Skynsamlegt að nota hluta fjármagns sem nú fer í bætur til atvinnukapandi verkefna.

Gífurleg fjölgun atvinnulausra er skelfileg þróun.Við Íslendingar höfum sem betur fer verið laus við að sjá svona tölur sem við erum núna að sjá.Að talan skuli nú komin í tæp 15 þúsund eru slæm tíðindi og margt bendir til þess að talan hækki enn frekar. Samkvæmt fréttum eru nú greiddir rúmlega tveir milljarðar á mánuði í atvinnuleysisbætur.

Verkefnin eru mörg sem bíða bæði hjá ríkinu,sveitarfélögum og atvinnurekendum. Hvernig væri nú að sjóðurinn lánaði t.d. sveitarfélögunum hluta af þessu fjármagni sem nú eru greiddar í bætur til verkefna, sem atvinnulausir gætu fengið vinnu við. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leysa allan vandann á þennan hátt,en það eru t.d. fjölmargir iðnaðarmenn sem nú eru atvinnulausir.reynslan sýnir að það er alltaf til nóg af viðhaldsverkefnum hjá sveitarfélögunum.

Það hlýtur að vera skynsamlegt að nýta eins mikið af þessu fjármagni til atvinnusköpunar og mögulegt er. Sveitarfélögin gætu svo greitt fjármagn til baka eftir nokkur ár þegar við erum, komin útúr kreppunni og aftur er farið að birta til.


mbl.is Fjöldi atvinnulausra nálgast 15 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Mæli með að ríki, borg og með aðkomu lífeyrissjóða klári tónlistahúsið við Bakka, allavega getum við ekki haft húsið svona álítandi um ókomin ár, með þessu móti værum við einnig að skapa störf.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Arnbjörn Eiríksson

Já Sigurður þarna er ég sammála það er mikið skinsamlegra að nýta fjármagnið í þau mörgu verkefni sem eru til staðar hjá sveitarfélögunum.

Arnbjörn Eiríksson, 13.2.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband