Mótmælendaskríll til skammar fyrir íslenska þjóð.

Nú hafa öfgafullir mótmælendur ungliða vinstrimanna gengið einum allt of langt.Eins og marg oftað e hefur komið fram hefur fólk rétt til að mótmæla,en þegar mótmæli eru farin að ganga útá skrílslæti og að skemma eigur annarra er allt of langt gengið. Lögreglan verður að taka hart á þessum skemmdarvörgum. Það er frumskilyrði að við virðum leikreglur lýðræðisins og mótmælum á friðsamlegan hátt.

Hvaða tilgangi þjónar það að eyðileggja tækniútbúnað Stöðvar 2,þannig að ekki var hægt að senda út Kryddsíldina með foryngjum stjórnmálaflokkanna. Hefur þjóðin gefið þessum fámenna öfgafulla ungra vinstriliða umboð til að taka völdin með ofbeldi. Nei,sem betur fer hugsar mikill meirihluti þjóðarinnar ekki þannig.

Auðviteg að ríkir reiði meðal almennings vegna ástandsins en það mun ekki bæta neitt að láta þennan öfgahóp vinstrimanna vaða uppi og eyðileggja eigur annarra og koma í veg fyrir útsendingu sjónvarpsstöðvar.

Ástand er nú að skapast í þjóðfélaginu sem er hættulegt. Það er hægt að taka undir með Ingibjörgu Sólrúnu að það væri skelfilegt að fólk væri farið hylja andlit sitt eins og í Arabalöndum. Það er nýtt hér að menn vilji ekki láta sjá í andlit sitt.Hættuleg þróun.

Það er mikilvægt að Steingrúm J.formaður Vinstri grænna fordæmi þessi skrílslæti sem áttu sérg stað í dag við Hótel Borg.

Nú þarf hinn venjulegi borgari einnig að láta í sér heyra og mótmæla skrílslátum. Við viljum afgreiða okkar mál á friðsamlegan hátt.

 


mbl.is Hafa ruðst inn á Hótel Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég var á mótmælunum.... hef aldrei talist vinstrisinnuð og langt síðan nokkur maður hefur kallað mig ungliða, enda orðin allt of gömul til þess

Þarna var fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum og ég er stolt af þeim hluta sem tilheyrir íslensku þjóðinni. 

Fyrir þig og þína líka skammast ég mín aftur á móti

Heiða B. Heiðars, 31.12.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Ágæti Sigurður þótt við séum fúlir ,Þá held ég að þessi mótmælendahópur séu hvorki auðmenn eða skólafólk kannski bændur eða ungt barnafólk, sárir framsóknarmenn .en þau hefðu nú samt getað beðið fram yfir áramót .

Ásgeir Jóhann Bragason, 31.12.2008 kl. 15:30

3 identicon

Hverju var verið að mótmæla? Skil þetta ekki alveg.

Andri Ólafsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:32

4 identicon

Guð minn algmáttugur. Núna er fólk alveg búið að missa vitið. ég hugsa að það sé jafn gáfulegt fyrir mig að skokka til Akureyrar frá Selfossi á gamlárskvöld þegar skaupið er í gangi miðað við hvernig þessi skrípalæti fara fram.

Gestur Einarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:35

5 identicon

Já Sigurður og stjórnvöld eru líka til skammar fyrir íslenska þjóð.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:35

6 identicon

Er hvorki ungliði eða vinstrisinnuð en skrílinn var að hluta til í beinni útsendingu, þá meina ég hluti af rikisstjórninni sem ætti að sjá sóma sinn í því að boða til kosninga STRAX.   Niður með ríkisstjórnina. !!!   Út með bankastjórana !!   Ég er svo innilega sammála mótmælunum í dag.

Svanborg Guðgeirsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:36

7 identicon

þú Við skulum aðeins hugsa um hátiðirnar fyrst Svanborg og fara yfir árið sem liðið er :)

Gestur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:40

8 identicon

Kemur manni ekki á óvart að Heiða hafi verið þarna....

Baldur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:45

9 identicon

Svanborg ertu sammála hvernig mótmælin fóru fram?  Er þetta það sem þið viljið, árásir og ofbeldi.  Ég skil ekki hvernig fólk getur réttlætt svona skrílslæti/ofbeldi eins og Heiða og Svanborg eru að gera.  Það getur vel verið að ríkistjórnin hafi sofið á verðinum, seðlabankinn gert mikil mistök o.s.frv.  En um leið og fólk ef farið að finnast mótmæli eins og fram fóru í dag réttlætanleg og eðlileg, þá er einfaldlega eitthvað að því fólki. 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:58

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég fæ ómögulega skilið hvaða tilgangi það þjónar að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu með því að koma í veg fyrir útesndingu Stöðvar 2. Hvaða tilgangi þjónar það að eyðileggja tækniútbúnað Stöðvar 2 og slasa tæknimenn. Hvað á það skylt við að mótmæla stjórnvöldum? Hér er eingöngu verið að efna til skrílsláta og koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu. Þeir sem unnu skemmdarverkin eiga að greiða fyrir það.

Ég hef skrifað um það og er fylgjandi því að kosið verði í vor. Það er nauðsynelgt að Alþingi leiti eftir nýju umboði eftir þau ósköp sem dunið hafa yfir.Þá fær þjóðin að segja álit sitt á lýðræðislegan hátt.

Sigurður Jónsson, 31.12.2008 kl. 16:23

11 identicon

Hægan Íslendingar, hægan! Reynum að kveðja annus miserabilis á vitrænan hátt. Sjáðu nú til Sigurður minn. Vikum saman höfum við varað valdhafa við. Vikum saman höfum við beðið stjórnvöld - á friðsaman hátt - að sinna ákalli meginþorra þjóðarinnar. Vinsamlegast ekki gleyma því að þessi ríkisstjórnarnefna er rúin trausti landsmanna. Æðstu stjórnendur þessa lands eru berir að landráðum. Þó þeir verji sig með gáleysi eru það engu að síður landráð. Og þessi allsbera ásýnd þjóðníðinga og spillingar neitar að horfast í augu við raunveruleikann. Þeir vita ekki hvað hugtakið pólitísk ábyrgð merkir og enginn þeirra - segi og skrifa enginn - sér ástæðu til að hlusta á þjóðina.

Það sem þú ert að sjá núna Sigurður minn er aðeins reykurinn af réttunum. Stjórnvöld hafa ítrekað verið vöruð við og eigi veldur sá sem varar. Þjóðin lætur ekki siðlausa stjórnmálamenn vaða yfir sig á skitugum skónum - ekki lengur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:35

12 identicon

Það er verst með skemmdir og að fólk skyldi slasast.En það segir mér það minn hugur að þetta atvik við Hótel Borg sé bara forsmekkur af því sem koma mun gagnvart mótmælum á landi hér.Rammspilltur hópur pólítíkusa og meðreiðarsveina þeirra þurfa að fara burt.Ég skil vel þá öldu mótmæla sem eru og eru í aðsigi,svokallaðir ráðamenn þjóðarinnar  skilja ekkert fyrr en þeir eru bornir út af kúguðum lýðnum,ég vil taka þátt í þeim útburði.

Númi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hilmar og Númi.

Hver hefur gefið ykkur umboð til að taka völdin í ykkar hendur með ofbeldi?

Sigurður Jónsson, 31.12.2008 kl. 17:30

14 identicon

Sigurður Jónsson,hverjir fara með völd á Íslandi núna.?Ráðamenn sem fara með völd núna eru ekki þar í trausti fólksins,eða umboði þess,þeir eru allir rúnir trausti.Hverjir stjórna á bak við tjöldin.?Veist þú það.?.?.?.?.? Þá segi ég nú bara  VALDIÐ TIL FÓLKSINS.ER það ekki OFBELDI hjá þessum misvitru ráðamönnum,og leppum þeirra hvernig ástand er orðið hjá þjóðfélagi voru.? Vaknaðu Sigurður.

Númi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:50

15 identicon

Sigurður minn: Hver hefur gefið þér umboð til að halda því fram að ég vilji taka völdin í mínar hendur með ofbeldi? Má kenna anga af flokkspólitískum rétttrúnaði í spurningunni hjá þér? Auðvitað hafa bara hinir innvígðu og innmúruðu rétt til að beita almenning í þessu landi ofbeldi - bæði andlegum og líkamlegum.

Það er grundvallaratriði í öllum siðuðum samskiptum, Sigurður minn, að hlusta á það sem við þig er sagt og /eða til þín er skrifað. Í þrjá mánuði hafa Íslendingar mætt á Austurvelli - þúsundum saman - á hverjum laugardegi til að mótmæla gerræði ríkisstjórnarinnar á friðsamlegan hátt.

Að bestu manna yfirsýn þá er tilefnið ærið. Ríkisstjórnin hefur sannarlega gengið í berhögg við meginþorra landsmanna og kallað yfir okkur og afkomendur okkar drápsklyfjar í formi erlendra lána. Hún hefur m.ö.o. selt landið í hendurnar á erlendu valdi í óþökk þjóðarinnar.

Nú dugar engin pólitísk hálfvelgja lengur Sigurður minn. Gjör rétt - þol ei órétt var kjörorð gamla Sjálfstæðisflokksins sem velkist nú um vegalaus í heiðríkju himinblámans meðan bláa höndin hefur hrifsað fé án hirðar og heilaþvegið það í siðleysi nýfrjálshyggjunnar.

Statt upp og gakk Sigurður minn. Vertu maður með mönnum. Gjör rétt - þol ei órétt!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:50

16 identicon

Góð ádrepa hjá þér Hilmar Hafsteinsson á Sigurð Jónsson. "Gjör rétt þol ei órétt" og ég veit af því að hafa oft lesið blogg Sig Jóns að hann er maður réttlætisins, því skil ég ekki afhverju hann skilur ekki mæta vel afhverju þessi mótmæli eru nú að fara úr böndunum. Þegar ekkert er hlustað og bara hrokast um í valdhroka og yfirlæti. Enn hefur enginn þurft að segja af sér, enn hefur enginn verið settur í varðhald, enn ganga allir þessir andskotar þjóðarinnar lausir. Ja nema nú er búið að handtaka 3 mótmælendur og sennilega vill Sigurður að þeir verði dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir reiði sína og strákapör sem kostuðu nokkra rafmagnskappla í sundur, eða hvað !

Nei Sigurður minn við þurfum ekki mikið að æsa okkur yfir þessu miðað við þann eiturbikar  svika og spillingar sem þjóðin hefur verið neydd til að drekka í boði stjórnvalda !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:29

17 identicon

Sæll Sigurður!

Ég skil ótta þinn við Vinstri-Græna. Steingrímur J. fór af kostum rétt áður útsending rofnaði þegar hann spurði í anda tjáningarfrelis hvort ekki mætti bjóða einum mótmælendanum til sætis og spjalls þar sem forsætisráðherrann var ekki kominn!!!

Orð tónlistarmannsins um að frelsi eins sé helsi annars eru íhugunarverð og líka orð gítarshetjunnar Hendrix þegar hann sagði þegar loks rann af honum:,,It is time to stand up and think folks''.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N: (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 20:53

18 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tja, ofbeldið byrjaði með piparúðanum hjá öryggislöggunni. Sigurður er bara íhaldsmaður, sem getur ekkert að því gert.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:57

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sæll Sigurður!

Ofbeldisseggir eru oftar en ekki stjórnleysingjar er fljótir að finna allar smugur til að fá útrás. Í þjóðfélögum þar sem mikil stéttakúgun tíðkast er mikið hatur og öfgafull uppþot oft tíð. Oft tekst kúgurunum af afvegaleiða lýðinn og beina hatrinu út fyrir til þjóðhöfðingja annarra landa. Mér finnst ein fylking annarri útsmognari hér öðrum fremur hvað varðar tvískinnungshátt og fláræði.

Hef sterkan grun um að sú fylking sé  í grunni samsuða landsölumanna, tækisfærissinna og róttækasta hluta þeirra flokka sem stóðu að henni í upphafi. Það er alls ekki í þágu stjórnarandstöðunnar í ljósi skoðanakanna að eyðileggja friðsöm mótmæli. Þótt það gæti komið öðrum stjórnararminum vel.

Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 21:16

20 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Þú ert nú sjálfur skríll, góði.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.12.2008 kl. 23:27

21 identicon

Við erum búin að fá nóg!!! Við erum búin að fá nóg af spillingu.  Ég mæli ekki með skemmdum á eigum þeirra sem ekkert sem hafa til saka unnið.  Ég mæli ekki með því að skemma og eyðileggja, en það er búið að skemma og eyðileggja ALLT.  Ég trúði því að á Íslandi væri duglegt fólk og heiðarlegt og var stolt af því að vera íslendingur.  Ég vona að ég tapi ekki því stolti, en ég er hrædd um að ég beygi mig fljótlega eftir grjóti til að kasta í þá sem hafa rúið íslendinga og Ísland stolti og heiðri.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:43

22 identicon

Ég útskýri tilganginn hér.

Bendi á nokkrar frásagnir sjónarvotta til frekari glöggvunar:

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/758972/

http://hehau.blog.is/blog/hehau/

http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/759037/

Hvaðan hefur þú annars þær upplýsningar að þeir sem harðast ganga fram í mótmælum séu tengdir VG?  Þú ert greinilega lítið inni í þessum málum en þér að segja eru aðgerðasinnar á Íslandi fæstir flokksbundnir og líklega eru anarkistar í meirihluta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 10:10

23 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður!

Hverju orði sannara hjá þér - nákvæmlega svona er þetta!

Ég veit einnig Sigurður af skrifum þínum, að þú ert nákvæmlega eins reiður valdhöfum og aðrir landsmenn og vilt - líkt og ég -  að útrásarvíkingarnir sæti ábyrgð, eignir þeirra verði haldlagðar, þeir embættismenn, sem ábyrgð bera víki, ríkisstjórn og aðrir stjórnmálamenn axli sína pólitísku ábyrgð, að pólitísk endurnýjun eigi sér stað innan forystu Sjálfstæðisflokksins og í þingflokki hans, að skipt verði út siðspilltu embættismönnum í ráðuneytunum og einnig meðal forstöðumanna stofnana.

Það sem þú hefur á móti - líkt og ég - er að fólk mótmæli á ofbeldisfullan hátt, að lögreglumenn eða saklausir mótmælendur meiðist, að eignir séu eyðilagðar og að reglur um lýðræðið séu ekki virtar.

Báðir viljum við kosningar næsta vor.

Við erum báðir gamlir íhaldsmenn, en að það er langt í frá að við séum sáttir við hvernig landinu hefur verið stjórnað undanfarin 4-5 ár af okkar eigin mönnum!

Þetta þýðir hins vegar ekki að við getum blessað ofbeldi og skemmdarverk eða að við breytumst í vinstri græna stjórnleysingja, heldur höldum við okkar grundvallarlífsskoðun sem hægri menn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2009 kl. 11:52

24 Smámynd: Valur Kristinsson

Sæll Sigurður og gleðilegt nýjár með þökk fyrir öll góðu árin í Garðinum.

Þessi mótmæli sem voru í gær við Hótel Borg, snérust upp í algjör skrílslæti.

Það er ömurlegt þegar fámennir hópar skuli beinlínis eyðileggja friðsöm mótmæli með þessum hætti.

Engin afsökun er að tala um að fólkið sé á öllum aldri og af flestum stigum þjóðfélagsins.

Hvað um þessa aumingja sem ekki þora að sýna sig og hylja andlit sín með til þess gerðum húfum og treflum.

Að eyðileggja og skemma fyrir milljónir króna þjónar engum tilgangi. Það eru ekki mótmæli, það eru skrílslæti.

Valur Kristinsson, 1.1.2009 kl. 12:17

25 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta innlegg hjá Sigurði er orð í tíma töluð.  Þessi framganga mótmælenda var þeim til skammar.    Á Íslandi hefur fólk alla möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri löglega. Þau sem eru að skemma eigur eru einfaldlega að brjóta lög og eiga að vera sóttir til saka fyrir slíkt. 

Gísli Gíslason, 1.1.2009 kl. 12:21

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar erum orðnir einskonar viðundur í alþjóðasamfélaginu. Nú sé ég það á jarmkórnum hér að þetta stafar af allt öðru en ég hélt. Þetta stafar nefnilega ekki af bjánalegri stjórnsýslu; ekki af afneitun ráðherra, fjármálaftirlits og annar þeirra sem fullyrtu að hér væri bara allt í stakasta lagi og að virtir erlendir hagspekingar ættu að læra fræði sín betur, nei. Þetta stafar einfaldlega af þeim bjánagangi íslenskra þegna að leyfa sér að mótmæla þessum mannvitsbrekkum án þess að ávarpa"hæstvirtur" og "háttvirtur." 

Árni Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 13:41

27 identicon

Ég vil búa í landi þar sem lögin ráða og það er til kenning um að lögin geri borgarana frjálsa. Þeir þurfi ekki að lúta geðþótta og kenjum valdhafa.

 

En nú um stundir virðist mér stjórnkerfið virki ekki og  þá brýst þetta ástand fram.

Ég spyr til dæmis: Af hverju er ekki hægt að slíta tiltölulega litlu félagi eins og Samvinnutryggingum með snotra sjóði? Af hverju skerast engi stjórnvöld í það mál?

Í því máli virðast smákóngar ráða öllu án tillits til laga og reglna 

 

Og svona dankast hvert málið á fætur öðru. Það var talað um að Kaupþingsbanki myndi hugsanlega lifa þessa krísu af, því eiginfjárstaða hans væri viðunandi. Svo er útibúið í Luxenburg boðið til sölu á 1 evru og vantar gríðarlegt fé til að geta hafið starfsemi sína aftur.

 

Björgólfur kemur fram í sjónvarpi, með hvítar hendur og segir að efnahagsreikningur Landsbankans hafi verið býsna góður. Svo er bankinn bar búinn að vera.

 

Það ásand sem hér er að skapast er orðið mjög alvarlegt og er afleiðing af rugli og sinnuleysi, yfirhylmingum og sukki og stjórnleysi, og þá breiðist það út með ofbeldi.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:25

28 identicon

Bendi fólki á mitt komment hér http://yry.blog.is/blog/yry/entry/758535

Gleðlegt nýtt ár.

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:43

29 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Mér finnst gæta misskilnings hjá mörgum um eðli mótmæla. Bæði þeim sem finnst mótmælendur eigi að mótmæla í "kyrrþey" svo og hjá þeim sem ganga og langt.

Uppskrift að friðsömum mótmælum

Nýju fötin keisarans Stærsti hluti þjóðarinnar sættir sig ekki við ástandið sem skapast hefur í kjölfar bankahrunsins og flestir verða fyrir búsifjum. Fólkið vill sjá valdhafa axla sína ábyrgð sem auðvitað gerist ekki nema með bæði alþingis- og forsetakosningum. Allt annað er og verður froðusnakk sem ekki mettar þjóðina.

Þaulseta stjórnarherrana eftir að hafa gert í buxurnar er sem olía á ófriðarbál sem á sér varla fordæmi á Íslandi. Stífbónaðar nýársræður slökkva ekki eldana. Þegar þúsundir atvinnuleysingja bætast í þann hóp sem geta ekki séð fjölskyldum sínum farborða, er hætt við að fjölskyldan leysist upp á mörgum bæjum, og hundruð ef ekki þúsundir vonleysingja ráfi götur Reykjavíkur með herta sultaról. Fólk í slíku ástandi getur hæglega orðið auðveld bráð klappstýrum ofbeldismótmæla.

Mótmælendur ögra lögreglu Íslendingar er seinteknir til mótmæla. Íslendingar hafa jafnan úthrópað jafnvel friðsömustu mótmælendur hérlendis sem þorpsfífl og vitleysinga. Ég fékk þann skammt óþveginn eftir að nota óhefðbundnar aðferðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar reynt var að koma mér í 16 ára fangelsi fyrir þær sakir að mótmæla stuðningi Íslands við innrás Bush í Írak.

Naktir mótmælendur En mótmæli byggjast ávallt á óhefðbundnum aðferðum. Þau þurfa að valda einverri truflun til að skila árangri. Hið minnsta sjóntruflun og stinga í stúf við umhverfið. Mótmæli snúast um að ná athygli fjölmiðla nægjanlega oft og lengi til að umfjöllun skapist um málefnið. Fjölmiðlar, sérstaklega ritskoðaðir fjölmiðlar eins og við höfum átt að venjast á Íslandi, hleypa ekki í loftið þeim sem ekki eru eigendum þóknanlegir nema búin sé til frétt dagsins.

Ég notaði jólasveinabúning til myndrænna mótmæla í Héraðsdómi 19.12.2002 þegar koma átti mér í 16 ára fangelsi fyrir andóf gegn stríðsbröltinu í Írak. Ákæran var tekin fyrir í vikunni fyrir jól, ári eftir að utanríkisráðuneytið stöðvaði með lögregluvaldi á Keflavíkurflugvelli flugvél sem komin var í flugtaksstöðu og átti að færa frá Friði 2000 jólagjafir, lyf og matvæli til stríðshrjáðra barna í Írak. Sakirnar á mig voru fjarstæðukenndur tilbúningur, brot á tjáningarfrelsi og réttarfarsreglum. Tilgangur minn með að mæta í búningi jólasveinsins og setja málsgögn sem ég fékk afhent af dómaranum í jólasveinapoka, var að sýna lítisvirðingu þeim stjórnvöldum og dómara sem létu hafa sig í að misnota dómskerfið. Segja á myndrænan hátt að ég tæki hvorki mark á froðuruglinu þeirra fyrir réttinum né fjarstæðukenndri ákærunni. 

Málið gegn mér í Héraðsdómi var aftur tekið fyrir 15.04.2003. Þetta bar nákvæmlega uppá þann dag sem loftárásir hófust á Írak.  Fjögur þúsund manns, óbreyttir borgarar börn og gamalmenni hlutu blóðugan dauðdaga þennan dag í Írak með flugskeytum sem þau fengu send að himnum ofan með stuðningi Íslendinga. Mér ofbauð svo, að á síðustu stundu áður en ég mætti í réttinn, skipti ég í hvíta skyrtu og ataði hana tómatsósu. Þannig mætti ég fyrir dómarann og ákæruvaldið. Þannig sýndi ég þeim mína lítisvirðingu á stuðningi Íslendinga við morðóðan Bush bandaríkjaforseta. Ég yfirgaf síðan réttinn með því að skella á eftir mér hurðinni og sagðist ekki mæta aftur í þann skrípaleik sem þarna færi fram. Ég stóð við þau orð og mætti aldrei aftur í réttarhaldið.

Fjölmiðlasvín Eins og ég hef mátt reyna, í þeim óvenjulega skrípaleik ritskoðaðra fjölmiðla og snobbaðra fréttamanna sem hér hefur viðgengist, getur tekið tíma að fá boðskapinn í gegn. Hann kemst sjaldnast óbrenglaður til skila.

Hinsvegar finnst engin lausn í mótmælum byggðum á ofbeldi. Það er bál sem erfitt yrði að slökkva og Ísland má alls ekki þróast í þá átt. Við getum horft til Ísrael þar sem nútíma hryðjuverk hófust. Þótt ofbeldisfull mótmæli og hryðjuverk hafi þar komið einhverjum til valda á síðustu öld, fékk sú nýja þjóð um leið ofbeldið í vöggugjöf. Hvar sem ofbeldi hefur verið notað í andófi, hefur það leitt til meira ofbeldis. Sama myndi gerast hér. Ef knúinn yrði fram árangur með ofbeldi, mun það leiða af sér enn meira ofbeldi. Ofbeldisaldan gæti varað tugi eða hundruð ára og eitrað öll samskipti okkar og lífsmynstur. Við viljum ekki slíkt þjóðfélag.

Hversvegna mæta mótmælendur ekki með skyrið eða tómatsósubrúsana í mótmælin frekar en með hnífa og múrsteina? Mun áhrifameira fyrir myndavélarnar og slasar engan þótt hann fái gusuna yfir sig. Mesta lagi kostar gott bað og fatahreinsun.

Gandhi og saltið Borgaraleg óhlýðni er önnur útfærsla mótmæla. Það að gera ekki eitthvað sem "kerfið" ætlast til getur verið áhrifaríkt. Einnig að gera eitthvað sem er "bannað" en með friðsömum hætti.

Frægasti mótmælandinn, Gandhi, í saltgöngunni frægu, truflaði bæði umferð og þjóðlíf og hóf að vinna salt í trássi við lög sem bönnuðu almenningi slíkt. Ekki ólíkt kvótamáli Íslendinga.

Hér á Íslandi mætti útfæra þetta með þvi að mótmælendur fengju lánaða báta, eða bara tækju ónotaða báta tímabundnu eignarnámi, og færu að fiska án kvóta. Leyfðu síðan lögreglu að handtaka sig við löndum sem hluta af friðsömum mótmælum

Ástþór Magnússon Wium, 2.1.2009 kl. 13:34

30 identicon

Nú þykir mér sveitastjórinn blása,man ekki betur en Sigurður hafi mótmælt mikið þegar hann missti stöðu sýna í Garðinum,ekki bara stöðuna heldur ýmislegt annað þá mótmælti hann þó ekki með ofbeldi,en illt skal með illu út reka.Kannski er þetta sem þarf,það er ofbeldi.Eigum við ekki að láta Ara Edvald og hans kóna sýna okkur skemmdirnar áður en við förum að verja þetta fyrirtæki.Hver gefur þér leyfi til að gera lítið úr fólki og þá á ég við þá sem mótmæltu á gamlársdag,ekki var nú alltaf ánægjan með þig í Garðinum á sýnum tíma, en ekki man ég eftir því að menn hafi gert lítið úr þér opinberlega, en kannski var full þörf á því, en það er ekki mitt að dæma það,en það man ég að ánægja Garðbúa var mikil.Ég held Sigurður að þú ættir að hætta að verja þessa pólitíkusa,það er kominn tími til að fá aðra til að stjórna hér.

Sigurvin Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:05

31 identicon

Sigurður þú ert nú ljóti hægrihausinn, hvað gengur þér til með að kalla þetta fólk vinstri ungliða.

Mér hreinlega blöskrar þessi þvættingur í þér, þú virðist vera eins og helvítis klíkan sem þú sleikir allar stundir og kennir sig við Valhöll.

Þú gleymir að þú tókst alla meðal íslendinga sem allir skulda og skýrðir þá skríl af því það mótmælir ástandinu!!!

Þú og þínir kaunar eru landi og þjóð hættulegir og við munum fylgjast mér ykkur og þið sleppið ekki.

Ég og allir sem ég þekki eru í miklum vandamálum og engar lausnir eru fyrir neinn sem skuldar og getur ekki fólk varið sig fyrir verðbólguni.

Þetta venjulega fólk mun rísa upp og taka málin í sínar hendur með öllum ráðum og það styttist í það að helvítis flokkurinn þinn verður fláður og ég skal sko sannanlega fylgja því eftir.

Reyndu að venja þig af að merkja fólk einhverju sem þú heldur að sé niðurlægjandi , að kalla fólk vinstri sinnað er vanþroskað af þér og sýnir hvað þú ert þröngsýnn.

Það er sko ekkert flott að vera hægrisinnaður í dag með jafn vanhæfa aula í brúnni og þeir sömu sem þér þykir best að sleikja rassgatið á.

Megi Guð almáttugur verða þér hjálplegur í þinni blindni. Búðingurinn þinn.  

Bergur Svavarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:17

32 identicon

Jæja Sigurður mér sýnist um 95% þeirra sem skrifa á bloggið þitt ekki fordæma þessi mótmæli. Þú ert greinilega einangraður minnihluti. Mér finnst að mótmæli eigi að vera friðsamleg en svona mótmælaalda er stigvaxandi. Ég held að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal ef stjórnvöld láta sér ekki segjast. Lögreglan sagði að þetta væru ólögleg mótmæli, hvað eru lögleg mótmæli; að þegja á Austurvelli og styggja ekki neinn?

Ingvar þórisson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:50

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ástand er nú að skapast í þjóðfélaginu sem er hættulegt. Það er hægt að taka undir með Ingibjörgu Sólrúnu að það væri skelfilegt að fólk væri farið hylja andlit sitt eins og í Arabalöndum. Það er nýtt hér að menn vilji ekki láta sjá í andlit sitt. Hættuleg þróun.

Alla slíka einstaklinga á lögreglan að fjarlæga strax af opinberum vetfangi ef grunur er um að þeir fremji ofbeldi. Til dæmis verða allir umbeðnir af yfirvöldum að sýna skilríki.  Það þarf engin að fela andlit sitt til að sýna samstöðu með 98% þjóðarinnar eða góðum málstað yfirleitt. Þegar Kristur var dæmdur voru menn sendir út meðal fólksinsins, ekki mann ég hvort þeir huldu andlit sín, en aðgerðir þeirra skiluðu, þeim sem höfðu völdin, því sem þau ætluðust til.

Júlíus Björnsson, 3.1.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband