13.12.2008 | 12:44
Ingibjörg Sólrún hótar landsfundarfulltrúum Sjálftsæðisflokksins.
Sálfstæðiflokkurinn er nú að hefja vandaða umræðu um málefni Evrópusambandsins. Þetta á að vera pin umræða,þar sem farið verður yfir kosti og galla varðandi aðild að ESB. Á landsfundi flokksins á svo að ræða málin og komast að niðurstöðu. Þetta er mjög erfitt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn því innan flokksins eru harðir andstæðingar og einnig harðir fylgjendur þess að hefja aðildarviðræður.
Ég hef þá trú að Sjálfstæðisflokknum muni takast að ná niðurstöðu í þessu máli sem landsfundarfulltrúar muni sætta sig við.
Það er með ólíkindum að heyra forystumann samstarfsfrlokksins lýsa því yfir að ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki ekki að sækja um aðild að ESB þá sé stjórnarsamstarfið búið og efnt verði til kosninga.
Það stendur reyndar í stjórnarsáttmálunum að á þessu kjörtímabili verði ekki sótt um aðild.
Hvers vegna i óskupunum lætur Ingibjörg ekki Sjálfstæðisflokkinn í friði með að ræða ESB málin og komast að niðurstöðu. Það er slæmt fyrir landsfundarfulltrúa að þurfa að vinna undir hótunum frá Ingibjörgu Sólrúnu. Vonandi láta menn þó það ekki hafa áhrif á sig til að taka ákvörðun eftir að vandlega hefur verið farið yfir kosti og galla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsfundurinn sé marklaus eftir þessa hótun. Þið neyðist til að samþykkja ESB aðild. Mín tilgáta er sú að Samfylkingin sé of ósamstæð til að geta tekið erfiðar ákvarðanir. Hún stendur vel í skoðanakönnunum meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa auk þess að vera klofinn í málinu og hafa fjölmiðlana á móti sér. Með þessu móti vonast hún líka til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn sama hvernig landsfundurinn fer. Þetta er mjög klókt útspil sem kemur á versta tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 17:16
Flestir Samfylkingamenn eru mjög ósáttir ISG fyrir hafa ekki nú þegar snúið baki við Sjálfstæðisflokknum og sett honum stólinn fyrir dyrnar á miklu fleiri sviðum.
- Ef Steingrímur J hefði, áður en Geir boðaði aukafloksþing um ESB, gefið út ávæning um opnun til ESB-aðildarviðræðna í stað þess að hafna þeim algerlega, væri nú við völd ný stjórn án Sjálfstæðisflokks.
- ISG gaf Sjálfstæðisflokki allt sem hún á hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og jafnvel meira en það, með því að lofa áfram stjórnasamstarfi við Sjálfstæðisflokk fram yfir ESB-umfjöllun flokksins, - og það er alls ekki útséð að það verði ekki henni og Samfylkingunni of dýrkeypt, - en án ESB stuðnings Geirs hefði það veri með öllu útilokað.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 17:46
Sigurður þú segir:
Þetta lýsir vel algerlega óþolandi afstöðu sumra Sjálfstæðisflokksmanna til ESB umræðu allt frá valdatöku Davíðs Oddssonar. Þ.e. þú talar hér eins og ESB, aðild, umræða og fræðsla sé ykkar mál en komi okkur ekki við, - ykkar einkamál sem aðrir megi ekki ræða, en ekki það risamál sem það er og reyndar í mínum augum af öllu sem gerst hefur á Íslandi frá fullveldi 1918(1) kemur það næst landráðum að hafa haldið þjóðinni frá alvöru umfjöllun og umsókn um aðild öll þessi ár.
(1) Töldumst „fullvalda“ 1. des 1918 þó við hefðum áfram útlenskan kóng sem staðfesta þurfti lög Alþingis, og útlenskan hæstarétt í Kaupmannahöfn, og útlenska landhelgisgæslu og öll utanríkismál í höndum Dana.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 18:03
Ekki rekur mig nú minni til þess að Samfylkingin hai verið að leita til mín eða annarra Sjálfstæðismanna um hvað stefnu flokkurinn ætti að hafa gagnvart ESB.
Ég held að hljóti nú að vera mál Sjálfstæðismanna hvaða stefnu flokkurinn mótar í ESB málum.
Ég minni á að það stendur í stjórnarsáttmálanum að EKKI verði sótt um aðild ESB á þessu kjörtímabili.
Sigurður Jónsson, 13.12.2008 kl. 20:32
Nei! Sigurður, það stendur ekkert um það í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um ESB aðild hvaðþá að aðild verði ekki rædd, heldur þvert á móti. Þar stendur þetta hér og ekki einum stafi meira:
Hér er ekki einn einasti stafur sem stendur í vegi aðildarumsóknar eða að um þau mál séu ekki ýtarlega rædd.
En Sigurður orð þín og staðhæfing um hið gagnstæða er enn í sama stílnum um að þið einir ráðið hvort, hvenær og hvernig þjóðin og stjórnarliðar tali um ESB.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.