Hver verður viðskiptamaður ársins 2008? Skrípaleikur Sterling hlýtur að hljóta hnossið.

Sá ágæti snónvarpsmaður Egill Helgason veltir fyrir sér hver hljóti titilinn viðskiptamaður ársins 2008.Árið 2005 var Björgúlfur Thor valinn,árið 2006 Hannes Smárason og árið 2007 Jón góði Ásgeir.

Það væri mjög tilhlýðilegt að veita öllum sem komu að kaupum og sölu á Sterling flugfélaginu þessi verðlaun.Það er alveg stórkostlegt að heyra skýringarnar á því hvernig útrásar"snillingarnir" gátu búið til verðmæti úr pappírum og fengið svo lán frá sínum eigin bömkum og spilað þetta fram og aftur. Ótal nöfn á nýjum félögum voru sífellt búin til. Það sem er merkilegt er að engum virðist hafa fundist neitt athugavert við þetta. Engar athugasemdir frá Fjármálaeeftirliti eða einum eða neinum.

Allur hópurinn sem kom að byggingu spilaborgar Sterling hlýtur að fá verðlaun fyrir viðskiptasnilld. Náist ekki samstaða um það hljóta þeir þó allavega að fá skammarverðlaunin.

Annars er hægt að taka undir áhyggjur margra um að stór hætta sé á því að hinir svokölluðu auðmenn finni nú peninga (eins og Jón góði fann 1,5 milljarð) og kaupi upp fyrirtækin og kannski bankana aftur á brunaúsölu. Við verðum þá fljótlega komin í sömu stöðu aftur.

Það hlýtur að vera mikið atriði hjá stjórnvöldum að binda svo um hnútana að það gerist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Pálmi Haraldsson gúrkukarl, engin spurning.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þetta er góð færsla hjá þér.  Jú það er nefninlega málið, þessa pappírs kaupmenn verður að stöðva.  Ekki verðlauna þá fyrir svona vitleysur.

Kolbrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: haraldurhar

   Stjórnendur Seðlabankans, auk ríkistjórn Íslands fá mína tilnefningu fyrir óstjórn sína á peningamálastefnu landsins.  Verbólgumarkmið og okurvextir eru stikkorðin.

haraldurhar, 8.12.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Hagbarður

Ég myndi setja nafn mitt við Birnu Einarsdóttur. Hún er ein af fáum sem hafa hagnast á því að gæta ekki að því sem hún taldi sig hafa keypt. Hver er svo að segja að fé án hirðis sé alltaf svo slæmt?

Hagbarður, 8.12.2008 kl. 20:32

5 identicon

Skv. Birnu var hún í góðri trú um að hafa keypt.  Var hún þá ekki í góðri trú um að hafa skuldað líka?  Á hún þá ekki að borga fyrir þetta?  Reyndar keypti hún þetta í nafni einkahlutafélags sem skuldar gamla Glitni þetta.  Væntanlega hefur hún samt verið í persónulegri ábrygð.  - Var kanski búið að falla frá þeim.  Birna borgaðu eða farðu!

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband