Þið eruð ekki þjóðin og fleira óheppilegt.

Einhverja óheppilegustu setningu ársins átti Ingibjörg Sólrún þegar hún sagði við tvö þúsund manna mótmælasamkomu í Háskólabíó: " Þið eruð ekki þjóðin".

Fleiri óheppilegar setningar féllu. Má þar nefna yfirlýsingu Davíðs Seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali. Við borgum ekki skuldir sem óreiðumenn  og bankarnir stofnuðu til erlendis. Það féll í grýttan jarðveg á erlendri grundu.

Þegar Bjarni Harðarson sendi óvart á alla fjölmiðla grein um Valgerði Sverrisdóttur, sem varð til þess að hann sagði af sér sagði hann fyrst: Þetta átti nú að vera grín. Verulega óheppileg setning.

Ræða Reynis Traustasonar ritstjóra DV yfir unga blaðamanninum sem Kastljós birti er með því skrautlegra,sem maður hefur heyrt. Sennilega eitt mesta klúður ársins og að ritstjórinn skuli sitja áfram.

Þorgerður Katrín á blaðamannafundi í Valhöll. Það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan.Ekki mjög heppileg setning í ástandinu.

Margar furðulegar yfirlýsingar Ólafs F.Magnússonar,borgarstjóra.Óþarfi að nefna neina sérstaka,þær voru flestar furðulegar.

Blaðamannafundur Vilhhjálms Þ.Vilhjálmssonar,borgarstjóra, í Valhöll verður líka minnisstæður fyrir meiriháttar klúður.

Það er af mörgu að taka á því merkilega ári 2008. Gaman væri ef þið bættuð við þessa upptalningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Hélt ekki að ég ætti eftir að taka upp hanskann fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ...en er henni hjartanlega sammála um það að þrátt fyrir að 2000 manns , sem hluti af 3000000 manna þjóð sé saman kominn á einum stað og tali hver með sínu nefi, þá er það ekki í umboði þjóðarinnar ! það er allavega ekki í mínu umboði !

Vil taka fram að ég styð ekki Samfylkinguna, er bara nóg boðið.

Stefanía, 31.12.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Heidi Strand

Ummæli ársins sagði Geir 1.apríl að „Botninum sé náð“.
Sennilega hefur það verið falskur botn.

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 08:32

3 identicon

Og setning Geirs um bankahrunið "Þetta gerðist bara".

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég var á sínum tíma sammála Ingibjörgu Sólrúnu (aldrei þessu vant) þegar hún sagði við þessi skoðanasystkini sem fylltu Háskólabíó á (b)orgarafundinum fræga að þau væru ekki þjóðin. Þau voru ekki eini sinni þverskurður af þjóðinni.

Gleðilegt nýár.

Sigurður Hreiðar, 31.12.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband