Alltaf vitað að Samfylkingin hlypi í burtu.

Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um ágæti þess að Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Það er nú að koma betur og betur í ljós að Samfylkingin er að boða stjórnarslit.

Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að ESB málið er bara fyrirsláttur. Ekki getur Samfylkingin búist við  því að Vinstri grænir hlaupi með þeim í faðm ESB.Ég hef ekki nokkra trú á því að Steingrímur J. gefi eftir í því máli jafnvel þótt honum stæði til boða stóll forsætisráðherra.

Samfylkingin hefur alla tíð byggt sína stefnu á hvernig vindar blása í skoðanakönnunum. Þeir halda að nú sé lag þar sem flokkurinn kemur vel út í könnunum m þessar mundir.

Reyndar tel ég að fólk fari að hugsa sig um varðandi stuðning við Samfylkinguna þegar það áttar sig á að flokkurinn hefur boðað inngöngu í ESB án nokkurra skilyrða. Ég hef ekki trú á því að meirihluti þjóðarinnar sé sammála slíku ábyrgðarleysi.Fylgið mun þá hrynja af Samfylkingunni.

Eina vitið er að efna til kosninga um það hvort við eigum yfir höfuð að óska eftir aðildarviðræðum. Til viðbótar ættu stjórnarflokkarnir að hreinsa almennilega til og veita upplýsingar. Leggja spilin á borðið og hvernig hægt verður að vinna að lausn til framtíðar og boða til kosninga í vor.

Þannig vil ég allavega að Sjálfstæðisflokkurinn vinni.

 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er enn ein lýsing á þér Sigurður, þú hefðir frekar kosið  kynmök viðFrammsóknarflokkinn og trúlega gefið þeim mesta rimmara sem pólitík heimsinns hefði séð.

Enn líklega endið þið klíkuhausar sjálfstæðisflokksinns eins og þessi úldni framsóknarflokkur í ræsinu.

Annars ertu alltaf að sýna hversu týndur þú ert eins og restin af ógeðinu í flokknum þínum, ég er ekki að hampa samfylkinguni heldur að segja að þú og draslið þitt er dautt.

Það mun koma sterkur jafnaðarmannaflokkur sem taka Ísland og breyta því í það land sem við eigum skilið.

Já gasklefarnir verða settir upp áflfurinn þinn.

bergursvavars (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Sjálfsæðisflokkurinn ætti að sjá sóma sinn í að axla ábyrgð á því kerfishruni sem hefur orðið og yfirgefa stjórnarsetu og boða til nýrra kosninga. Að sjálfsögðu þarf lýðræðislegri öfl, eins og Samfylkinguna, til að þvinga Sjálfstæðismenn út í horn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu núverandi fylgi í kosningum er eitthvað verulega að þeim Íslendingum.

Jónas Rafnar Ingason, 4.1.2009 kl. 16:56

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég á von á því að íhaldið komi sterkt út úr næstu kosningum - Íslendingar eru ekki fífl upp til hópa þótt alltof margir séu það, en það er greinilegt að Steingrímur stefnir á grimma vinstri stjórn og það verður erfitt fyrir Imbu að hunsa það. Andkommúnistar munu þá fá 4 ár til að íhuga gang mála.

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Baldur, ef kjósendur hafa ekki vit á að hafna íhaldinu í næstu kosningum hef ég virkilegar áhyggjur af íslendingum. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin á stefnu síðustu ára sem olli því kerfishruni sem varð í fyrra haust liggur hjá Íhaldinu og síðan hjá framsókn.

Jónas Rafnar Ingason, 4.1.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er sammála þér, Jónas, pólitísk ábyrgð liggur skýlasut hjá íhaldinu, en ég hygg samt að það sé enn þá langbesti kosturinn til að skapa okkur nýja og bjarta framtíð. Hvaða kost álítur þú vænlegri?

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 17:52

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Enn og aftur minni ég á grein í MBL í gær á bls 32 .

Auðvitað á að boða til kosninga sem fyrst en ég er nú á því að breyta eigi kosningalögum og láta fólkið í landinu kjósa menn á listanna .þ.e. fara eftir finnsku leiðinni svokallaðri .Þar sem sameinaðir eru listakosningar og einstaklingskosningar að fólkið raði inn á þann lista sem það kýs og að forsti eða forsætisráðherra verði kosnir beinni kosningu og að ráðherrar verði ekki úr röðum alþingismanna s.s skýrar línur milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.1.2009 kl. 18:08

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið er ég ósammála ykkur. Ég tel að sú stjórn, sem nú er við völd, hafi fyrir hrun bankanna haft alla burði til þess að verða það afl, sem þjóðin þurfti á að halda til að koma okkur upp úr þeirri stöðnun, sem íslenskt þjóðfélag hefur verið í undanfarin 7-8 ár.

Mest af öllu óttast ég afturhvarf til vinstri stjórna og þess "ruglástands", sem einkenndi árin frá 1970 - 1990. Þetta er raunverulegur ótti, sem byggir á "raunverulegri" reynslu Íslendinga af samstarfi vinstri flokkanna.

Sem sjálfstæðismaður tel ég best væri að bíða með kosningar til ársins 2010, en þó væri mögulegt að halda þær haustið 2009. Lítið er hægt að segja um þetta fyrr en eftir Landsfund Sjálfstæðisflokksins eftir 3 vikur.

Sem Íslendingur hef ég fullan skilning á því, að stór hluti þjóðarinnar vilji kosninga sem allra fyrst til að endurnýja umboð þeirra sem sitja á Alþingi. Ég er einnig þeirrar skoðunar að þótt umboð þeirra þingmanna sé lögum samkvæmt ekki útrunnið, þá hafi þjóðin í raun ákveðið að við þær aðstæður, sem við búum við verði að boða til kosninga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.1.2009 kl. 19:49

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú settu þessa grein á netið, Guðmundur, hvaða hangs er þetta? Varla ætlastu til að maður æði út í myrkrið til að kaupa moggann - og hvar ætti svo sem að kaupa hann, þetta er hvergi selt lengur.

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 828324

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband