Verður söluandvirði West Ham notað til að bæta tjón til almennings sem tapaði á spilamennsku Landsbankans.

Loksins eftir að liðnir eru rúmir tveir mánuðir frá bankahruninu er mótmælum beint að bönkunum sjálfum. Enn sitja að mestu sömu menn og áður og stjórna bönkunum.Þúsundir einstaklinga lögðu allt traust sitt á Björgólf og Landsbankanum. Margir fögnuðu velgengni hans en gerðu sér ekki grein fyrir að verið var að spila með fjármagn okkar.

Það er eðlilegt að reiðin beinist að fyrrum eigendum bankanna.Nú berast af því fréttir að West Ham sé á sölulista. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hagnaður af þeirri sölu verður notaður til að bæta hinum mörgu sem trúðu á Björgúlf og Landsbankann. Ekki á ég nú von á því.

Það er skelfilegt til þess að hugsa að þjóðin verður skilin eftir með gífurlegar skuldir og fyrirsjáanlega erfiðleika næstu árin. Þúsundir hafa tapað miklu af peningum vegna Landsbankans.Það virðist vera að viðskiptavinir Landsbankans hafi tapað mestu. Auðvitað spyr fólk,hvaðan komu peningarnir til að kaupa West Ham? Eitthvert fóru peningar bankans.

Það er eðlilegt að almenningur eigi erfitt með að skilja og sætta sig við að fyrrum eigendur bankanna geti áfram stundað viðskipti með önnur félög eins og ekkert hafi gerst.

Almenningur sér nú örugglega betur hvernig allt var byggt af örfáuum aðilum. Yfirráðum var náð yfir nánast allri verslun og þjónustu.Fjármagn tryggt með því að eignast banka og spila með fé almennings.Fjölmiðlar keyptir til að tryggja að ekki væri fjallað um þá á neikvæðan hátt,eins og dæmin sanna.Á þennan hátt var hægt að blekkja okkur.

 


mbl.is Ruddust inn í Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála þessari færslu.

Frumábyrgðin er bankanna og stjórnenda þeirra. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað umtalsvert og ábyrgð einnig, en ekkert í samanburði við ábyrgð bankamannanna sjálfra.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jahá - segir nokkuð 

eigum við von á góðu útspili frá Björgólfi Guðmundssyni

Jón Snæbjörnsson, 18.12.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband