Flott að fá 190 milljónir lánaðar og telja að maður hafi keypt hlutabréf en aldrei greitt neitt af láninu.Allt í þessu fína segir FME. Er þetta byrjunin á syndakvittun til margra.

Ótrúlegt að núverandi bankastjóri hafi staði í þeirri trú að hún hafi keypt hlut í bankanum uppá 190 milljónir króna,með upphæð sem hún fékk að láni. Furðulegt að hún skuli aldrei hafa fengið greiðsluseðla til að greiða af láninu. Það hefur nefnilega komið fram að hún stóð í þeirri trú að hún ætti í bankanum.

Var Glitnir hættur að senda rukkanir vegna lána? Það finnst mér nú ótrúlegt,svo heppnir hafa aðrir viðskiptavinir en Birna ekki verið.

Enn furðulegra er að Fjármálaeftirlitið skuli komast að því að ekkert er athugavert við þetta.

Auðvitað læðist að manni sú hugsun. Er þetta ekki bara byrjunin. Skiptir nokkru þó skipaðar verði rannsóknarnefndir. Jú, við verðum að trúa því að fagmannlega verði staðið að verki og almenningur verði sannfærður um að allt verði dregið uppá borðið.

Byrjunin lofar samt ekki góðu.


mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nei, byrjunin lofar ekki góðu!

Hefur rannsóknarnefndin hafið störf?

Getum við tveir og öll þúsund þeirra sjálfstæðismann, sem starfandi eru fyrir flokkinn um land allt varið þetta öllu lengur?

Hvar er lögreglan í öllu þessu máli?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.12.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er hræðileg byrjun á nýrri bankastarfsemi í landinu.

Að hefja starfsemi nýju ríkisbankanna með þessum hætti varpar skugga ótrúverðugleika yfir starfsemi þeirra og á yfirstjórn banka- og fjármála í landinu.

Næg var tortryggnin fyrir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 21:57

3 identicon

Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn í stuði,spilling er hans ær og kýr.Þínir menn Sigurður.

Númi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: The bigot

Hér erum við sammála Sigurður um að eitthvað sé gruggugt. En væri ekki líka rétt að forstjóri FME tæki pokann sinn? Nógu rúinn trausti var hann fyrir en nú standa skærin í skinninu.

Þar sem ég er byrjaður, þá ætti Davíð að fara með enda jafn mikið traust á honum og blindum flugmanni í sjónflugi.

P.S. Hvað var gert við þá Birnu sem slæddist á Íslands strendur?

The bigot, 9.12.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Auðvitað átti þessi kona aldrei að koma til greina sem einn af lykilmönnum í banka í eigu ríkisins, ég hefði viljað þessa konu slegna út af borðinu og ég tel að vinna eigi í því að hún fari út - hvað sem því líður þá er þetta mjög döpur byrjun, einhvernveginn tel ég líka að FME sé rúinn trausti og sé ónýtt fyrirbæri sem má leggja niður

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 08:30

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tveir mánuðir af ábyrgðarleysi

Bloggari sem nefnir sig AK-72 tók saman eftirfarandi lista. Því miður er þetta raunveruleikinn sem blasir við manni.

--- --- ---

Þegar ég sá ábendingu á Eyjunni um það, að sama endurskoðendafyrirtæki,
KPMG og sá um að kvitta upp á reikninga Glitnis, FL Group o.fl. fyrirtækja
sem stóðu í braski, skuli vera fengið til að rannsaka þau og sjálft sig í
raun, þá féllust mér hendur og vonleysið greip mig. Mér fannst eins og það
væri verið að senda okkur puttann enn eina ferðina og láta hina grunuðu
meðhöndla sönnunargögnin.

Í framhaldi af því fór hugurinn að líta yfir síðustu tvo mánuði og allt
það sem hefur komið fram úr rotnum innviðum samfélagsins sem er að hruni
komið, og hvað það er æpandi að hinir seku og grunuðu sitja sem fastast á
meðan almenningi er ætlað að þjást fyrir þá. Engin ábyrgð né nokkuð gert
til að stöðva óheiðarleikann eða byggja upp traust, og varð það eiginlega
til þess að ég ákvað að taka saman lista yfir sem mest af þessu og vonandi
bætir fólk við.

Endurskoðendur sem sáu um að fara yfir ársreikninga og annað hjá
bönkunum, eru nú að rannsaka það sem þeir klúðruðu í upphafi. Engin ábyrgð
af þeirra hálfu og liggja undir grun um óeðlileg vinnubrögð en samt
fengnir í það, að rannsaka viðskiptavini sína sem þeir samþykktu. Hafa
ekki verið rannsakaðir enn.

Bankamenn sem bera ábyrgð á IceSave, peningamarkaðsjóðum, vafasömum
viðskiptaháttum og blekkingum ýmiskonar, sitja enn. Engin rannsókn hefur
farið fram á gjörðum þeirra, heldur hafa þeir haft tvo mánuði til
gagnaeyðingar.

Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað
óeðlilegt hafi verð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum
skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.

Starfsmenn Kaupþings sem stofnuðu ehf. til að færa skuldir vegna
hlutabréfakaupa inn í og skella í gjaldþrot með aðstoð bankans, sitja enn.
Ekkert gert til að taka á þessu.

Stjórn Kaupþings ákvað að fella niður skuldir “ómissandi” starfsmanna,
en segjast ekki ætla að gera það eftir fjölmiðlaumfjöllun. Enginn þarf að
víkja né sýnt fram á að slíkt verði hvorteð er ekki gert. Orð frá
bankamönnum er hreinlega ekki traustsins verð í dag.

Formaður VR sem sat í stjórn Kaupþings og vann gegn hagsmunum umbjóðenda
sinna, situr enn sem fastast í stéttarfélaginu og Lífeyrissjóðnum sem
notaður var til að fjárfesta fyrir auðmennina. Enga ábyrgð hefur hann sýnt
heldur stendur í því að múta trúnaðarmönnum með jólahlaðborðum.

Nýi bankastjóri Glitnis reynist hafa óhreint mjöl í

Sigurður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 08:38

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í hvert skipti sem ríkisendurskoðun hvítskrúbbaði tiltekið verkefni, var það gert vegna þess að spillingin blasti við hverjum manni og því var stofnunin fengin til að gefa út vottorð.  Þannig verður þetta núna.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 08:42

8 identicon

Ég hef nú ekki verið að tjá mig á þessum málum til þessa en nú get ég ekki meir. Sitjandi stjórnvöld virðast með öllu ófær að taka til enda læðist að manni sá grunur að ef það yrði gert þá væri skíturinn svo mikill að engu tali tæki og allir þessu háu herrar sem sitja sem fastast sætu í þeim skít upp að eyrum! Ég get heldur ekki sagt annað en að þetta er einungis fyrsti hvítþvotturinn af mörgum sem við eigum eftir sjá á næstunni og boðuð hvítbók ríkisstjórnarinar verði öll á sömu leið og þegar upp er staðið þá bæri enginn ábyrgð og hvítflibbarnir, útrásarvíkingarnir eða hvað á að kalla þessa einstaklinga koma bara til með hagnast meira og meira og við hin fáum að borga og lesa svo um hvað þetta lið er æðislegt í Séð og heyrt...

Ég er félagsmaður í VR og ég get ekki séð afhverju siðblindur formaður þar ætti að víkja þegar pólitíkusarnir virðast skilja orðið "Ábyrgð" þannig að það eigi bara við ef við þeim blasi fangelsisvist. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að verja sínu æðislegu efnahagsstefnu og stöðugleika eins Davíð og Geir hafa stært sig af undanfarin ár því að ef einhverjir ættu að vera búnir að segja af sér væru það þeir tveir, því ég get ekki séð hverjir væru betur til þess fallnir að bera siðferðislega (pólitska) ábyrgð á þessu klúðri. Og svo voga þessir menn að kalla þá sem gagnrýna þá skríl bara vegna þess að þetta fólk vill ekki sitja og standa eins og þeir vilja ásamt því að reyna láta heyra í sér en ekki bara sitja út í horni og  benda kurteislega á sitjandi valdhafa til að trufla þá ekki við að einkavinavæða brunarústirnir. Öllum finnst sjálfsagt að fólk mótmæli (enda á þessi skríll rétt á því) en það á bara að gerast þannig að helst engin taki eftir því því þannig vilja sitjandi valdhafar hafa það. 6- 8.000 manns mótmælti á Austurvelli fyrir tveimur vikum en ríkisstjórninni finnst ekkert mark taka á þessum "litla" hóp enda tali hann ekki fyrir meirihluta þjóðarinar. Bandríkjamenn eru ca. 1.000 sinnum fleiri en við en ég er nokkuð viss um að ef 6-8 miljónir Bandaríkjamanna mótmæltu í Washington þá væri tekið mark á því og komið til móts við kröfur þess fólks.

Að lokum vill ég óska Geir Haarde til hamingju með titilnn "Forsetisráðherra eina banana lýðveldisins í Evrópu". Hann hlýtur að vera óskaplega stoltur af þessu öllu saman.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:37

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við sitjum uppi með gjörspillingu.

Ef venjulegur fjárfestir hefði greitt með sparnaði sínum fyrir þessi hlutabréf, hefði hann borið allan skaðann af vegna bankahrunsins. Hvers vegna eiga aðrar reglur að gilda yfir þá braskara sem leggja hlutabréf að veði til að fá lán til þess að kaupa hlutabréf í öðrum fyrirtækjum?

Á þessu þarf að taka og eiginlega ætti að banna lánveitingar í svo huglægum verðmætum sem hlutabréf eru. Þau eru kannski verðmikil í dag en verðlaus á morgun.

Þessi viðskipti braskaranna með verðbréfin hafa komið okkur í koll. Við sem töldum okkur vera að koma sparnaðinum okkar í gott sparnaðarform, rétt eins og lífeyrissjóðirnir, höfum tapað mestu. Hinir stórtæku sleppa. Eru einhver rök fyrir því? Mér finnst að þessir aðilar beri að standa við gerðir sínar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband