22.1.2009 | 20:52
Sjálfstæðisflokkurinn á að samþykkja kosningar í vor.Sjálfstæðisflokkurinn getur vel náð hagstæðum úrslitum.
Ég vona að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykki á morgun að boðað verði til kosningar í lok maí n.k. Jafnframt þarf flokkurinn að fresta Landsfundinum um einhverjar vikur til að undirbúa málefnin miðað við nýjar forsendur.Eðlilegt er að ríkisstjórnin starfi sem starfsstjórn fram að kosningunum í vor.
Samkvæmt skoðanakönnunum er útlitið alls ekki bjart fyrir Sjálfstæðisflokkinn,en ég hef trú á því að flokknum takist að laga þá stöðu verulega fyrir kosningarnar í maí n.k.Hvers vegna segi ég það?
Kjósendur munu átta sig á því að Steingrímur J. og Vinstri grænir hafa ekki uppá neinar lausnir að bjóða til bjargar íslensku efnhagslífi.Halda kjósendur að mörg ný atvinnutækifæri muni skapast undir þeirra stjórn. Hvernig á það að ganga upp að greiða lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til baka. Og hvað svo? Hvernig á að byggja upp gjaldeyrisvarasjóðinn? Voru okkur ekki sett skilyrði af öðrum þjóðum,að við yrðum að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ef við ætluðum að fá aðstoð þeirra.
Það er alveg á hreinu að Steingrímur hefur ekki lausninirnar,það kom greinilega fram í Kastljósinu í gærkvöldi. Fylgið mun hrynja af VG þegar fólk áttar sig.Það mun ekkert gerast í atvinnuuppbyggingu í landinu næstu árin ef VG kemst til valda.
Nú sjá allir hverskonar flokkur Samfylkingin er.Kjósendur munu sjá að flestir þingmenn og sumir ráðherrar vinna þannig að þjóðin mun ekki treysta þeim,enda er það nú að koma í ljós að fylgið fer í burtu.
Að sjálfsögðu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka sér tak. Flokkurinn verður að upplýsa hvað sé búið að gera og hvernig hann ætli að vinna þjóðina útúr vandanum. Flokkurinn verður að segja okkur hvort allt á að vera óbreytt.Hvort engin þurfdi að axla ábyrgð.Auðvita á flokkurinn að gera strax breytingar í ráðherraliðinu.Auðvitað þarf að skoða breytingar á forystunni. Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera miklar breytingar á framboðslistum sínum í flestum kjördæmum. Hlusti forysta Sjálfstæðisflokksins á grasrótina og geri það sem gera þarf þurfum við ekki að óttast úrslit í kosningum.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur átt mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar í 80 ár og mun eiga það áfram átti flokkurinn sig á að gera upp fortíðina og viðurkenna mistök ný frjálshyggjunnar og sýna vilja til að byggja upp réttlátara samfélag á Íslandi.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samþykkja ? á hann einhverra kosta völ ?
Ekki veit ég hvað þú sættir þig við sem hagstæð úrslit.
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 21:11
Sá sem ekki þorir, þarf ekki von til neins.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.1.2009 kl. 21:14
samfylkingin er b'uin að taka frumkvæðið
Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 21:19
Voru ekki allir flokkar göfuglyndir og heiðarlegir í gamla daga. Svo kom truntan nútíminn með græðgi og hégóma.
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 21:21
Ingibjörg er að ljúga og hún er bara að slá ryk í augun á okkur
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 22:39
Til þess þarf forysta Sjálfstæðisflokksins að fara að taka frumkvæðið í stað þess bregðast bara við. Fyrir mánuði síðan hefði verið gagn í því að skifta um óvinsælustu ráðherrana og yfirmenn í seðlabanka og fjármálaeftirliti, fyrir viku síðan hefði verið gagn í því að lofa kosningum í lok árs og í fyrradag hefði verið gagn af því að boða kosningar í vor en nú dugar ekkert nema að ríkisstjórnin fari strax frá. Þið eruð með forystu sem hefur alltaf verið að gera of lítið of seint og ef þið ekki velltið henni úr sessi mun flokkurinn hrynja algerlega.
Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 23:56
Ég vona nú að Sjálftökuflokkurinn nái ekki hagstæðum úrslitum. Þeir þurfa meiri hvíld frá völdum en þau andartök sem tekur að skipta út mönnum. Aðalástæðan fyrir fylgishruni Samfylkingar er sú að þeir hafa ekki rift þessu samstarfi fyrir löngu. Mikið af því fylgi kemur aftur nú, þegar loksins gerist eitthvað í þá áttina.
Páll Geir Bjarnason, 23.1.2009 kl. 00:08
Það er engin sterkur leikur lengur í boði fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Flokkurinn hafði möguleika á að breyta um kúrs eftir hrunið. td með því að taka frumkvæði í því að losa Seðlabankastjóra og yfirmann fjármálaeftirlits undan starfi sem þeir valda ekki og er búið að kosta þjóðina skelfilegar upphæðir, en það er of seint nú.
Já svona er þetta bara: þið klúðruðu big time..
hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.