Vísitala hækkar.Verðtryggð lán hækka. Eru engin takmörk?

Mörgum brá þegar tilkynnt var um hækkun tekjuskatts og heimild sveitarfélaga til hækkunar útsvars. Það var þó bara byrjunin,samkvæmt nýjustu aðgerðum ætlar ríkið að hækka alla stona sem það mögulega getur.

Nýbúið er að gefa út að verðbólgan muni nú hjaðna, en sú dýrð stóð ekki lengi. Nú skal reynt að pína útúr almenningi eins og hægt er. Ekki nóg með þessar hækkanir heldur verður hún til þess að verðtryggð lán hækka og enn eykst þá greiðslubyrði fólks.

Ekkert virðist hugað að því að taka nú verðtrygginguna úr sambandi tímabundið til að létta undir.

Niðurskurður á flestum sviðum hins opinbera. Hefði nú ekki verið nær að reyna að auka vinnu á vegum hins opinbera eins og til stóð.

Ríkið verður nú að setja allt á fullt til að auka atvinnu t.d. með öllum ráðum að koma virkjunarframkvæmdum af stað.

Ef ekki sjást einhverjir jákvæðir þættir á næstunni held ég að við þjóðinni blasi hrikalegt ástand. Fólk mun flýja land í stórum stíl og hvernig verður þá staðan fyrir þá sem eftir sitja.


mbl.is Hækkun gjalda áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Ég er sammála þér og tel að ástandið vera afleitt og stefnir í að það verði enn verra. Ég er því miður einn af mörgum sem tel nú þegar fullreynt að fólkið í brúnni ráði ekki lengur við verkefnið sitt. Skattahækkunin og lög sem rústuðu gjaldeyrismarkaðnum eru, að mínu mati, skýr merki um ráðþrota stjórnun.

Við áttum aldrei að hefta flæði gjaldeyris. Krónubréfin vilja út og það verður ógn við alla uppbygging og rústabjörgun að eiga þau óuppgerð. Að mínu mati hefði átt að láta taka mið af uppgreiðslu þeirra, þ.e. ef þrýstingur hefði verið á að þau vildu út hefði krónan fallið. Samhliða hefðu þá átt að taka við ákvæði þar sem vísitalan var tekin úr sambandi tímabundið og lög sett um "opinbert" gengi á erlendar fjárskuldbindingar almennings. Við hefðum þá hugsanlega getað greitt þessi bréf upp á hagstæðara gengi. Þessar 400 til 500 millj. vilja út úr kerfinu og 10% lækkun krónunnar í svona aðgerð hefi getað sparað okkur það sem kostar að reka allt ríkisapparatið, þ.e. sjúkrahús, skóla, lögregluna ofl. Við veljum frekar þá leið að hækka skatta og reynum svo að rembast við að hækka gengi krónunnar þannig að við þurfum örugglega að borga meira fyrir krónubréfin.

Skattahækkunin á að skila ríkissjóði 7 millj. á næsta ári. Skattahækkun við aðstæður þar sem heildareftirspurn er að dragast saman hefur aldrei skilað árangri. Hugsanlega kann hún að hafa þveröfug áhrif, þ.e. að meira dargi úr eftirspurn og tekjufall ríkissjóðs vegna þessarar aðgerðar verði meira en nemur skattahækkuninni.

Ég er alveg hættur að skilja þessa stjórnun og sé ekki fram á annað en að það sé verið að steypa okkur í enn verra ástand.

Hagbarður, 12.12.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Öfugur Keynes! Virkjanir og skattalæklkanir á þennslutímum og sparnaður og skattahækkanir í kreppunni. Þetta fólk er nú ekki í lagi!

Héðinn Björnsson, 12.12.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spyrjum okkur hvernig verður ástandið ef fólkið hefur ekki efni á því að flýja. Heldur einhver að það fari að skeina ofurlaunaliðið? Skattgreiðendur standa undir launum ofurlaunaríkismanna. Gleymum því ekki.

Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fynnst ekki ykkur fyndið að þessi svokallaði hægri flokkur seti þetta frumvarp á.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.12.2008 kl. 17:30

5 identicon

Ég get sagt ; geir hilmar h. er dóni og fifl  og heldur að fólki sé dóni og fifl ,þess vegna trúir geir hilmar því hækkun tekjuskatt , áfengis gjlad,bifreiðagjaald og eldneitisgjald á ekki að að vera verðbolgu hvetjandi..

FUCK YOU geir hilmar...YOU ARE SON OF BITCH....geir YOU ARE BASTER ..YOUR MOTHER WAS RAPED BY PIG ..ÞESS VEGNA geir ER SVONA DÓNI OG FIFL... 

Árni (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir eru átt viltir vestur er til hægri mót Sól þá hún stendur hæðst.

Júlíus Björnsson, 12.12.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband