Ekkert óeðlilegt,allt í sómanum segja fyrrum bankaeigendur. Hvers vegna hrundi þá allt?

Undarlegt finnst mér að sjá allar yfirlýsingarnar sem nú streyma frá fyrrum eigendum og forystumönnum gömlu bankanna. Allt á að vera löglegt og hreint og beint ekkert athugavert við viðskiptahættina og fluning milljarða ákveðinna viðskiptavina í skjól erlendis.

Eigum við virkilega að trúa þessu? Ef allt er svona á hreinu hjá gömlu bönkunum,hvers vegna hrundi þá spilaborgin? Hverss vegna situr hver einastyi Íslendingur með 7 milljóna króna skuld,sem ríkissjóður þarf að taka á sig vegna bankahrunsins.

Ég held að íslenskir ráðamenn ættu að hlusta verl á og fara eftir því sem Obama verðandi Bandaríkjaforseti sagði: " Fyrir fólkið en ekki bankana". Það er einmitt það sem skiptir mestu máli núna að huga að afkomu heimilanna.


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fair Play (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður og takk fyrir að vilja loksins verða bloggvinur.. leiðinlegt að þurfa að leita út um allt blogg að fólksem maður vill lesa. Sammála þér með Obama hann er flottur foringi. Ég er fyrrverandi bankastarfsmaður sem hætti ( sjálfviljuð nota bena) vegna þess að mér fannst ómögulegt að horfa á þessa vitleysu lengur og maður skildi ekki hvað var að gerast. Mér finnst til dæmis augljóst að KB starfsmenn sem tóku lán hljóti að hafa verið vélaðir til þess með tryggum ágóða til að hækka gengið. Í versta falli fengju þeir ekkert en skuldum yrði eytt.( afskrifað) . Í Landsbankanum var sérstök deild sem sá um útlán til starfsmanna og þeir voru metnir mjög stíft eins og aðrir viðskiptavinir. Áður og fyrr var bannað að lána starfsmönnum  nema í gegnum lífeyrissjóðinn. Ótrúlegt hvað ráðherrar þráast við að játa andvaraleysi sitt og segi af sér. Formaður kjörnefndar Framsóknar sagði af sér, á staðnum ekki rétt . kveðja

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband