Raddir fólksins.Réttlátar kröfur.

Það er virkilega hægt að taka undir þær kröfur að skipta verði út stjórnendum í bönkunum. það gengur ekki að nánast allir toppar í gömlu bönkunum séu áfram við stjórn og hafi öll ráð í sinni hendi.Það er lítilsvirðing við allan almenning. Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að eigendur gömlu bankanna eru búnir að sjá til þess að flestir hafa tapað fjármunum að sjálfsögðiu misjafnlega miklu. Öll þjóðin verður að sætta sig við mun verri lífskjör á næstu árum. Auðvbitað er kreppa úti í heimi en ástandið er sýnu verst hér á landi vegna glæfrarlegra starfshátta bankanna og skort á eftirliti stjórnvalda.

Auðvitað vissu forsvarsmenn bankanna að það gæti aldrei gengið sá mikli vöxtur sem var á bankakerfinu þegar stærð þeirra var orðin margföld þjóðarframleiðsla. Þeir vissu ósköp vel að Seðlabankinn hafði ekki bolmagn til að byggja upp gajaldeyrisvarasjóð af þeirri stærð. Samt var haldið áfram og fjármagn lokkað frá almenningi í útlöndum til að útrásarvíkingarnir gætu leikið sér í flugvélaleik um allan heim bæði með því að kaupa flugfélög og leika sér á einkaþotum.

Spilling þessa fólks er svo mikil að það er eðlilegt að raddir fólksins heimti breytingar. Hvernig má það t.d. vera að hægt sé að réttlæta ráðningu Birnu í Nýja Glitni.

Nú segja sumir að þögul og skynsamleg mótmæli skili engu. Það er ekki rétt.Það sést að það næst árangur. Benda má á að Tryggvi Jónsson hefur hætt störfum hjá

Landsbankanum. Pabbarnir lögðu ekki í að rannsaka mál sona sinna og sögðu sig frá málinu.

Almenningur er að vakna upp við það ,að ekki er nóg að beina spjótum sínum eingöngu að stjórnmálamönnum. Vissulega bera þeir ábyrgð en höpfuðpaurarnir eru þeir sem áttu og stýrðu bönkunum,útrásinni og fjölmiðlunum.

Raddir og reiði almennings þarf að snúast í auknum mæli gegn þessum aðilum.

Raddir fólksins þurfa einnig að krefjast þess að auðmennirnir sem  skilja marga manninn eftir með sárt ennið eftir bankahrunið að þeir verði látnir skila auðæfum sínum til landsins en að það verði ekki notað áfram í brask og lúxus erlendis.Íslenskur almenningur getur ekki liðið það.

Það er lágmarks krafa til stjórnvalda að þannig verði staðið að málum.

Það er nóg til af hæfu fólki til að stýra bönkunum okkar, nú eigum við öll bankanam, það er líka nóg til að hæfu fólki til að stýra eftirlitsstofnunum.

Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir  að það mun ekki ganga eigi að teigja lopann svo lengi að allir gleymi málinu. Það verður ekki svo. Allur almenningur hefur farið svo illa vegna gjörða þessa fólks að það gleymist ekki og mun ekki gleymast.

Ég er einn af þeim sem vil ekki ofbeldisfull mótmæli, en vil að raddir fólksins heyrist. Eftir því sem fleiri láta í sér heyra mun það hafa áhrif. Starf stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna byggist á því að við veljum þá og kjósum.


mbl.is Vilja stjórnendur bankanna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sigurður.Tek undir hvert orð hér að framan.Sem betur fer eru þessir ólátabelgir sem vilja brjóta allt og bramla fáir.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 18.12.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæll Sigurður

Nú get ég ekki annað en verið sammála þér, en gleymum því ekki að við trúðum stjórnmálamönnunum með atkvæðum okkar fyrir því að passa okkur sem þjóð og passa landið okkar, hvorugt gekk eftir. Í skærri birtu og sennilega með rafsuðublindu fálmuðu og fátuðu þau og niðurstaðan er okkur ekki kunn ennþá meðal annars vegna ósanninda og lítilla upplýsinga frá okkar ástkæru ráðamönnum.  Það virðist vera niðurstaðan hjá þeim að sitja á hverju sem dynur með hroka, samningsrofum og ýmsum gjörningum sem venjulega vitiborið fólk gerir ekki, það er nefnilega lengi hægt að semja. Helst er ég að halda að meiningin sé að reyna að þybbast við og láta allt verða óbreytt með sama fólkið í bönkunum, Seðlabankanum fjármálaeftirlitinu ásamt skilanefndunum og afhenda sömu eigendum fyrirtækin sín aftur og einungis að við óbreytt greiðum skuldirnar þeirra.

Gleðileg jól

Magnús Guðjónsson

Magnús Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 18:33

3 identicon

Hjartanlega sammála þér Sigurður minn. Sannur og ómengaður Eyjatónn Gleðileg og friðsöm jól.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband