Ágreiningur eða ekki ágreiningur.

Alveg finnst mér með ólíkindum að deila þurfi um þa'ð hvort það sé ágreiningur eða samstaða innan ríkisstjórnarinnar að mótmæla hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna á Gasa svæðinu.Annað hvort hljóta menn að mótmæla eða ekki.

Það hlýtur að vera hægt að fá það á hreint hvort öll ríkisstjórnin er að mótmæla eða aðeins hluti hennar.

Ég get ekki ímyndað mér annað en ráðamenn séu tilbúnir að mótmæla drápum Ísraelsmanna á saklausum borgurum. Ekki trúi ég því að einhverjir vilji ekki mótmæla af undirlægjuhætti við Bandaríkin. Við skuldum Bandaríkjamönnum ekki neitt. Þeir reyndust ekki vera þeir vinir sem við héldum þegar á þurfti að halda. Það er því algjör óþarfi að vera eitthvað að sleikja sig upp við þá.

Fjölmiðlar hljóta að geta haft samband við þingmenn þjóðarinnar og spurt þá mótmælir þú hernaðargerðum Ísraelsmanna á Gasa. Já eða nei svar óskast. Með því móti sést hvort einhver ágreiningur er um afstöðu manna.

 


mbl.is Ekki ágreiningur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband