Sammála Samfylkingarmanni.

Ég er nú ekki alltaf sammála málflutngi og yfirlýsingum Samfylkingarfólks. En í hádeginu gerðist það að ég var hjartanlega sammála málflutningi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Sagt var í fréttum frá því að hann teldi nauðsynlegt að ríkisstjórnin gerði nýjan sáttmála við þjóðina.

Auðvitað er það nauðsynlegt. Stjórnin verður að viðurkenna að mörg mistök hafi átt sér stað. Það verður að stokka upp bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Það verður að breyta yfirstjórn bankanna. Það verður að láta menn sæta ábyrgð sem hafa stundað vafasöm viðskipti og flutt út fjármagn og komið í skjól á Kyrrahafseyjum.Stjórnvöld verða að veita meiri upplýsingar en þau hafa gert.

Það þarf að stokka upp í ríkisstjórninni,bæði hvað varðar einstaklinga og embætti.Sem sagt ég tek að þessu sinni undir með Samfylkingarmanninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú mátt aldrei taka undir með Samfylkingarmanni. Hefur þetta ekki verið þín skoðun vikum og jafnvel mánuðum saman? Þá er hann að taka undir með þér, ekki satt?  Og það er auðvitað allt annar handleggur

Baldur Hermannsson, 17.1.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alltaf skemmtilegir vínklar sem þú setur upp, minn gamli vinur, Baldur.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

sammála...sem gerist orðið æ oftar :)

Aldís Gunnarsdóttir, 17.1.2009 kl. 16:03

4 identicon

Gott kvöld; Sigurður Hreppsstjóri !

Sigurður ! Fram undir þetta; hefi ég gert mér vonir um, að augu þín mættu upp ljúkast fyrir, hvers lags óaldaröflum Íslendingar eiga að etja, nú um stundir.

Fjarri virðist fara. Ættlerinn; frændi minn, Skúli Helgason, frá Birtingaholti í Ytri- Hrepp, er einn þeirra ármanna ESB hyggjunnar, sem landssölunnar, innan krata hreyfingarinnar, hverjum þú vilt leggja trúnað við, hans heimskulegu orðræðu.  

Við; sem enn höfum ráð nokkur, sem rænu, munum ALDREI sætta okkur við glæpa hyski það, sem kom okkur, sem afkomendum okkar, á kné !!!

Tala ég; nógu skýrt, Hreppsstjóri góður ?

Með mjög snúðugum kveðjum; úr Hveragerðis- og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband