Á bankavitleysan að halda áfram?

Það gengur svo mikið á hjá Jóhönnu Sigurðardóotur forsætisráðherra og meðreiðarsveinum hennar í Vinstri stjórninni að koma bankastjórum Seðlabankans frá að lagt er fram á Alþingi hroðvirknislegt og meingallað frumvarp,og vafi er ða að það njóti meirihlutafylgis á Alþingi.

Hefði nú ekki verið nær að undirbúa vandaðn frumvarp,þar sem gert væri ráð fyrir öflugri stofnun með sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.Þar hefði væntanlega verið hægt að ná samstöðu um slíkar breytingar,þar sem Geir H.Haarde hefur lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið tilbúin að vinna að slíkri breytingu.Samfylkingin og Vinstri grænir segjast vilja vinna faglega og vanda sig við málin,en hvers vegna gileda aðrar reglur í jafn stóru máli og hér um ræðir.

Steingrímur J. segir í hvalamálinu að hann þurfi að vinna faglega og afla sér mikilla gagna áður en hann taki ákvörðun hvort hann lætur leyfi til hvalveiða standa eða fellir það úr gildi. Þarf ekki alveg eins að vanda vinnubrögðin við lagasmíð um Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.

Er ekki mikilvægt að víðtæk samstaða náist um jafn stórt mál og hér um ræðir. Skiptir það ekki meira máli hvort lagasmíðin verður vönduð,jafnvel þótt það þýði að bankastjórar Seðlabankans sitji einni,tveimur eða þremur vikum lengur. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni uppá að allar bankastofnanir á vegum ríkisins verði meira og minna stjórnlausar vegna pólitískra hreinsana minnihlutastjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar.

Formaður bankaráðs Landsbankans og verðandi bankastjóri er í mánaðarfríi á Indlandi.

Formenn bankaráða Glitnis og Kaupþings hafa sagt af sér vegna hreinsunaræðu Jóhönnu Sigurðardóttur. Auðvitað sá Steingrímur J.fjármálaráðherra að þetta var ekki alverg nógu gott hjá Jóhönnu og reynir nú að blíðka þá félaga Val og Magnús í þeim tilgangi að þeir haldi áfram.

Er nú ekki alveg hægt að ætlast til þess að Vinstri flokkarnir ræði saman áður en þeir eru að gefa út hreinsunartilkynningar.Og er ekki vit í að þeir ræði við Framsóknarflokkinn áður en þeir gefa út óheppilegar yfirlýsingar að maður tali nú ekki um að forsætisráðherra setji fjölmiðlabann á forsetann. Það getur ekki verið nein glóra í því að ætla að skipta öllum út af ríkisstjórn sem aðeins á eftir að sitja í 70 daga.Skiptir ekki mun meira máli að bankarnir geti farið að sinna sínu hlutverki eins og eðlilegt er bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.

Margir eru strax farnir að telja niður dagana til kosninga því eftir það fáum við allavega ríkisstjórn sem hefur umboð þjóðarinnar.

 


mbl.is Landsbankinn stjórnlaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér.

     Sigurbjörg

Sigurbjörg jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband