Eru menn eitthvað hissa.

Það er eðlilegt að reiði fólks beinist gegn yfirstjórn Landbankans.Ég er reyndar ekki inná því að fólk hylji andlit sín í mótmælunum og hef áður sagt að´mótmæli mega ekki snáust upp í skrílslæti og skemmdarverk.

Það hafa margir tapað á að treysta Landsbankanum fyrir sínum peningum bæði með að kaupa hlut í bankanum og með sparifé. Mesta tapið virðist vera hjá Landsbankanum af öllum bönkunum.

Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni uppá það að nánast allir sitji áfram og stjórni nýju bönkunum og svo botnar ekki nokkur maður í þessu tali um að þetta og hitt tilheyri gamla bankanum og svo annað nýja bankanum.

Það sem almenningur skilur að hann þarf að taka á sig ómældar byrðar vegna vitleysunnar.

Hugsið ykkur t.d. að Morgunblaðinu voru lánaðar 900 miljónir úr Landsbankanum án þess að nokkuð veð þyrfti. Eitthvað hefur þurft að nota fjármagn úr Landsbankanum til kaupa á West Ham og margt,margt annað væri hægt að telja upp. Má þar t.d. nefna Eimskip.

Jónas framkvæmdastjói Fjármálaeftirlitsins var bara eiginlega undrandi þegar hann var spurður hvenær almenningur fengi að vita eitthvað um niðurstöðu úttektar og rannsóknar. Það lá við að hann segði,dettur ykkur virkilega í hug að þið fáið eitthvað að vita.

Það eru núna liðnir 3 mánuðir frá hruni bankanna. Hvar eru allar upplýsingarnar. Hvað varð um allt talið að allt ætti að vera uppi á borði.

Er eitthvað skrítið að almenningur krefjist breytinga? Stjórnmálamenn verða að átta sig á þetta gengur ekki áfram.

Eftir að hafa hlustað á Ingibjörgu Sólrúnu í Kastljósi kvöldsins er ekki hægt að búast við að nokkuð breytist.

Ástæðan er ef til vill sú að margt af því sem miður hefur farið tengist svo stjórnmálaflokkunum að samtryggingin komi til með að sigra og að við munum engar breytingar sjá. Sé það hugsun ráðamanna held ég að þeir eigi eftir að upplifa að það mun ekki ganga. Ný hugsun og nýjar áherslur taka þá völdin í flokkunum eða ný stjórnmálasamtak munu fæðast.

 

 


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurvin Jón Kristjánsson

Nei ég er ekki hissa þetta verður svon á meðan þessir spilltu og siðblindu stjórnmálamenn sitja við völdin,það var nú aldeilis gott fyrir íhaldið að Mogganum skildi verða bjargað.Svona er spillingin í öllu sínu veldi, og svo er mönnum eins og Geir Haarde,Ingibjörgu Sólrúnu og Davíð bara alveg sama.

Sigurvin Jón Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 09:39

2 identicon

MP banki fjármagnaði kaupin á West Ham að mestu leyti.

Blahh (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:10

3 identicon

Ég get ekki séð að það hafi verið nein skrílslæti í þessum mótmælum. Nema það, að sparka fótbolta sín á milli, flokkist sem skrílslæti. Þá tel ég nú að það sé verið að teygja hugtakið ansi mikið.

Eins held ég að það, að skrifa á stétt og vegg með krít, geti varla talist skemmdarverk. Þetta skolast burt í næstu rigningu.

Sigurjón (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband