Ísraelsmenn verða að skilja að alþjóðasamfélagið styður ekki innrásina.

Ég tel það alveg laukrétt hjá íslenskum stjórnvöldum að afþakka komu menntamálaráðherra Ísraels hingað til lands. Þeir voru ekki að biðja um að fá að koma hingað,nei,þeir tilkynntu að þeir ætluðu að koma hingað til að réttlæta sínar gjörðir á Gasa.

Það er ekki á nokkurn hátt að réttlæta hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Að ráðast á almenning,sem átti enga möguleika á að forða sér er hreint og beint skelfilegt og ótrúlegt að slíkt skuli geta gerst.

Það er gott að íslenska ríkisstjórnin skuli hafa mótmælt hernaðargerðum Ísraela og nú neitað að taka á móti menntamálaráðherra þeirra. Alþjóðasamfélagið þarf að hunsa Ísraelsmenn og gera þeim alveg ljóst að þeir fái ekki stuðning.

Það er gott að við höfum lært af mistökunum þegar ráðamenn studdu innrásina í Írak,sem mikill meirihluti Íslendinga var á móti.


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála, þetta var gott hjá utanríkisráðuneytinu.En hver segir að Ísraelar séu færir um að skilja það að umheimurinn er ekki á þeirra bandi ?

Annars ættum við að slíta öllum samskiptum við báða aðila, hætta öllum stuðningi.

Haraldur Davíðsson, 17.1.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband