Stundum skiptir núllið miklu máli.Eftir yfirlýsingu Geirs er erfitt fyrir Davíð að sitja áfram.

Stundum va nú sagt að núllið skiti ekki máli. Það er nú ekki rétt eins og dæmið um Davíð og Geir sýnir.Það er alveg grafalvarlegt að Geir forsætisráðherra lýsir því yfir á Alþingi að hann kannist ekki við að Davíð Seðlabankastjóri hafi sagt að 0 % líkur á að bankarnir lifðu af.

Auðvitað væri það verulega alvarlegt mál ef Davíð hefði aðvarað Geir á þann hátt sem hann segir og ekkert hefði verið gert. Auðvitað spyr maður svo,ef Davíð vissi þetta,hvers vegna var ekkert gert.

Ég hef í gegnum tíðina verið mikill aðdáandi Davíðs sem stjórnmálamanns. Ég trúi því samt ekki öðru en Geir H.Haarde sé að segja satt á Alþingi.Davíð hafi ekki látið þessi orð falla.

Ég fæ ekki séð eftir þessa yfirlýsingu Geirs H.Haarde forsætisráðerra og formanns Sjálfstæðisflokksins hvernig Davíð ætlar að sitja áfram sem Selabankastjóri.

Hér er ekki um neitt léttvægt mál að ræða. Hér um mál að ræða sem snertir alla landsmenn meira og minna.

Það eru mér og fleirum mikil vonbrigði að Davíð Oddsson skuli þurfa að enda sinn glæsilega stjórnmálferil á þennan hátt, en því miður verður ekki hjá því komist eftir yfirlýsingu Geirs um að hann hafi aldrei heyrt aðvörun Davíðs um 0% líkurnar.

 


mbl.is Kannast ekki við 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The bigot

Heyr, heyr!

The bigot, 9.12.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sigurður.Tek undir með þér hvað varðar Davíð.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 9.12.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Dunni

Skemmtilega að orði komist í fyrirsögninni.  Og það er svo sannarlega graf alvarlegt þegar jafn augljós trúnaðarbrestur er á milli forsætisráðherra og Seðlabankastjóra. 

Dunni, 9.12.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er löngu tími kominn til að Davíð víki og hér er einnig gamall stóraðdáandi Davíðs á ferðinni!

Hins vegar treysti ég mér ekki til að segja, hver er að ljúga og hver segir satt um eitthvað símtal í sumar! Þetta mál er allt það furðulegasta.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.12.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Dettur ykkur í hug að Geir láti Davíð fara - eða Davíð segi af sér - út af þessu "lítilræði"?

Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 19:52

6 identicon

Þetta var afar varfærnisleg aðferð Geirs við að segja þeim krullaða að halda kjafti.

Spurning hvert er næsta tromp á hendi í Svörtuloftum. 

101 (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Má ekki snúa þessu við að það se jafnvel enn erfiðara fyrir Geir að sitja áfram?

Sigurður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 23:41

8 identicon

Davíð er spunapólitíkus  og átakamaður ,gat ekki sest í helgan stein í svörtuloftum,hann vill alltaf að vera að skylmast.Gömlu pólítíkusarnir voru komnir í rólegan gír þegar í bankann  var komið s.s Steingrímur,Geir Hallgrímss.Þekktu sín mörk.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held því miður að Geir H H muni ekki setja Davíð af, því ef hann væri því meðmæltur þá væri hann  fyrir löngu búinn að því. Fyrir það fyrsta þá hefði hann ekki látið Davíð komast upp með  að fella Glitni og síðan hafa tilefnin verið eins og perlur á bandi. Ég skil vel að aðdáendum Davíðs skuli þykja sárt að horfa á hann klúðra hverju stórmálinu eftir annað. Eg er samt ekki í þeim aðdáendaklúbbi og verð ekki hér eftir svo mikið er víst.

Ég skora hér með á Sjálfstæðismenn að þrýsta á Geir H H að víkja Davíð frá strax. Nóg er komið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sko Sigurð, farinn að opna augun!

Páll Geir Bjarnason, 10.12.2008 kl. 01:18

11 identicon

Þetta eru fínar hugleiðingar hjá þér.

Kom mjög á óvart að Davíð skildi koma Geir í svona vandræði eftir allt sem Geir hefur þurft að svara fyrir og bakka upp varðandi orð Davíðs.

Meira mikilvægt samt og annað sem þú minnist hér á þessu ágæta bloggi.... að það verði ekkert hangs í að skoða bankana og að sigurður nái ekki að kaupa öll leyndarmálin via lýbíu! Gallinn er að þessi bankamál koma við ansi marga íslendinga og flesta nokkuð áhrifaríka. Það er búið að sópa mörgu undir teppið en það gengur ekki að viðhalda stefnu sem er bara fólgin í því að deyfa allt og láta fólk gleyma.

Geir... þú ert ágætur... en nú verður þú að losa þig við Davíð... (þó mörgum þyki hann ágætur)... annars er þetta pólítísk gröf ykkar beggja og Steingrímur joð mun ekki láta steypa styttu af ykkur fyrir framan alþingishúsið... Og elsku Geir, ef þú treystir þess ekki til þess þá þarft þú að víkja. Þetta gengur bara ekki mikið lengur.

bestu kveðjur, e

einar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:26

12 identicon

..."mikil vonbrigði að Davíð Oddsson skuli þurfa að enda sinn glæsilega stjórnmálferil á þennan hátt"

Og ég sem hélt að Davíð væri seðlabankastjóri og þar af leiðandi hættur í stjórnmálum.  Raunar finnst mér stjórnmálaferill Davíðs frekar hafa einkennst af hroka og valdnýðslu en glæsileika.

Alli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:09

13 identicon

Mikið finnst mér þið öll taka því léttilega að vita að annar hvor mannanna lýgur! Þeir ljúga blákalt framan í alþjóð! Hvað hafa þeir stundað þessar lygar lengi? Og þeir telja sig geta setið áfram. Munið þið eftir því er Davíð sagði að "þeir" hefðu boðið sér 300 milljónir í mútur fyrir nokkrum árum? Eitt af furðumálum sem gufuðu upp. Erum við virkilega orðin svo dofin að við tökum á lygum áhrifamanna okkar sem einhverju smámáli?  Þetta er eitthvað það ljótasta sem menn gera. Ég á ekki orð yfir hve ég fyrirlít þessa menn - annar þeirra er að ljúga - hvor er það?

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:12

14 identicon

Man fólk ekki líka eftir Geir, sem loksins náðist í helgina góðu mánaðamótin sep/okt, þegar hann sagði ekkert sérstakt í gangi. Hann hefði bara hitt Davíð svona á 'catch-up' fundi þar sem hann hefði verið að koma að utan. Helgina þar á eftir sagði hann líka að ekkert sérstakt væri í gangi, hann hitti bankastjórana alla oft um helgar og aðra daga. Ég veit ekki hvor er minna heiðvirður í sambandi við sannleika almennt Davíð eða Geir, en orð þeirra beggja verða aldrei hafin yfir vafa að mínu mati og ber að skoða allar þeirra fullyrðingar í því ljósi.

K (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband