Full yfirráð okkar Íslendinga yfir fiskveiðiauðlindinni.Er Samfylkingin reiðubúin að fórna því fyrir aðild að ESB?

Eins og marg oft hefur komið fram er Samfylkingin eini flokkurinn sem hefur lýst sig fylgjandi að ganga í ESB. Auðvitað er það sjónarmið sem á fullkomlega rétt á sér,en það vantar hjá Samfylkingunni að segja okkur hverju hún er tilbúin að fórna til að komast í ESB.

Er Samfylkingin tilbúin að gefa eftir varðandi yfirráð okkar yfir fiskveiðiauðlindinni? Hér er um grundvallaratriði að ræða. Fiskveiðar skipta ekki eins miklu máli fyrir aðildarþjóðir ESB eins og hjá okkur. Erum við reiðubúin að fela ráherranefnd ESB þjóðanna að fara með þessi mál og sjá um að úthluta kvótanum og ákveða hvaða þjóðir megi veiða.

SWvo hlýtur maður að velta því fyrir sér hvers vegna Norðmenn hafa valið að standa utanvið ESB. Ætli ástæðan sé ekki einmitt yfirráðin yfir fiskveiðiauðlindinni.

Á næstunni verður örugglega mikil umræða um það hvort við eigum að kanna í viðræðum við ESB hvað sé í boði. Samhliða því hljóta menn að þurfa að velta fyrir sér hve miklu erum við tilbúin að fórna til að komast í ESB. Samfylkingin hefur þegar ákveðið að við' eigum að ganga í ESB. Samfylkingin verður að upplýsa kjósendur um það hvaða skilyrði hún setur. Einhver hljóta þau að vera eða hvað?


mbl.is Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt athugað hjðá þér Sigurður.

Þetta sýnir best að þetta snýst ekkert um stjórnmál hjá Samfylkingunni, þetta snýst hedur ekki um hagsmuni lands og þjóðar.

Hjá þeim eru þetta nánast heilög trúarbrögð, enda Samfylkingin breytt sér úr eiginlegum stjórnmálaflokki í sértrúarsöfnuð um ESB. 

Þeir munu því styðja ESB aðild með hvaða skilyrðum og með hvaða valdaafsali og auðlyndaafsali sem er.

Samfylkingunni er því alls ekki treystandi fyrir stjórn landsins og ef, ég segi ef einhvern tímann, kemur til aðildarviðræðna við ESB þá er Samfylkingunni alls ekki treystandi til þess að sitja við það samningaborð fyrir hönd Íslands og Íslensku þjóðarinnar.

Ekki frekar en Quislingum í Noregi var alls ekki treystandi til að semja við Þjóðverja, eða þýska Nazista herinn.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin vill ekki setja nein slík skilyrði eða hefur allavega ekki gert það.

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband