Hvers konar vitleysa var og er þetta eiginlega.

Ég sá á forsíðu DV í dag umfjöllun um bílaflota bankanna og keypti blaðið.Hér er á ferðinni enn eitt dæmið um hversu bruðlið og vitleysan var orðin mikil hjá fyrrum eigenda bankanna. Það sem er nú kannski furðulegast að eftir að bankarnir hafa nú verið í ríkiseigu í daga hefur ekki einn einast bíll verið seldur.

Hér er ekki um neinn smá flota að ræða. Samtals eru þetta 157 bílar að verðmæti yfir 1 milljarð.

Ódýrustu lúxus bifreiðarnar eru um 10 milljón króna virði og flottust kerrurnar yfir 20 milljóna króna virði.Dýrustu bílarnir voru sérpantaðir til landsins. Í hvaða veröld voru þessir menn eiginlega. Það er hart fyrir fólk að tapa peningum sínum vegna svona vitleysu.

Nú eigum við sem erum íslenska þjóðin þennan bílaflota.Ég trúi ekki öðru en flestir telji eðlilegt að selja þennan bílaflota.


mbl.is Staða bankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ef þetta bíladrasl selst ekki strax, þá á hiklaust að henda þeim á haugana. Til að sýna hvað við höfum mikla skömm á þessum flottræfilshætti.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Fer ekki eftir því á hvernig lánum bílarnir voru keyptir hvort að það borgar sig að selja þá eða eiga?

Sporðdrekinn, 15.1.2009 kl. 01:31

3 identicon

Já hvað er á að gera við þessa bíla, neyða þá sem hafa verið með þá til að kaupa þá

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 08:53

4 identicon

Sporðdrekinn: góður punktur.  En örugglega er hægt að selja þá til útlanda ef viljinn er fyrir hendi.

Burt séð frá lúxusbílum bankanna, þá eru allir ráðherrar líka á lúxusbílum, á kostnað skattgreiðenda, með einkabílstjóra.  Mér finnst það ekki viðeigandi í kreppunni. 

Hvað er svona erfitt við að keyra eigin bíl?  Þeir eiga sérstæði út um allt og geta fengið sér þráðlausann búnað í eyrun fyrir gemsana sína. 

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband