Það verður að tryggja hagsmuni heimilanna.

Það er eðlilegt að einhverjir beiti sér fyrir að stofnuð séu samtök heimilanna til að berjast og vera málsvara þeirra.Það hefur vakið athugli mína og örugglega margra fleiri hvað lítið heyrist frá Neytendasamtökunum,þótt nú sé sótt að heimilunum úr ýmaum áttum.Hvað er talsmaður neytenda að gera. Ekki finnst mér mikið fara fyrir Launþegahreyfingunum þrátt fyrir að yfirvofandi sé mikið atvinnuleysi og menn tali um þjóðnýtingu á lífeyrissparnaði fólks.

Fréttastofurnar keppast við að flytja okkur nekvæðar fréttir. Atvinnuleysi fer gífurlega vaxandi,3500 fyrirtæki lenda í gjaldþroti,gjaldeyristekjur af útflutningi skilar sér ekki til landsins. Ríkissjóður kemur til með að skulda 2164 milljarða ,sem jafngildir 7 milljónum á hver mannsbarn. Í ár þarf ríkið að greiða 80 milljarða í vexti.

Á sama tíma og þetta dynur yfir okkur fáum við mjög takmarkaðar upplýsingar frá stjórnvöldum. Er eitthvað ljós í myrkrinu? Er til einhverjar eignir á móti,er hægt að upplýsa okkur um það. Er líklegt að vextir lækki nú á næstunni. Eru einhverjar líkur á að verðbólga minnki? Eru einhverjar líkur á að krónan styrkist? Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir að almenningur fái raunverulega aðstoð í sínum vandræðum.

Yfirvofandi er að í kjölfar mikils atvinnuleysis og annarra erfiðleika verði mikill fjöldi fólks sem missir sínar íbúðir o.fl.

Það hefur ekki vantað stóru orðin um að standa verði vörð um hag heimilanna. En er raunverulega verið að gera það. Hugsið ykkur álagið sem legst á mörg heimila vegna efnahagserfiðleikanna. Hugsið ykkur hvernig það er fyrir börnin og unglingana að höndla þetta ástand.

Það verður að huga mun meira að þessum þáttum en nú er gert. Ráðamenn verða að upplýsa mun meira um ástandið heldur en þeirt gera. Tala beint við þjóðina og segja eins og er um stöðuna og telja svo kjark í þjóðina.

Ég man hvað það hafði mikið að segja í Vestmannaeyjagosinu að þáv erandi bæjarstjóri Magnús H.Magnússon og fleiri ráðamenn gáfust ekki upp og töluðu við íbúana og hvöttu til bjartsýni,þótt útlitið væri nú alls ekki bjart oft á tíðum.Það hjálpaði Eyjamönnum mikið.

Menn verða að viðurkenna að gífurleg mistök voru gerð,en þjóðin má ekki gefast upp heldur  vinna sig útúr erfiðleikunum.


mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Neytendasamtökin er þetta ekki upphaflega ættarsamtök sem af fyllst upp af tækifærissinnum [pólitíkusum] á síðust árin. Hvað með allar skilaferðirnar sem maður hefur farið eftir að þau tóku til starfa er að draslið sem maður hefur hent í ruslið þegar heim var komið. Tölvurnar sem þau fengu frá Bónus áttu þær ekki styrkja neytendur? 

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlíus, þú ert aldeilis fróður um Neytendasamtökin.   Var  þetta ætt þeirra Gunnarsbræðra?

Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 08:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Hugsið ykkur hvernig það er fyrir börnin og unglingana að höndla þetta ástand. Hverjir sækja nú að heimilunum? Hvar voru foreldrarnir þegar þeir voru að veðsetja húsin sín (heimili barnanna) upp í topp til þess að kaupa bíla, flatskjái og sumarhús. Það var margoft varað við offjárfestingum og áhættu en  margir  fóru að mínu áliti ógætilega. Ég vona þó að einhverjir hafi sparað til mögru áranna í stað þess að eltast við áhættusamar ávöxtunarleiðir bankanna. Ég er á móti forræðishyggju og mér finnst að fólk eigi að sýna ábyrgð. Ég var að koma frá Vestmannaeyjum í morgun ( fyrir klukkustund ) og er þakklát umræddum bæjarstjóra og fleiri bjartsýnismönnum fyrir að blása kjarki í fólkið svo þessi frábæra staður haldist í byggð. Ég er búin að fá upp í kok af upplýsingum og bölmóði. Nú vil ég að verkin fari að tala.  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Já Sigurður því ég er alinn upp við klassíska neytenda hugmynda fræði í ætt við þá þýsku. Og vil fá eitthvað fyrir að borga gíróseðilinn. Sem ég sagði minni fyrrverandi þá í fjárhags örðugleikum að myndi seint borga sig. Staðreynd í dag, ekki satt? Ég vil fá gott grænmeti, holdmikið kjöt og fisk. Nýja ávexti, óútþynnt sjampó, djús og sultur og hagstæðu verði sem næst ekki nema mikill meiri hluti þjóðarinnar geri kröfu um það sama. Ef slíkar vörur fást eru þær á uppsprengdu verði af því innflutningur á þeim er í svo litlu magni. Upplýsingar um mismunandi verð á hrærivélum og flatskjái læt ég liggja á milli hluta.

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband