Varaformaður Samfylkingarinnar: "Við erum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af heilindum." Önnur eins öfugmæla hafa ekki heyrst í langan tíma.

Ég held að það hafi sannast rækilega að undanförnu að Samfylkingin hefur ekki verið í ríkisstjórninni nema að nafninu til.Það virkaði sem öfugmæli allra tíma þegar Ágúst Ólafur sagði að Samfylkingin starfaði af heilindum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég hef haldið því fram að staðan sé orðin þannig að eina sem Geir H.Haarde eigi að boða strax til kosninga. Þetta stjórnarsamstarf er búið.

Vegna forfalla Ingibjargar Sólrúnar sýnir það sig að Samfylkingin er gjörsamlega eins og höfuðlaus her. Varaformaðurinn gefur út yfirlýsingar að hann vilji slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga,jafnframt því sem hann segir að Samfylkingin sé af heilindum í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að undirbúa sig undir kosningar. Flokkurinn verður að gera upp fortíðina við þjóðina. Flokkurinn verður að sýna þjóðinni framá hvernig hann vill leysa málin og hvernig standa á að endurreisn landsins.Það eru mun brýnni mál að ræða á Landsfundinum heldur en ESB málin.

Ég tók eftir því í kvöld í Kastljósi sjónvarpsins að Steingrímur J.formaður Vinstri grænna svaraði litlu þegar hann var spurður um lausnir.

Það versta í stöðunni nú er ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur að hægt sé að starfa áfram með Samfylkingunni. Við skulum bara viðurkenna að samstarf með Samfylkingunni er búið og reyndar hefði það aldrei átt að verða.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varaformaðurinn er búinn að vera í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið.  Það hafa aldrei við nein heilindi á þeim bæ.

nafnlaus (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: corvus corax

Vegna forfalla Sollu svikara er samfylkingin loksins farin að virka fyrir fólkið í landinu í stað þess að sleikja rassgatið á Dabba drulluhala og Geira gungu.

corvus corax, 21.1.2009 kl. 22:44

3 identicon

Er Samfylkingin nú farin að virka fyrir þjóðina já, magnað, held að tækifærissinnar virki aldrei nema fyrir sjálfa sig. Samfylkingin er nefnilega ekki krataflokkur eins og þeir gefa sig út fyrir heldur flokkur tækifæriskrata, þeir hoppa og dansa eftir því hvað er vinsælt þann daginn eins og vindhanar í sviptivindum.

Annars held ég það sé alveg rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki átt að fara í þetta stjórnarsamstarf mun heillavænlegra hefði verið að ganga til samstarfs við Vg, þar sem þeir hefðu að öllum líkindum starfað að heilindum, og þó maður veit ekki. en það er um fátt annað að ræða.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Steingrímur hefur engar lausnir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.1.2009 kl. 23:23

5 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að undirbúa sig undir kosningar. Flokkurinn verður að gera upp fortíðina við þjóðina. Flokkurinn verður að sýna þjóðinni framá hvernig hann vill leysa málin og hvernig standa á að endurreisn landsins.Það eru mun brýnni mál að ræða á Landsfundinum heldur en ESB málin". segir þú.

En munu landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa "föður efnahagshrunsins" til áframhaldandi formannsstarfa?

Páll (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband