Hvað er ríkisstjórnin eiginlega að hugsa?

Ég trúi því hreinlega ekki að ríkiaatjórnin ætli ekki að höfða mál gegn breska ríkinu.Eigum við bara si svona að láta Breta setja á okkur hryðjuverkalög og kyngja því,þrátt fyrir allan skaðann sem það veldur íslensku þjóðinni. Ætlum við að láta kúga okkur til hlýðni þrátt fyrir allar yfirlýsingar um annað.

Ég hreinlega trúi ekki að það muni gerast.En svarið fáum við á miðvikudaginn.


mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt frá því að einkabankarnir voru "einkavæddir"  þá hafa þeir haft þó nokkur ár í að þróa og fylgjast með það sem bankarnir  voru að gera .  En svona er farið fyrir okkur sem þýðir nú bara eitt, að ríkisstjórninn hugsar ekki.

jonas (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:52

2 identicon

Átti auðvitað að vera allt frá því að ríkisbankarnir voru einkavæddir.

jonas (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:53

3 identicon

Það verður að kæra, þetta gengur ekki.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 04:39

4 identicon

Þetta er bara eftir öðru hjá þessari stjórn öllu er klúðrað,það hlítur að vera erfitt í ljósi þess hvernig komið er fyrir okkur að viðurkenna það að maður sé Sjálfstæðismaður,hvernig er hægt að verja þetta.Ég segi lifi byltingin.

Sigurvin Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:08

5 identicon

Það er deginum ljósara að það er Landsbanki Íslands sem er á hryðjuverkaskrá en ekki öll þjóðin eins og er alltaf verið að tala um, þjóðin sem voru jú síðan gerð að ábyrg fyrir allri óráðsíunni þegar allt þraut. En hefði Landsbankinn ekki stungið Buieterskýrslunni undir stól sl. sumar, falið skýrsluna sem segir okkur í raun allan sannleikann um hvernig þessi mál voru stödd, þeir földu örlög heillar þjóðar fyrir þjóðinni og ákváðu að láta hana sökkva en bjarga sjálfum sér frekar. G. Brown las skýrsluna í  júlí, varaði D.Oddson við en Seðlabankinn gerði ekki neitt. Ef þeir fara í mál við breta mun sannleikurinn um þetta "landráð"  koma upp á yfirborðið og það vilja þessir menn ekki. Hvet alla til að mæta á næsta Borgarafund, Buieterskýrslan verður tekin þar fyrir og mjög málefnaleg umræða er að fara í loftið.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:27

6 identicon

Sammála þér Sigurlaug það þurfa allir að mæta það er ekki hægt að láta þessa menn komast upp með svona landrað þeir vissu af þessu Davíð ,Geir og Björgvin en það er alltaf eins skítalykt í kringum þessa menn.

Sigurvin Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:36

7 identicon

Ég vill ekki fara í mál bara til þess að fara í mál. Ég vill fá meiri upplýsingar er ekki viss um að við séum með svo gott mál í höndunum.

Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:40

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það verður að upplýsa hverjir vissu um Buieteskýrsluna varðandi Landsbankann. þeir hljóta að bvera mikla ábyrgð sem þögðu um innihald skýrslunnar.

Sigurður Jónsson, 5.1.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband