt á sér svo fremi að þær séu settar fram á skýran og málefnalegan hátt. Ég hef í gegnum tíðina átt ágæta félaga á vinstri vængnum þótt við værum nú aldeilis ekki alltaf sammál.

Höldum áfram að takast á um málefnin. Á endanum er það vo þjóðin sem kemur til með að kveða upp sinn dóm hvort sem það verður á næsta ári eða árið 2011.

Sigurður Jónsson, 7.12.2008 kl. 20:54

38 identicon

Takk fyrir það Sigurður.

Já ætli það sé ekki best að beita fyrir sig rökum til að tjá skoðanir sínar og það sem maður stendur fyrir og trúir á, í stað þess að vera með upphrópanir og skítkast.

En það sem vakti hvað mest reiði mína í þínu upphafsinnleggi var áhersla þín á aðkomu forseta íslands að þessu öllu saman.
Ég er hreint enginn persónulegur aðdáandi Ólafs Ragnsars en mér þykir hann þó hafa komist alveg ágætlega frá embættisferli sínum sem forseti. Finnst hann mun skárri þar heldur en sem stjórnmálamaður í den.
Hinsvegar hlýtur hver og einn hugsandi maður sem kann að setja hlutina í samhengi að gera sér grein fyrir því að ÓRG er hreint og beint peð í þeirri atburðarrás sem hefur átt sér stað og enginn örlagavaldur. Held að ég geti lofað þér því að það hefði engu breytt um þessa atburðarrás hvort að lögin um fjölmiðlafrumvarpið hefðu gegnið í gegn á sínum tíma eða ekki. Nú ætla ég að vera kurteis og gef þér því það að þú sért skynsamur og rökfastur maður með hjartað á réttum stað. En gefandi mér það þá get ég eftir sem áður einungis lesið út úr þessum skrifum þínum persónulega og hatramma óvild í garð ÓRG.
Er eitthvað hæft í þeirri ályktun minni eða er hún algjörlega úr lausu lofti gripin? Ég spyr.

Þú kemur einnig með ályktanir þess efnis að þar sem fáir hafi mætt þá sé fólk farið að gera sér grein fyrir hvað Geir Haarde sé nú hæfur og vís stjórnandi og bjargi nú þess öllu eins og best verður.
Ertu að grínast þegar þú kemur með svona röksemdafærslu eða er þetta virkilega þín sannfæring svo ég spyrji þig hreint út?
Ég var þarna á mótmælunum og ég ætla að mæta í hvert einasta skipti þangað til að eitthvað breytist til betri vegar í íslensku samfélagi.
Ég er þá ekki að tala um það að VG og Steingrímur komist í stjórn svo þú teljir mig berjast fyrir VG. Svo er ekki.
Ég kaus sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum og var meira segja skráður í flokkinn. Það verður aldrei aftur.
Þar sem þú kemur inná það í þínum prófíl að þú hafir reynslu af pólitík þá ættir þú að hafa fengið smjörþefinn af siðspillingunni og eiginhagsmunapotinu sem á sér stað í íslenskri pólitík í dag og er ég þá ekkert að tala um sjálfstæðisflokkinn eingöngu.
Ég og reyndar mun fleiri erum orðin langþreytt á því að vera með klígjuna stöðugt í hálsinum yfir siðspillingunni, ábyrgðarleysinu og hrokanum sem einkennir íslenska stjórnmálamenn. Og þar er Geir Haarde ofarlega á blaði. Það getur tæpast farið fram hjá þér Sigurður ef þú ert búinn að fylgjast með hans frammistöðu undanfarið. Eða hvað?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:16

39 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ólafur Ragnar forseti er ljóngáfaður maður og flottur ræðumaður. Samt er það nú svo að ég hreyfst ekki af honum sem stjórnmálamanni og hef ekki hrifist af honum sem forseta. Hann hefur að mínum dómi verið alltof mikill pólitíkus í embætti forseta og er alltof umdeild persónu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Eflaust er þetta sama tilfinning hjá mér og margir vinstri menn bera til Davíðs Seðlabankastjóra,þegar þeir segja að hann sé enn á fullu í pólitíkinni í stað þess að sitja á friðarstól í Seðlabankanum.

Sigurður Jónsson, 7.12.2008 kl. 22:38

40 identicon

Í HVAÐA FÍLABEINSTURNI BÝR SIGURÐUR JÓNSSON.?

Númi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:39

41 identicon

tek undir með fólkinu sem er ekki á sömu skoðun og sigurður jónsson..

Tinna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 01:30

42 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skelli alltaf uppúr þegar gamlir sjálfstæðisflokkshundar koma fram og gelta um fjölmiðlalögin. Það er auðvitað Fréttablaðinu og Stöð 2 að kenna hvernig ástandið í dag er! Hvílík vitfirring! Hvílíkt örþrifaráð að skíta út forsetann. Alltaf að benda í allar aðrar áttir og loka augunum fyrir eigin klúðri.

Páll Geir Bjarnason, 8.12.2008 kl. 03:30

43 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Við getum öll verið sammála um að ríkisstjórn Íslands ber enga ábyrgð á kreppunni erlendis, en kreppan hérna heima er öll á hennar ábyrgð, þá sérstaklega á ábyrgð fyrri ríkisstjórna Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.

Nokkrar staðreyndir:

  • Allar lánabólur springa!
  • Verðbólga eyðir störfum og veikir undirstöður efnahagsins!
  • Seðlabanki gerði ekkert til að berjast gegn lánaþenslunni!
  • Seðlabanki heyrir undir forsætisráðherra!
  • Ríkisstjórnin gerði ekkert til að draga úr þenslu, verðbólgu og ójafnvægi.
  • Hætturnar hafa verið ljósar amk. síðan 2003, en alveg sýnilegar síðan 2005!!
  • Ríkisstjórnin ýtti undir þenslu með ónógum afgangi.
  • Ríkisstjórn ýtti undir þenslu með illa tímasettum skattalækkunum og framkvæmdum.

Er öll óreiðan og ruglið sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir bara útlendingum að kenna?

Getum við þá bara hætt að borga af lánunum okkar og sagt að það séu útlendingum að kenna og við sleppum stikk frí?

Þarna hitta Siggi Jóns naglan á höfuðið... nú hættum við að borga og kennum útlendingum um ;)

Lúðvík Júlíusson, 8.12.2008 kl. 11:04

44 identicon

siggi jóns að klóra í bakkann...... kannski kemst eg inn seinna (heldur hann) ef eg reyni að grafa undan málstað almennings. Haltu þessu bara áfram siggi, núna gleymir landinn EKKI hverjir komu þeim í þessa grifju.

villi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:03

45 identicon

Sigurður Jónsson ertu maður eða skrímsli

Æsir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:43

46 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Æsir ! Mér finnst; sem Sigurður eigi, að njóta sannmælis, þótt svo mörg okkar, séum á öndverðum meiði, við hann. Ekki rétt; að ávarpa hann, með þessum hætti, því minni eru líkurnar á, að hann gangi til liðs við okkur, þar sem okkur; byltingarsinnum, veitir ekki af hverjum bandamanni, tækist nú; mögulega, að turna Sigurði hreppsstjóra, frá þessum illa flokki, hver kennir sig við Sjálfstæði, óverðskuldað.

Vona Æsir; að þú áttir þig, á þessarri ábendingu minni.

Með baráttukveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband