Fiskurinn skapar gjaldeyristekjur.

Væntanlega gera nú fleiri sér grein fyrir að fiskveiðar og fiskvinnsla er það sem skapar okkur öruggar gjaldeyristekjur. Það var lítið hald í því að flytja út pappír og spilaborgir.Við þurfum að vinna að því að gera sjávarútveginn enn mikilvægari á næstu árum. Hlustum betur á sjómenn landsins hvað varðar ráðleggingar um veiðar. þeir hafa sagt að mun meiri þorskur sé í sjónum heldur en fiskifræðingar halda fram. Hlustum á sjómennina og bætum nú aðeins við kvótann.

Samhliða allri uppstokkun á þjóðfélaginu og hið nýja Ísland verður að huga að grundvallarbreytingum á kvótakerfinu.það þarf að fara ofaní saumana á kerfinu. það er öruggt að í kvótakerfinu hefur verið mikil spilling. Það stendur skýrum stöfum að fiskurinn í sjónum sé sameign okkar allra. Nú er tækifærið að gera það ákvæði í stjórnarskránni raunhaæft.Það á að vera liður í endurreisn landsins. Þjóðin öll á að hagnast á fiskinum en ekki einhver þröngur hópur útgerðaraðals,sem jafnvel er ekki einu sinni að veiða sinn kvóta,heldur selur hann öðrum fyrir himin háar upphæðir.

Það er gífurlegt verkefni sem býður stjórnmálamanna í framtíðinni að byggja upp réttlátara samfélag.

 

 

 


mbl.is Fiskað fyrir 920 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður ertu ekki örugglega sjalli, eða er ég búinn að misskilja það. Sjalli mundi aldrei segja að það væri eitthvað að kvótakerfinu.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jú,ég hef alltaf verið Sjálfstæðismaður og er það enn. Ég hef þó í gegnum tíðina leyft mér að gagnrýna ýmilegt. Sjálfstæðisflokkurinn rúmar mörg sjónarmið. það hafa t.d. oft verið mikil átök um sjávarútvegsstefnuna á landsfundum. Svo er nú gamla kjörorðið. Flokkur allra stétta. Það sjá allir sanngjarnir menn að kvótakerfið er meingallað.

Sigurður Jónsson, 20.12.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Núna líkar mér við þig nafni!

Varst þú einhvertíma í Gaggó Aust á unglingárunum?

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, þú ert klárlega fyrirmyndin af honum Ragnari Reykáz...

En samt dáldið töff af þér að viðurkenna að þú sjáir vitleyzuna.

Steingrímur Helgason, 20.12.2008 kl. 22:43

5 identicon

Flestir íslendingar halda að peningarnir verði til í bönkunum.

Adda (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Siguður Þórðarson. Aldrei í Gaggó Aust aftur á móti í Gaggó Vestmannaeyjar. Þar kynntist maður hvernig verðmæta er aflað.

Sigurður Jónsson, 20.12.2008 kl. 22:58

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var líka lengi á sjó en var aldrei í Eyjum að frátöldum tímanum þegar gosið stóð yfir. Hef komið nokkrum sinnum eftir það en aðallega til að fara á Hásteinsvöll  og ganga upp á Stórhöfða. Mér finnst Eyjarnar vera algjör náttúruperla og það er ógleymanlegt að sigla í góðu veðri á milli eyjanna.

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 00:08

8 identicon

Segðu þig þá úr flokknum!! 

Ég ætla ekki að hæla þér neitt fyrir tækifærismennskuna.  Það eru menn eins og þú sem hafið í meðvirkni og von eftir bitlingum sett Ísland á hausinn.

Verður næsta færslan þín kannski um hvað Davíð hafi gert þjóðinni mikið gott?

Vindhani!!!

marco (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 09:13

9 Smámynd: Diesel

Já, blár kall sem sér eitthvað annað en týrurnar í Davíð

Annars er tími til kominn að afturkalla kvótann til ríkis, það er gullið tækifæri til þess núna, auka svo aflaheimildir, fullvinna fiskinn á skerinu og reyna svo að koma honum í verð.

Endilega lesið svo þessa grein

Diesel, 21.12.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband