Störfuðu í skjóli stjórnmálamanna.

Í siðustu færslu minni fjallaði ég í nokkrum orðum um mótmælafundinn s.l.laugardag og það hrun sem varð á mætingu. Ég velti því upp hvort væri að átta sig og gerði sér nú betur grein fyrir að Geir H.Haarde og hans fólk væru á fullu að reyna að vinna þjóðina útúr vandanum.

S.l. laugardaga hafa forsvarsmenn mótmælanna og helstu kjaftaskar vinstri manna farið mikinn og bent á þann mikla fjölda sem mætti á fundina. það sýndi andstöðu við ríkisstjórnina og hún ætti að fara frá ásamt Davíð seðlabankastjóra.

Ef þeirra eigi rök eru notuð hlýtur að hafa orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni.

Auðvitað eru allir reiðir. En þarf ekki reiðin að snúa að þeim sem eiga hvað mestan þátt í hvernig komið er.

Það er að koma betur og betur í ljós hvernig hinir svokölluðu auðmenn og útrásarvíkingar misnotuðu það frelsi sem þeir höfðu. Staðreyndirnar sem nú eru að koma í ljós um pappírsfyrirtækin og hvernig hægt var að nota fjármagn almennings eru með ólíkindum. Finnst vinstri mönnum og öðrum ekki full ástæða til þess að reiðin snúist gegn þessu ævintýrafólki.

Verður ekki að gera allt til þess að sama fólkið geti ekki keypt upp fyrirtækin á brunaútsölu og geti þannig orðið enn sterkari en fyrir bankahrunið. Það hlýtur að vera aðalatriðið í stöðunni núna.

Hvernig væri fyrir vinstra fólkið að skoða aðeins atburðarrásina síðustu árin. Ef starfsemi sumra fyrirtækja var eitthvað dregin í efa,hverjir risu þá upp. Mátt nokkuð t.d. segja um Baug öðruvísi en Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin risi upp og hrópaði að Davíð og sjálæfstæðisflokkurinn væri að ráðast á Jón góða Ásgeir.Hann væri lagður í einelti.

Það er rétt sem Óli Björn sagði í Silfri Egils fyrr í dag að útrásarmennirnir störfuðu í skjóli stjórnmálamanna. Það var útrúlegt ástarsamband þar á milli. Auðvitað var það þægilegt fyrir ævintýrafólkið að vita að það gat leyft sér ýmislegt. Samfylkingin myndi alltaf verja þau.

Væri ekki hollt fyrir vinstri menn að fara yfir hlut Ólafs Ragnar forseta í að verja útrásarvíkinganna og veldi þeirra. Var það eðlilegt að hann færi með þeim um heim allan.

Væri ekki hollt fyrir vinstri menn að kynna sér yfirlýsingar Össurar iðnaðarráðherra í afstöðunni þegar selja átti orkuna til útlendinga. Össur talaði um að íslenska þjóðin væri að tapa tugum milljarða vegna þess að sex menningarnir í Sjálfstæðisflokknum í Reylkjavík vildu ekki í útrás með skattpeninga borgarinnar.Halda menn nú að gróði Össurar hefði skilað sér mikið.

Þasð sem ég er að benda vinstri mönnum á í mikilli vinsemd er að reiðin út af ástandinu á ekki eingöngu að beinast gegn Geir og Davíð. Samfylkingin á ansi stóran þátt í hvernig komið er vegna dekurs síns á helstu gæjunum í útrásinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The bigot

1. Fólk er líka reitt "útrásarvíkingunum" en þeir voru ekki kosnir og því ekki hægt að krefjast kosninga á nýjum. Reiði getur beinst í fleri en eina átt og útlokar ekki hver aðra. Þess vegna er ríkisstjórninni  mótmælt.

2. Fólk treystir ekki núverandi stjórnvöldum til að rannsaka eigin mál né "útrásarvíkingana" enda á stundum óljós skil á milli þessara aðila. Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.

3. Fólk treystir ekki stjórnvöldum (Sjálfstæðisflokknum) því hann veitti frelsis en stóð svo ekki vörð um leikreglurnar. Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.

4. Fólk trúir því ekki að stjórnvöld séu að koma í veg fyrir að sömu aðilarnir seú að fá "gömlu" eignirnar aftur á brunaútsölu. Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.

5. Af hverju alltaf bara Baugur? Hvað með alla hina? Hvað með Moggaþagganirnar? Shell forstjórann sem svindlaði á stofnunum dómsmálaráðuneytisins á daginn og svaf hjá dómsmálaráðherranum á nóttinni? Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.6. Hvað með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríksisráðherra sem fóru með sömu mönnum og ÓRG til að sannfæra erlenda gagnrýnendur að þrátt fyrir reyk væri enginn bruni í bönkunum. Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.7. REI málið. Var það ekki Villi verktakavinur og Bingi sem voru að selja? Sexmenningarklíkan fann bara blóðbragð fyrir eigið framapot og stökk á vagninn. 8. Davíð og Geir voru í verkstjórn þegar kerfinu var komið upp. Þeir voru enn við kerfisstörf þegar það hrundi. Þeir voru báðir með eldspýtur í vösunum þegar allt fuðrarði upp. Þess vegna er ríkisstjórninni mótmælt.

The bigot, 7.12.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er að hluta til sammála þér Sigurður. Þjóðinni er eitthvað að renna reiðin, en líkt og ég sagði í athugasemd í gær, á ég von á að reiðin komi fyrst reglulega fram þegar atvinnuleysið nær hámarki í febrúar og mars á næsta ári. Hins vegar hefur ríkisstjórnin enn möguleika á að lágmarka skaðann með því að halda óðaverðbólgu í skefjum og hemja þannig verðtrygginguna og einnig með því að laga gengi krónunnar enn frekar til að koma í veg fyrir að myntkörfulánin setji þjóðina á hausinn.

Auðvitað er ríkisstjórnin á fullu að reyna að bregðast við ástandinu, en það er einnig takmarkað hvað ríkisvaldið getur gert í kreppu sem þessari. Ríkisstjórnin getur hugsanlega mildað áfallið og reynt að liðka fyrir framkvæmdum og sett einhverjar ríkisframkvæmdir af stað, en á endanum verður það að vera markaðurinn, sem reysir þjóðina aftur við.

Ég er algjörlega sammála þér að Samfylkingin er ekki jafn saklaus og hún þykist vera og sama má segja um Framsókn. Þetta mun koma betur í ljós þegar rykið sest á næstu vikum og mánuðum. Í tvo mánuði er ég búinn að vera að reyna að lesa á milli línanna - hef ekkert annað fyrir mér en grunsemdir einar - að eina ástæðan fyrir því, að stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirli séu enn á sínum stað sé, að Davíð og Jónas séu bara alls ekki sekir um vanrækslu í starfi. Þvert á móti hafi þeir varað við stórum erfiðleikum í langan tíma, en ekki fengið leyfi til að aðhafast. Ég væri ekki hissa ef það væri rétt, að Davíð Oddsson hefði virkilega sagt við Geir Haarde að 0% líkur væru á að bankarnir hefðu haustið af. Í raun held ég að mun fleiri orð hafi fallið á fundum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum, heldur en við fáum að heyra.

Mér þykir t.d. næsta víst, að Samfylkingarráðherrarnir hafi ekki treyst ráðleggingum erkióvins nr. 1., Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum, eða frjálshyggjumannsins Jónasar Fr. Jónssonar í Fjármálaeftirlitinu. Þeim hafa vafalaust þótt viðvaranir þeirra bera keim eineltis í garð bankanna og auðmanna. Kannski hefur forystumönnum Sjálfstæðisflokksins þótt Davíð vera að reyna að stjórna landinu áfram með afskiptum sínum af þessum málum. Sumir þeirra höfðu beðið lengi eftir að komast að völdum og voru ekki til í að taka við fyrirmælum úr aftursætinu. Sumum hefur þótt og gaman í "veislunni" og voru að græða of mikið á henni til að vilja slíta teitinu á meðan það var í algleymingi? 

Það er því mikilvægt á tímum sem þessum að falla ekki í þá freistni að líta einungis til ríkisvaldsins til lausna á vandamálum, líkt og margir virðast gera núna. Kannski lék frjálshyggjan eitthvað of lausum hala, en lausnin er ekki að binda hana rígfasta, heldur að stytta í tauminum og hugsanlega setja á hann munnkörfu, a.m.k. alveg á næstunni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.12.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sigurður, þú gleymir að minnast á Framsókn.  Þeir sungu heldur betur með í hvatningarkór stjórnmálamannanna. Það má held ég ekki á milli sjá hver söng hæst, Sjálfstæðismenn, framsóknarmenn eða kratar. Vinstri grænir eru þeir einu sem ekki tóku þátt í þessum lofsöng.  Og svo verður þú að byrja á byrjuninni þegar kemur að Orkuveitu og REY málinu. Það var Svandís Svavarsdóttir sem fyrst setti stopp á allt það klúður þó ykkur Sjálfstæðismönnum sé mjög illa við að viðurkenna það.

Þórir Kjartansson, 7.12.2008 kl. 16:47

4 identicon

Komið þið sælir; á þessarri nýjustu afbötunarfærzlu Sigurðar Gnúpverja (og Skeiðamanna) hreppsstjóra !

Guðbjörn ! Hvernig dirfist þú; að álykta, að þjóðinni sé að renna reiðin ?

Fjarri fer því; enda,...... eru fyrirgefningar eiginleikar ekki til, í mínum ranni, að minnsta kosti. Of líkur er ég; frændum mínum Kveldúlfi og hans afkomendum, líka sem Jóni Loptssyni, í Odda, að skapsmunum, til að svo gæti orðið.

Vona; Geirs - Ingibjargar - Jóns Baldvins, auk fjölda annarra þeirra líka, að ekki verði á vegi mínum, enda ekki víst, að ég hefði taumhald á ofsa mínum, hvað þá, ef milljarða þjófarnir yrðu einnig, á vegi mínum, Guðbjörn; ríkis ofverndaði drengur, hver í bómullarhnoðra frjálshyggju ófétanna þrífst, og lætur þér í léttu rúni liggja, þótt vesöldin hafi ei meiri orðið, frá því land byggðist. Ekki sízt; sú andlega smán, hverri upp á landslýðinn er boðið.

Viltu ekki bara; að þorri landsfólksins, sæki til hjálparstofnana, í bráð og lengd, Guðbjörn ?

Svarir þú ekki; að þjóðernislegu veglyndi, skalt þú ódrengur kallast, Guðbjörn Guðbjörnsson.

Og mundu; frjálshyggjan er viðlíka skaðræði, og Nazismi þýzku hrægammanna, undanfara Evrópusambands þess, sem þín flokksforysta reynir nú, að skríða í skjólin hjá, Guðbjörn, af þrælslegri auðsveipni sinni.

Er hægt; að bera virðingu, fyrir svona mannleysum, Guðbjörn ?

Með ærið nöprum kveðjum, en kveðjum þó /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:55

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því hvernig komið er fyrir efnahag Íslendinga.  Ábyrgð sem þarf að axla, annars stendur Sjálfstæðisflokkurinn ekki undir þeirri ábyrgð, sem hann gerir útá að hann axli.

Ábyrgð ber að axla með því að segja af sér.  Geir á að gera það, þannig axlar hann ábyrgð.

Við Íslendingar munum spjara okkur ágætlega þó það færi fram almenn hreinsun innan ríkisstjórnar og innan Sjálfstæðisflokksins.

Vandamálið er að hagsmunir ykkar fara ekki saman við hagsmuni þjóðarinnar.

Þessvegna axlar Geir ekki ábyrgð.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband