15.12.2008 | 23:02
DV búið að vera.Það fór lítið fyrir rannsóknarblaðamennskunni hjá Reyni ritstjóra.
Maður sat undrandi og orðlaus eftir að hafa heyrt samtal blaðamanns og Reynis ritstjórta DV í Kastljósinu í kvöld.Reynir hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti rannsóknarblaðamaður landsins. Hann hefur gefið sig út fyrir að vera engum háður. Svo er samtalið við Reyni spilað í kvöld þar sem hann stoppar frétt vegna þess að sterkir aðilar út í bæ hafi farið fram á það.
Þetta er eitthvert besta dæmi sem upp hefur komið hvaða áhrif sterkir aðilar eða eigendur fjölmiðla geta haft á fréttaflutning.
Blaðamaðurinn sagði hreint og beint út að DV hefði ekki fjallað um ákveðna aðila á neikvæðan hátt en öðrum hefði ekki verið hlíft á nokkurn hátt.
Eftir þessa uppákomu held ég að trúverðugleiki DV hafi endanlega farið. Margir hafa eflaust haldið að Reynir ritstjóri væri maður sannleikans og vildi virkilega taka á því sem miður fer í þjóðfélaginu.
Nú sjá allir að það á bara við suma. Það er í lagi að ráðast á og níða niður suma einstaklinga,en þegar ákveðnir aðilar eiga í hlut þá má ekki fjalla um það.
Reyndar er það kaldhæðnislegt að þau vinnubrögð sem DV hefur stundað gagnvart mörgum skuli nú bitna svo illa á ritstjóranaum sjálfum.
Reynir hefur í pistlum sínum heimtað að menn sættu ábyrgð. Það verður fróðlegt að fygjast með viðbrögðum hans eftir að hann skaut sjálfan sig illilega í fótinn.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í kjölfarið af þessu DV máli má maður spyrja sig hvernig er statt fyrir öðrum ritstjórum á Íslandi. Eignaraðild fjölmiðlana að færast upp í hendurnar á einum manni. Er eitthvað til á Íslandi í dag sem má kalla óháðan og frjálsan fjölmiðil. Ég held ekki enda fer ekki mikið fyrir fréttaflutningi af útrásarvíkingunum í dag heldur virðist allt snúast um inngöngu í ESB. Hverjum er það um að kenna, hverjir stjórna miðlunum og með þeim beina fjölmiðlum inn á önnur umfjöllunarefni. Í þessu árfari er auðvelt stjórna mönnum með hótunum um brottrekstur því venjulegir blaðamenn hugsa sennilega um afkomu fjölskyldu sinnar fyrst og fremst en ekki að rannsaka spillinguna.
Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:36
Davíð hafði rétt í þessu fjölmiðlamáli. Það kemur betur og betur í ljós.
Heidi Strand, 15.12.2008 kl. 23:53
Já og sjáiði nú til nánast ALLIR fjölmiðlarnir og nánast ALLIR fréttamiðlarnir eru gengnir ESB trúboðinu á hönd ! ALGERLEGA !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:12
Íslendingar eiga engan trúverðugan fjölmiðla lengur, með þessu fór síðasta vígið.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.12.2008 kl. 14:04
Mér er sama hvað hver segir, ég er á því að Reynir Traustason hafi alveg vitað að strákurinn var að taka hann upp. Einmitt þessvegna lét hann dæluna ganga.
Hann er gamall refur og veit vel hvað hann er að gera.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:31
Gunnar heldur þykir mér það nú langsótt? Enda til hvers? Nei honum er orðið fullljóst að nú hefur molnað undan honum..Deili því að hann er gamall refur en nú hefur honum förlast, kannki vegna elli?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:45
Hallgerður sjáðu til, hvað er Reynir búinn að taka upp mörg símtöl sjálfur, hvaða einkenni bera slík samtöl? hann hefur fattað þetta ég er viss um það.
Hann notar bara tækifærið. Ekkert langsótt.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:59
Þar fór Reynir alveg með það var hann ekki að senda starfsmann á öldrunarheimili einhverju sinni til að fletta ofan af einhverju en svo er hann sjálfur á bólakafi í spillingu.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.