Spurningin mikla.Hvað gerir Davíð Oddsson?

Enn einu sinni er Davíð aðalmaðurinn. Allir bíða í mikilli eftirvæntingu að fá að vita hverju Davíð,seðlabankastjóri svarar Jóhönnu forsætisráðherra.Eiríkur og Ingimundur hafa svarað án þess að við höfum fengið að vita innihaldið.

inhvern veginn finnst manni vanta í umræðuna frá Samfylkingunni og Vinstri grænum í hvaða atriðum þessir þrír bankastjórar hafa brugðist. Hvar liggja þeirra mistök? Margir halda því meira að segja fram að Davíð hafi varað við mörgu af því síðar kom fram. Spurningin er var hlustað nóg á hans varnaðarorð.

Ekki var það gert í fjölmiðlamálinu. Varaði hann ekki við samþjöppun á smásölumarkaði? Benti henn ekki á hversu óeðlilega há laun væru greidd til forsvarsmanna bankanna. Var nokkuð hlustað á hann?Hverjar eru tillögu Vinstri stjórnarinnar í peningamálunum aðrar en að reka Davíð? Mun það eitt og sér bjarga atvinnurekstrinum í landinu?

Svo spyr maður sig,ef Davíð er valdur að öllu sem miður hefur farið að áliti Vinstri manna,hvers vegna þarf þá að reka Eirík og Ingimund?

Það má ekki gleyma því að þessir menn hafa ráðningarsamning til nokkurra ára. Var það ekki einmitt Ögmundur formaður BSRB og núverandi heilbrigðisráðherra sem einmitt barðist fyrir því að það væri ekki hægt að segja forstöðumönnum ríkisstofnana upp bara af því bara.

Spennandi verður að fylgjast með hvernig svar Davíðs verður til Jóhönnu.


mbl.is Eiríkur og Ingimundur hafa svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það að Davíð hafi ekki viljað borga skuldir þessara óreiðumanna, virðast vera helstu rökin fyrir brottrekstri. Þú mátt hinsvegar engum segja að ég vill heldur ekki borga skuldir þessara óreiðumanna.

Offari, 7.2.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fylkingin og Framsókn hafa  hafa haft viðskiptavöldin allan tíman sem ESS tók gildi það er að innleiða hér regluverk [m.a. markað leikreglur, frjálst flæði ,...] ESB. Eining eigna þeir sér heiður af "New-Liberism" R-listans í Reykjavík. Einkabankarnir urðu fljótlega of litlir fyrir botnlausar lánafyrirgreiðslur til ýmissa ehf. sem nú er að koma fram að við erum heppin að fá 20 % af meintum verðmætum eftir 2 ár í fyrsta lagi. Almenningur skilur ekki að Íslenska bankakerfið óx gríðarlega hratt á fáum árum, fjármagnað afódýru erlendu lánsfé, sem gerði því kleift að auka eignir sínar úr 100% í nærri 900% af vergri landsframleiðslu frá 2004 til ársloka 2007.

Þetta mun svara um 108% ávöxtunarkröfu á ári? [Græðgi, heimska, hroki, vankunnátta, eða Glæpur?].

100% (1 + 1,08) x (1 + 1,08) x (1 + 1,08) = 900 %

Nú er meðal tími fasteignatryggðra íbúðalána víðast um 25 ár. [dæmi um útlán]

Árið 2014 hefðu eignirnar aukist um: 1,516 %

Árið 2024 hefðu eignirnar aukist um: 2,297, 559 %

Árið 2029 hefðu eignirnar aukist um: 89,450,624 %

Segjum íbúafjöldi á Íslandi hefði þanist jafnt út þá værum við Íslendingar orðnir: 26.800 milljarðar íbúar. Það þarf meir en eina jarðarkringlu til að vinna fyrir jafngildi hliðstærar landframleiðslu.

 

Viðskiptahættir [þar með talin útrásarhernaður] undir framkvæmdavaldi Fylkingarinnar réðu hvorki Seðlabanki Íslands né þeir í ESB við. Árskýrslur vegna skatta koma út einu sinni á ári.

Hverjir græða svo þegar upp er staðið: ýmsir aðilar ehf, ESB ný-aðals Kandídatarnir og ESB fjárfestar.

Skel hæfir kjafti.

Davíð mun verða dýr fyrir þjóðina ef hann svarar ekki, þökk sé Fylkingunni og flokksræðinu. 

Júlíus Björnsson, 7.2.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekkert annað en pólitískar of sóknir - ég skora á Davíð Oddsson að taka slaginn og segja NEI TAKK við slíku ofstæki.  Ég veit að þegar til kastanna kemur mun þjóðin standa með honum  !!!!!

Sigurður Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 01:22

4 identicon

Alltaf ert þú nú samur við þig Sigurður minn. Holtaþokufimbulfambið og pólitíski rétttrúnaðurinn fram í rauðan. Spurningin er að sjálfsögðu ekki "hvað gerir Davíð" - hann getur ekkert gert. Dagar hans í Seðlabankanum eru taldir. Tangarfæðing nýrra og faglegri stjórnarhátta, í boði Sjálfstæðisflokksins og málþófs þeirra, stendur nú yfir og Davíð er á pólitískri gjörgæsludeild Flokksins. Dauðateygjur eins óvægnasta og spilltasta stjórnmálamanns Íslands eru snarpar og langvinnar, en gera ekkert annað en að opinbera fyrir þjóðinni botnlaust hyldýpi sérhagsmunagæslu og siðspillingar Flokksins. Nú er komið að því að láta minni spámenn Flokksins fjúka á sama hátt og Sólkonunginn. Það er kominn tími á að vanhæfu Flokksgæðingarnir, víðs vegar í kerfinu, fái að kynnast íslensku atvinnuleysi. Ertu farinn að huga að alvöru vinnu?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 09:18

5 identicon

Spurningin er hvað gerum við (forsætisráðherra jóhanna Sigurðardóttir) við Davíð Oddsson.

Hreinn Loftsson fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og formaður einkavæðingarnefndar skrifar grein í gærum geðveika forystumenn í stjórmálum. Hann minnist ekki á Davið Oddsson.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 09:54

6 identicon

Óttalegur þvættingur og sakleysisuppgerningur er þetta hjá þér Sigurður. Bara til að benda á eitt veigamikið atriði í tvöfeldni Seðlabankastjóra og ætti að vera nóg að veita honum alvarlegar ávítur, er skýrslan sem Seðlabankastjórn gaf út síðastliðið vor. Þar mærðu vitringarnir efnahag landsins gegn betri vitund, því davíð þykist á þeim tíma hafa haldið því fram, að allt væri á leiðinni til fjandans.

Ummæli davíðs í Kastljósi um að greiða ekki erlendar skuldir bankanna er án vafa ein af kveikjunum að setningu hryðjuverkalaga á íslensku bankana. Þegar davíð mælti þessi orð í Kastljósinu, þá var alveg greinilegt að þarna var enginn enginn ábyrgur Seðlabankastjóri Íslands á ferðinni, heldur einhver geðþóttaplebbi sem ekki einu sinni getur verið yfir bókhaldi eigin heimilis.

davíð er einfaldlega orðinn veikur og það þarf að gefa honum frið og frí. Hann er búinn að vera.

nicejerk (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:04

7 identicon

Sammála þér nicejerk, Davíð er búinn að vera. Hann féll á hroka, hroki er heimska. Ekki gott að hafa heimskan mann í Seðlabankanum.

agusta (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:41

8 identicon

Og svona rétt að kanna hjá þér siðferðiskenndina Sigurður:

Finnst þér í lagi hvernig davíð hefur hagað sér fram til stjórnarskiptanna?

Finnst þér í lagi hvernig davíð hefur hagað sér eftir stjórnarskiptin?

Finnst þér í lagi hvernig Geir hefur talað eftir stjórnarskiptin?

Það er af allt of mörgum að taka sem eru orðnir heimavanir í stjórnleysinu og nærast á því. Og þá nota ég afskaplega pen orð um þá aula.

nicejerk (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 19:36

9 identicon

Allt í einu hvarflaði að mér að þú gætir verið blindur flokks(s)auður, í merkingu beggja, í stað þess að vera landsmaður. Þá er illa farið fyrir fólki nánu þér, því hjá þér er flokkurinn þá framar nánustu fjölskyldumeðlimum þínum (kemur mér ekki á óvart).

nicejerk (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband