Blasir hrun við? Hvað eigum við að gera Sjálfstæðismenn?

Ég er einn af þeim sem hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður í bráðum 50 ár.Ýmsum trúnaðarstörfum hef ég gegnt fyrir flokkinn í gegnum tíðina þótt ég sé núna óbreyttur fylgismaður flokksins.Oft hef ég nú verið ósáttur við margt sem flokkurinn hefur aðhafst en aldrei dottið í hug að segja skilið við flokkinn.

Reyndar er sú staða komin upp núna að mér líst verulega illa á hvernig staðið er að málum, hvort sem það stafar nú af slæmum félgasskap við Samfylkinguna eða að sökin sé hjá Sjálfstæðisflokknum sjálfum. Ég tala örugglega fyrir munn margra Sjálfstæðismanna þegar ég segi. Ég efast núna um vinnubrögð míns ágæta flokks.

Ég eins og svo margir Íslendingar hef verið hugsi yfir þeirri stöðu sem okkar ágæta þjóðarbú er komið í. Útlitið er hrikalegt. Auðvitað erum við ekki eina landið sem er í vandræðum,en staðan hjá okkur er verst af mörgum slæmum. Nýjustu útspil stjórnvalda eru alveg fáránleg.

Með sama áframhaldi blasir algjört hrun við Sjálfstæðisflokknum. Fortysta Sjálfstæðisflokksins verður að fá að heyra og lesa óánægju okkar Sjálfstæðismanna.Ég hvet alla sanngjarna Sjálfstæðismenn til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er ekki nema lítið brot af Sjálfstæðismönnum sem hefur rétt til setu á Landsfundinum í lok janúar á næsta ári og alls ekkert líklegt að meirihluti þess hóps endurspegli skoðanir hinna óbreyttu fylgismanna flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að hlusta á grasrótina í flokknum ætli hann sér áfram forystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum.

Ég vil trúa því að hægt sé að breyta Sjálfstæðisflokknum og hans vinnubrögðum til betri vegar. Ég hef nefnilega ekki trú á því að okkur Íslendingum myndi vegna betur ef við fáum ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar á næstunni.

Það verður að koma í veg fyrir það,en eigi það að takast þarf Sjálfstæðisflokkurinn að breyta um vinnubrögð.


mbl.is Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokks hefst formlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þú ert annsi bjartsýnn ef þú telur hægt að breyta eitthvað í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Það er samt kannski ástæða til að reyna það. hefði samt kannski einmitt vera ástæðu núna til að stofna annan hægriflokk sem gæti barist fyrir skoðunum hægrimanna sem ekki vilja styðja spillingaröflin. Gangi þér samt vel og vona að það verði ennþá standandi samfélag þegar þú annað hvort hefur árangur erfiðis þíns eða gengur til liðs við stjórnarandstöðuna.

Héðinn Björnsson, 12.12.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Einar Solheim

Dóra litla:  Plís... farðu vel yfir efni vefs evrópunefndarinnar og ég treysti því að þú verður ekki lengur ESB andstæðingur.  Þessi andstaða við ESB er einfaldlega misskilningur eins og góður maður myndi segja...

Einar Solheim, 12.12.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sjálfstæðismenn eru ekkert verri hægri menn en Samfylkingingin. Hvaða vitleysa er þetta. Þögli meirihlutinn innan flokksins er raunar týndi framsóknarflokkurinn. VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru opinberlega báðir sammála um að ESB sé Hinn Mikli Satan. Við erum ekkert á leið inni ESB.

Svo legg ég til að Geir Haarde hætti í stöðu blaðafulltrúa seðlabankastjóra og láti Hannes Hólmstein alfarið um djobbið.

Gísli Ingvarsson, 12.12.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Jón Sigurðsson

Sæll Sigurður! Ég skynja efasemdir hjá traustustu Sjálfstæðismönnum um frammistöðu flokksins hina síðustu daga. Menn kalla á skýra stefnu og horfið verði frá skimun eftir skoðanakönnunum og hvað sé heppilegast að segja með tilliti til þeirra. Ég tek það skýrt fram að Geir hefur staðið sig vel undir mikilli pressu. Daðrið við ESB fer illa í marga og niðurstaða þarf að fást í það mál sem fyrst. Sjálfstæðisflokkur stendur fyrir sjálfstæði en ef hann kýs að velja þá stefnu að ganga í ESB þá verður að breyta nafninu á flokknum. Við höfum þörf fyrir fólk sem hefur trú á gjaldmiðli okkar sem er ekkert annað en mælikvarði á það hversu verðmæt við erum og þau verðmæti sem þjóðin á í sínum fórum. Evrur, dollarar eða hvaða gjaldmiðill sem er er ekkert annað en minnimáttarkennd  eða réttara sagt kjarkleysi þjóðar í vanda sem leitar ódýrra lausna úr vanda. Verðgildi annarra gjaldmiðla endurspegla samfélög sem byggja á annarri efnahagslegri uppbyggingu. Áfram Ísland!

Jón Sigurðsson, 12.12.2008 kl. 19:24

5 identicon

Verður ekki bara að stofna Íhaldsflokk?,þeir voru  að vísu sparsamir í samfélagsmálin gömlu íhaldsmennirnir en hefðu aldrei leyft svona  glannagang eins og er búin að vera eftir aldamót í fjármálum þjóðarinnar.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: TómasHa

Sæll,

Er þetta ekki jákvætt skref? Það verður varla opnara og lýðræðislegra en þessi ágæta nefnd. Opin heimasíða og hver sem er getur tekið þátt.

TómasHa, 12.12.2008 kl. 21:08

7 identicon

Sæll sigurður man eftir þér frá sveitarstjóra tíðinni þinni á suðurnesjum

Af hverju talar þú um flokkinn ég get ekki séð annað en að ákv aðilar hafi ákv að hefja  stríð við það sem við köllum flokkinn.

þegar við tölum um fjölmiðla tala þeir um ákv hluta en ekki annað

má ekki tala um að Hannes Hólmsteinn situr í bankaráði og ber ábyrgð

og eins Halldór Blöndal formannn bankaráðs seðlabankans hann hlýtur að hafa smá pen á mán og vera farinn ´aeftirlaun að auki

Fyrir mig mig sem almennann x-d mann fyllist ég ógleði og þarna mun fall okkar verða

 Sendi smá google frá Hannesi þar sem hann varar við bankahruni.

 kv óli        

Hannes gagnrýndi óspart Jón Ólafsson athafnamann, á meðan Jón átti og rak Stöð tvö, þar á meðal í fyrirlestri á ensku á norrænni blaðamannaráðstefnu 1999. Árið 2004 höfðaði Jón meiðyrðamál gegn Hannesi úti í Bretlandi vegna þessara ummæla, sem Hannes hafði sett á heimasíðu sína. Að ráði dómsmálaráðuneytisins og lögfræðings Háskólans sinnti Hannes ekki þessu máli. Féll þess vegna í því útivistardómur sumarið 2005 þar sem Hannes var dæmdur til að greiða Jóni 100 þúsund pund (um 12 milljónir ísl. kr.) í bætur og málskostnað. Hannes áfrýjaði þessum dómi til yfirréttar, The Royal High Court of Justice, í Lundúnum, sem úrskurðaði 8. desember 2006, að dómurinn skyldi vera ógildur, þar sem Hannesi hefði ekki verið stefnt eftir íslenskum reglum, eins og skylt hefði verið.

óli guðmundsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:37

8 identicon

Ef sjálfstæðismenn vilja ganga í ESB, þá kýs ég Vinstri græna næst.

ÓBJ (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:52

9 identicon

Ég tek ofan fyrir Ragnheiði Ríkhards hún þorir að tala um hlutina

Sigurdur hvernig á að finna samhljóm með  þjóðinni ,ekki undir

svörtuloftum

Óli G Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Heidi Strand

Hvað eigum við að gera Sjálfstæðismenn? Fara í gott stólpípufrí.

Heidi Strand, 12.12.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tek undir með Jóni Sigurðssyni hér að ofan. Ég er búinn að heyra í satt að segja óhugnanlega mörgum hörðum sjálfstæðismönnum sem segja að þeir séu farnir með það sama ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur stefnu á Evrópusambandsaðild. Þetta sé einfaldlega of stórt mál, algert grundvallarmál. Sjálfstæðisflokkurinn geti ennfremur ekki staðið undir nafni ef hann stefnir á slíka aðild og hvað þá kallað stefnu sína Sjálfstæðisstefnuna. En ég er bjartsýnn á að ekki þurfi að koma til þess að á þetta reyni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 23:15

12 identicon

Kysstu bara á vöndinn.  Það hefur virkað hingað til.

Tobbi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828298

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband