Vonandi týnist Jón Magnússon ekki.

Ég var verulega undrandi þegar ég sá þau ummæli sem Jón Magnússon,þingflokksformaður FRjálslyndra viðhafði á Bylgjunni. Mér finnst málflutningur Jóns oft mjög góður, en þessi prédikun til fólks að það eigi ekki að kaupa flugelda núna um áramótin eru með ólíkindum.

Áramótin eru alveg sérstakur tími. það er gaman þegar fjölskyldan sameinast og kveikir á nokkrum blysum og skýtur upp örfáum flugeldum.Eflaust munu margir draga úr kaupum,allavega fær maður minna magn nú fyrir sömu upphæð og í fyrra.Auðvitað fögnum við nýju ári með blysum og flugeldum og óskum þess innilega að árið 2009 verði okkur hagstæðara en margir spá.

Björgunarsveitirnar stóla á sölu flugelda sem sína helstu fjáröflunarleið. Það er hreint ómetanlegt starf sem björgunarsveitir víðs vegar um landið vinna. Ekki vildum við vera án þeirra. Það er frábært að gott  starf þeirra skuli að verulegu leiti byggjast á peningum frá almenningi.Ég er ekk viss um að sveitirnar gætu byggt upp eins blómlegt starf ef eingön gu ætti að stóla á opinber framlög.

Það er mikilvægt að vita að þeim mikla fjölda björgunarsveitamanna sem eru ávallt tilbúnir að fara til leitar hvernig sem viðrar.

Vonandi á Jón Magnússon ekki eftir að týnast,þannig að hann þurfi ekki að stóla á Björgunarsveitirnar,en gott væri nú að vita af þeim ef til þess kæmi.


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst þessi orðræða þín alveg merkileg Sigurður og það er ljóst að þú ert að tala gegn betri vitund. Ég hef aldrei dregið úr mikilvægi bjrögunarsveita síður en svo og það veistu. Ég tek undir með Sigurbjörgu Eiríksdóttur að ríki og sveitarfélög eiga að styðja myndarlega við starfsemi björgunarsveita og mér finnst það ekki gott að blanda saman ólíkum hlutum eins og sölu á flugeldum, fjármálum björgunarsveita  og afstöðu til sparnaðarleiða fyrir neytendur. Þarna ert þú Sigurður að reyna að fiska í gruggugu vatni gegn betri vitund. Það er ljóst vegna þess að ég veit að ekki brestur þig greind til að sjá samhengi hlutanna.

Þetta eru ekki málefnaleg skrif af þinni hálfu og fyrir neðan þína virðingu og það veistu vel.

Ég ætlast til þess af velgefnum mönnum eins og þér með þann bakgrunn sem þú hefur að þú viðhafir málefnalega umræðu en ástundir ekki útúrsnúninga.  

Jón Magnússon, 29.12.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég er svo stórsammála honum Sigurði núna. Jón þú ert kominn út á mjög hálann ís og þú kannt greinilega ekkert að skauta. Þetta eru bensínpeningar sjálfboðaliða sem leggja líf sitt og limi til að bjarga öðrum í óveðri, sjávarháska og náttúruhamförum.

Stór jarðskjálftinn á þessu ári sem hefði nú átt að minna þig sem ábyrgann þingmann á mikilvægi björgunnarsveitanna. 

Mun mikilvægara að ráðleggja fólki að versla flugelda alls ekki af neinum öðrum en björgunnarsveitum.  

Jónas Jónasson, 29.12.2008 kl. 02:18

3 identicon

Vildi nú bara láta vita að framlögin frá hinu opinbera til björgunarsveita í styrkjum eru lítil sem enginn. Þeir peningar sem ríkið leggur til Landsbjargar er flest allur í gegnum einhverja þjónustusamninga, þar sem Landsbjörg þarf að vinna fyrir þeim eins og til dæmis með umferðareftirlitinu á sumrinn og fleiri verkefnum. Þannig að stæðstur hluti rekstrarfés einstakra björgunarsveita koma frá fjáröflunum og er flugeldasalann sú stærsta. Þannig að ef fólk kaupir ekki flugelda eða minkar verulega við sig er ekki spurning hvort, heldur hvort selja eigi einn bíl eða tvo, einn vélsleða eða fleiri, bátana eða bara hreinlega leggja einstaka einingar niður. Munum það líka að innkaupsverð á flugeldum hefur líka hækkað hjá björgunarsveitum þó að það sé ekki að skila sér í miklu mæli inn í veriðið hjá þeim núna.

E.S.

það er til skammar að björgunarsveitir þurfi yfir höfuð að lifa í von og óvon, ár frá ári um það hvort þessar litlu fjáraflanir sem þær standa að og taka mikinn tíma og þrek frá félögum,  borgi sig og hvað þá reksturinn. þannig að ég segi bara að ríkið eigi að sjá sóma sinn í að setja þessar 150 miljónir sem fara átti í varalið lögreglu beint til Landsbjargar.

Að lokum vil ég kvetja landsmenn alla til að Kaupa flugeldaeins og þeir hafa aldrei gert áður (hver raketta,hvert blys og stjörnuljós skiptir máli)

Jón Hákon (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 03:31

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Siguður, svona fyrirsögn er skammarlegt að senda frá sér og ber alls ekki vott um skynsama hugsun heldur einungis geðvonsku gamals manns! Maður skyldi ekki ætla NEINUM manneskjum að týnast 

ÉG myndi ekki óska þér þess frekar en öðru fólki. Þú værir maður að meiri að taka þessi orð þín tilbaka.

Hinsvegar er það fáránleg forsenda fyrir rekstri björgunarsveita að fólk kaupi flugelda. Tryggja þarf þessum hjálparsveitum traustari rekstrargrundvöll en svo.

Notkun flugelda skapar hættu og mörg mjög slæm slys hafa orðið á fólki þar með talið á saklausum börnum sem hafa misst sjón og fengið slæm brunasár við það eitt að kveikja á þessu óyndisdrasli sem þetta dót oft er.

Marta B Helgadóttir, 29.12.2008 kl. 07:53

5 Smámynd: Ingimar Eydal

Spurning hvort ekki væri skynsamlegt að hvetja fólk til að draga úr áfengiskaupum.... þá myndi t.d. líkum á flugeldaslysum fækka all verulega.  Svo ekki sé minnst á líkum á öðrum slysum og óhamingju hundruða barna á Íslandi.  Held að "frjálslyndi" formaðurinn hefði kannski frekar átt að brydda upp á því...??

Ingimar Eydal, 29.12.2008 kl. 09:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki betra að spara í fýrverkinu og leggja björgunarsveitunum lið með öðrum hætti?   Mér skilst að ágóðinn af spilakössum renni til góðra málefna en vonandi fara hvorki ábyrgir þingmenn né sveitastjórnarmenn að leggja til að unglingar hangi í kössum allan daginn. Eða hvað?

Varla fara ábyrgir aðilar að hvetja til drykkjjuskapar þó hagnaður af áfengi renni í fjárvana ríkissjóð?

Um leið og ég þakka samskiptin á árinu sem er að líða kæri nafni minn og bloggvinur hvet ég þig til að taka þátt í myndagetraun á síðunni minni og freista þess að vinna getraunasamkeppnina.

Gleðilegt nýtt ár!

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 09:25

7 Smámynd: Rannveig H

Það eru örugglega allir sammála um að Björgunarsveitirnar eru bráðnauðseinlegar. Mér finnst löngu komin tími til að finna þeim einhver aðra fjáröflun en flugeldasölu. Á þeim tíma sem við 8000 manns þurftu að standa í biðröð eftir að fá jólamat eða  þeim tíma tíma sem fólk er í þúsundum atvinnulaust og að missa allt sitt er hvatt til þess að fólk sprengi peninga sína.

Það er höfðað til samvisku fólks. Ég kaupi ekki flugelda og þá vil é ekki styðja Björgunarsveitir. Þær fullyrðingar að það sé gaman að fjölskyldan sameinist og skjóti upp flugeldum á bara alls ekki við, ég veit um fullt af fólki sem er farið að hafa ama af allri þessari skotgleði.

Fyrirsögin er aflleit og sæmir þér ekki og hefur þaðan af síður nokkuð með ósk og von um gott næsta ár.

Rannveig H, 29.12.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Jón það er kannski rétt að það þurfi að finna björgunarsveitunum aðra fjáröflun en þá væri kannski rétt að þú gerðir það áður en þú lætur svona ummæli falla.  Einnig er rétt að benda á að framlög ríkisins sem fara til sveitanna duga ekki fyrir þeim virðisaukaskatti sem sveitirnar borga.

Einar Þór Strand, 29.12.2008 kl. 11:33

9 Smámynd: Jónas Jónasson

Mér finnst þetta vera mjög góð fyrirsögn með nettu háði og hún hefði átt að vera Jóni Magnússyni fyrirsjáanleg.

Jónas Jónasson, 29.12.2008 kl. 13:02

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Oft á tíðum finnst mér málflutningur og skoðanir sem Jón Magnússon setur fram vera mjög góðar og er sammála hans sjónarmiðum. En í flugeldasölumálinu er ég honum alls ekki sammála. Auðvitað mega menn hafa þá skoðun að það eigi ekki að skjóta upp fugledum og kveikja á blysum,þa'ð sé að fara illa með peninga. Ég er bara alls ekki sammála því sjónarmiði.
ér og mínum finnst gaman að koma saman og kveðja gamla árið og fagna nýju á þennan hátt.Sé ekki eftir peningunum í það og sérílagi þegar maður veit að peningurinn rennur til góðra mála.

Eins og fram hefur komið byggja Björgunarsveitirnar afkomu sína að mestu leyti á þessari fjáröflun. Það liggur ekkert fyrir að eitthvað sé í vændum að koma í staðinn fyrir það.´Það er mín skoðun að það sé af hinu góða að almenningur leggi þessum samtökum til fjármagn á þann sem nú er gert.

Fjöldi félaga safnar oft á tíðum fjármagni meðal almennings og fyrirtækja sem síðan er veitt í stuðning til líknarfélaga og tækjakaupa t.d. á sjúkrahúsum. Það er af hinu góða.

Ég veit að Jón Magnússon er mjög réttsýnn og dulegur þingmaður sem vill vel og hefur yfirleitt ágætis skoðanir á málunum. þess vegna kom mér þessi afstaða hans verulega á óvart.

Sigurður Jónsson, 29.12.2008 kl. 13:05

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurður, sjáðu þá sóma þinn í að laga þessa fáránlegu og ábyrgðarlausu fyrirsögn hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 29.12.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband