Gott hjá Herði Torfasyni að byðjast afsökunar,en íhugaði hann stöðu sína sem forystumaður.

Það var gott hjá Herði Torfasyni að byðjast afsökunar á smekklausum orðum sínum. En maður spyr sig ætli Hörður hafi sjálfur íhugað að segja af sér forystuhlutverkinu vegna mistaka sinna.Hann hefur allavega komist að niðurstöðu og heldur áfram.Það er sýnilega miklu auðveldara að krefjast afsagnar annarra heldur en láta sjálfur af embætti.

Það er gott að það skuli nánast vera komið á hreint að kjósa á í vor. þar getur uppgjör þjóðarinnar farið fram.

Að sjálfsögðu er það rétt framhald mótmælanna að Raddir fólksins og fleiri vinni að framboði til kosninganna í vor. Ný framboð þurfa þá að leggja fram ítarlega áætlun um hvernig þau sjá fyrir sér uppbyggingu á réttlátara Íslandi.Það er örugglega mun einfaldara að hrópa mótmæli heldur en koma með raunhæfar tillögur til endurreisnar. Það hefur t.d.sýnt sig að Vinstri grænir eiga ansi erfitt með að benda á hvernig vinna á að lausn mála.

Ég er alveg viss um að kjósendur munu einmitt fara mjög vel yfir þau markmið sem flokkarnir og ný framboð koma til með að setja um framtíðina og svo hvaða fólk verður í framboði.

 


mbl.is Áfram mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Samúðin ristir ekki djúpt gagnvart þeim sem eiga bágt í þessu þjóðfélagi.

Fólk deyr á götum úti í Reykjavík. Hvar er samúðin þá?

Það er skoplegt að sjá þegar gáfumannafélagið er að keppast um að setja Íslandsmet í samúð og ávíta aðra fyrir skort á samúð.

Þetta er blanda af móðursýki og hræsni.

Þessi færsla Jónasar Kristjánssonar er gott innlegg í þessa umræðu.

 Sjá:

http://www.jonas.is/

24.01.2009
Hörður kúgaður til hlýðni
Hörður Torfason baðst afsökunar að ástæðulausu. Hann var þvingaður til þess, því að við búum í samfélagi hræsni og yfirdrepsskapar. Niðurlægjandi er að lúta höfði til virðingar því krumpaða samfélagi. Hörður hafði kvartað yfir, að Geir Haarde tengdi veikindi sín við pólitík. Það var rétt kvörtunarefni. Hræsnarar og yfirdrepsfólk neituðu að mæta á útifundinn í dag vegna orða Harðar. Nú geta þeir mætt aftur, því að hann hefur látið kúgast. Ég sé ekki, að honum sé neitt gagn í stuðningi hræsnara og yfirdrepsfólks. Það fólk er hluti vandans, ekki partur af nýju Íslandi. Látum það koma upp um sig.

Jón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Arnbjörn Eiríksson

Sæll Sigurður það er alltaf gott að fólk viðurkenni mistök sín.  En mér finnst alveg ótrúlegt að fólk kjósi þá flokka sem hafa komið okkur þangað sem við erum komin núna.  Allt afhendingu flestra eigna almennings til útvaldra aðila hefur sjálfstæðis, framsóknar og nú síðast samfylkingin stjórnað og bera ábyrgðina.  Ekki treysti ég neinum núverandi stjórnmálaflokki til að koma okkur á réttan kjöl.  Það þarf að gjörbreyta öllu stjórnkerfinu og byrja alveg upp á nýtt.  það tekur eflaust tíma og þar verða margir að koma að því verki.  Verst er að geta ekki kosið einstaklinga öðruvísi en að kjósa flokk það finnst mér þurfi að breyta því það er hæft fólk í öllum flokkum. Kveðja.

Arnbjörn Eiríksson, 25.1.2009 kl. 01:35

3 identicon

Eru menn lesblindir í drasl? Að byðjast afsökunar? Enn og aftur sannast það að maðurinn sem var fjármálaráðherra og einn aðalhugmyndasmiður þess kerfis sem kom okkur á hausinn þarf hvorki að axla ábyrgð né BIÐJAST afsökunar, hann kemur út í plús og flokkur hans. En þjóðin tapar. Vona að hann fái að' kynnast íslenska heilbrigðiskerfinu sem honum, ásamt fleirum, hefur tekist að leggja í rúst. Að lokum; Einsog við vitum öll er ekkert ólöglegt við það að leggja land í rúst og setja það á hausinn, það er ólöglegt og ósiðlegt að mótmæla því.Geir Haarde er með æxli, skeliflegt fyrir hann og hans fjölskyldu, en það breytir því ekki að hann og hans menn hafa verið æxli á þjóðinni í alltof mörg ár.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 07:07

4 identicon

Sæll Sigurður.

Hafi enginn af okkar forystumönnum í stjórnmálum látið meira særandi orð falla, skal ég éta hattinn minn.

Geir Haarde hefur með aðgerðarleysi sínu sært fjölda fólks. Með aðgerðarleysi sínu hefur Geir orðið þess valdandi að fólk hefur hlotið sár sem aldrei verða grædd.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, LÍF OG LAND.........

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:53

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Hörður Torfason kom sá og sigraði,hann baðst afsökunar sem má deila um, en það að

Björgvin segi af sér er stórmannlegt af honum,hann er líka sigurverari.

Veikindi Ingibjargar og Geirs má ekki vera til þess að binda þjóðfélagið við bryggju eins og vélavanatogara. Þau taka sitt veikindafrí eins og lög og reglur gera ráð fyrir og koma svo sterk inn aftur.Það var erfitt að fá landsliðsþjálfari fyrir ól í Peking, en þá kom gamall refur,

hvað gerðist? við eigum marga gamla refi í þjóðfélaginu,

ÁFRAM ÍSLAND

Bernharð Hjaltalín, 25.1.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband