29.12.2008 | 15:15
Til hvers erum við að reka stofnun eins og Fjármálaeftirlitið?
Það kemur betur og betur í ljós að Fjármálaeftirlitið hefur gjörsdamlega brugðist varðandi eftirlitsskyldu sína.Fjármálaeftirlitið kostar skattgreiðendur um 1,5 milljarð á ársgrundvelli. Veit nokkur til þess að eftirliti'ð hafi skilað einhverjum árangri?
Fréttin á mbl um eigendahóp Kaupþings og aðila tengda þeim sýnir að ekki virðist hafa verið mikið um eftirlit.Það var ekki Fjármálaeftirlitið sem kom þessari rannsókn í gang,heldur barst nafnlaus ábending.
Raunar þarf ekki að nefna nema eitt dæmi um máttleysi Fjármálaeftirlitsins til að sannfæra alla að embættið hefur gjörsamlega brugðist. Að Birna Glitnisbankastjóri skuli komast upp með það að hafa gleymt að borga 180 milljónir vegna hlutabréfakaupa í bankanum er hreint með ólíkindum. Það liggur fyrir að hún ætlaði að niota atkvæðisrétt sinn,þannig að hún stóð í þeirri trú að hún ætti bréfimn,þótt hín hefði ekkert borgað.
FME vissi af þessu og gerði enga athugasemd. Taldi þetta allt í lagi. Býst svo einhver við að eitthvað verði gert í öðrum málum.
Auðvitað á Björgvin viðskiptaráðherra að taka á þessum málum. Það gengur ekki að FME starfi áfram eins og allt sé í sómanum. Það þarf nýja aðila til að stjórna.
Hvað með hugmyndina um að færa FME undir Seðlabankann.
Sumir halda því fram að fyrrum eigendur bankanna hafi viljað vel og ekki viljandi stuðlað að bankahruninu,heldur hafi verið um gáleysi að ræða.
Þessi frétt mbl sýnir að menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Aðalatriðið var að ná í nógu mikið fjármagn og flytja í öruggt skjól erlendis. Ég hef enga trú á að þeir hafi miklar áhyggjur af því þótt almenningur sitji uppi með að þurfa að greiða þær upphæðir sem þeir geta svo leikið sér fyrir erlendis.
Hver vikan og mánuðurtinn líður án þess að nokkuð raunhæft sé að gerast. Enn stjórna nánast allir sömu aðilum bönkum og eftirlitsstofnum og áður.Einhvern veginn finnst manni eins og það sé stefnan að láta tímann líða.
Gátu ekki tapað á samningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé alveg hárrétt greining hjá þér Sigurður. Ástæðan er sú að yfir þessum stofununum tveimur (FME og Seðlabanka) flokksdindlar engöngu vegna ofurlaunanna. Þeim er algerlega ofviða að gera eitthvað af ótta við að þá kæmi hæfileikaskortur þeirra í ljós. Spilling er dýru verði keypt og greidd með því að skerða lífskjör almennings.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.