Setur Samfylkingin engin skilyrði.

Ekki finnst mér það hafa komið nægjanlega vel fram í fjölmiðlum hvort Samfylkingin ætlar sér að leiða þjóðina í ESB án nokkurra skilyrða eða fyrirvara þar um. Samfylkingin hefur dregið upp þá mynd að dýrðin blasi við okkur ef við gerumst aðilar að ESB. Hvernig getur Samfylkingin og Jón Baldvin fullyrt þetta án þess að nokkrar viðræður hafi átt sér stað. Er Samfylkingin tilbúin að fórna okkar fiski,landbúnaði og auðlindum bara til þess að komast í ESB.

Nú kom það fram í nýlegri skoðanakönnun í Bretlandi að íbúar þar eru nú ekki mjög ánægðir og stór hluti vill miklar breytingar eða hætta í sambandinu.

Hvers vegna hafa Norðmenn hafnað aðild að ESB?

Það er ábyrgðarlaust hvernig Samfylkingin hefur nálgast þetta ESB mál. Það er ábyrgðarlaust að draga eingöngu upp þá mynd að allt muni breytast hér á landi með ESB aðild. Það gengur ekki að hafa slíkan flokk í forystu eigi að fara í aðildarviðræður. Flokkur sem hefur sagt jafnmikið og Samfylkingin er vís til að vilja fórna of miklu bara til þess að komast inn fyrir hliðið hjá ESB.


mbl.is BBC fjallar um Ísland og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er góð spurning og tímabær.

Ætlar Samfylkingin bara að ganga þarna inn berrössuð?

Maður hefur það svona frekar á tilfinningunni.

Hún er svona soldið eins og Gáttaþefur og Gluggagæir

þessa dagana.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Miðað við að þeir Samfylkingarmenn, sem örugglega hafa lesið þetta, skuli ekki gera athugasemdir við þennan pistil, hlýtur þú að hafa rétt fyrir þér.

Ég myndi amk ekki láta þetta óátalið

Gestur Guðjónsson, 12.1.2009 kl. 20:40

3 identicon

Alveg rétt hjá þér Sigurður. Samfylkinguni er og verður alls ekki treystandi til þess að vera að semja fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar um hagsmuni sína gagnvart þessu risavaxna SPILLINGAR BANDALAGI ESB.

Varðandi commentið frá honum Jóni Frímanni, þá er það nú bara enn ein öfugmæla vísan frá honum.

Málið er nefnilega það að þeir sem harðast tala nú fyrir ESB aðild eru einmitt útrásar víkingarnir og bankamafían sem komu okkur á vonarvöl, fyrir utan náttúrlega ESB trúboðið sjálft, sem í sífellu mæra þetta volaða og gjörspillta bandalag skrifræðisins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó

Bloggað um fréttina

Vel er mætt á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:39

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Í kvaða flokki ert ?D-stóll auður í kvöld  Eru ekki Eyjamenn að tala saman ?

Kveðja eyja stelpa.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:42

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þörf spurning hjá þér nafni. Stefán Jóhann Stefánsson svaraði heni nýlega í frægri grein í Morgunblaðinu.  Skoðaðu hana.

Sigurður Þórðarson, 13.1.2009 kl. 07:08

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð pæling.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bara svo við höfum það á hreinu þá er ESB eins og Bjarni Ben og Illugi Gunnarsson sögðu í fyrirsögn Moggagreinar sinnar „grunnur til byggja á“ - en hvorki Samfylkingin né aðrir stuðningsmenn ESB hafa sagt ESB vera „lausn allra vandamála“, „töfralausn“ eða því síður hafa þeir sagt „dýrðina blasa við“ með ESB-aðild.

Augljóst er að ríkin sem þar eru fyrir hafa nýtt tækifærin sem aðild veitir mjög mis vel. Þannig er mikill munur á Portúgal og Spáni sem komu samtímis úr viðlíka aðstæðum til liðs við ESB en nýttu möguleikana með ólíkum hætti. Spánn vel en Portúgal illa. Írar nýttu ESB aðildina vel og eru nú meðal fremstu þjóða Evrópu fyrir vikið og þar er stuðningur við áframhaldandi aðild að ESB nær alger eða 94%.

ESB-aðild og evra er grunnur til að byggja á, í stað þess að íslendingar endurbyggi bara í farvegi hamfaraflóðsins og ætla síðan bara að vona að nokkur tími sé í næsta hamfaraflóð. - Það eru samt við sjálf sem þurfum að byggja en ekki ESB og ef við byggjum vel verður aðildin okkur til mikils góðs, og það samfélag sem við munum byggja mun verða traustara og njóta betra skjóls á nýjum grunni en þeim gamla.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband