Hefði ekki verið betra að vanda sig ?

Það hlýtur að verulega vandræðalegt fyrir Jóhönnu forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar að hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem er svo meingallað að taka verður það allt til endurskoðunar. Svo mikið gekk á til að reka Seðlabankastjórana að ekki var einu sinni hægt að útbúa nothæft frumvarp.

Í sjálfu sér held ég að allir séu sammála um að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu varðandi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.Það hefur t.d. marg oft komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að ræða slíkar breytingar ásamt breytingum á ríkisstjórninni.

Heiftin gagnvart Davíð Oddssyni er svo mikil að Vinstri flokkarnir virðast ekki getað hugsað skýrt og eru reknir öfugir til baka með frumvarp sitt.Aðalatriðið hlýtur að vera að úbúa vandaðar reglur um breytingar á Seðlabankanum.

Eitt enn. Það vekur furðu mína hversu lítið fjölmiðlar hafa fjallað um orð sænska ráðgjafnas. Hann segir að hrun bankanna sé eingöngu að kenna eigendum sjálfum. þeir geti ekki kennt öðrum um. Það séu þeir sem verði að taka á sig ábyrgðina.Það var því undarlegt að sjá Sigurð Einarsson skrifa grein um afglöp Davíðs. Það er eins og fyrrum eigendur bankanna sjái enga sök hjá sér. Eða hugsið ykkur málflutnings Jóns Ásgeirs. Það er allt öðrum að kenna hvernigh komið er.Hann sér ekkert athugavert við sinn hlut í hruninu.

Og hvað með forseta vorn. Er ekki nauðsynlegt að hann segi þjóðinni frá sínum hlut við myndun Vinstri stjórnarinnar.


mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður hvernig fannst þér viðtalið við Geir? Það varðar hreinlega við geðheilsu okkar Íslendinga að Geir og Davíð fari sína leið strax þannig að við þurfum aldrei að heyra minnst á þá vinina aftur. Ég er hissa á ykkur sjálfstæðisfólki að skilja ekki alvöru mála í þjóðfélaginu og reyna að þvæla mál og rífast yfir smámálum. Jóhanna lagar bara þetta frumvarp og kemur því í gegn um þingið á ljóshraða. Þetta er ekkert vandræðalegt mál eins og þú heldur. Og almenningur mun fylgjast vel með hverjir tefja og reyna að skemma fyrir. Þeir munu líklega ekki verða kosnir inn á alþingi aftur.

Ína (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: corvus corax

Eitt er á hreinu varðandi fagleg vinnubrögð við laga- og reglugerðasetningar og það er að ef slepjan hann Birgir Ármannsson kemur nálægt slíkri vinnu verður hún aldrei fagleg af því að hann kastar faglegheitum fyrir róða til að koma hagsmunum sjálfstæðisflokksins að. Það má vera að Birgir Ármannsson hafi annað hvort skriðið í gegnum lagadeild eða verið keyptur þar í gegn og kallist því "lögfræðingur", en alvöru lögfræðingur er hann ekki og verður aldrei.

corvus corax, 13.2.2009 kl. 13:53

3 identicon

Erlendir sérfræðingar benda á breytingar sem þurfa að eiga sér stað í Seðlabankanum, varla er það "pólitísk heift" útí Davíð.  Þó svo margir hafi fylgt Davíð í gegnum árin og nánast "dýrkað" hann, þá veða þeir einfaldlega að sætta sig við það að Davíð á sinn "part" af öllum þeim mistökum sem sett hafa þjóðina á hvolf, bæði sem ráðherra og seðlabankastjóri.  Það er ekkert "óeðlilegt" við það að Davíð hverfi úr Seðlabankanum, en best hefði verið að hann hefði sýnt þann manndóm að gera það "án ábendinga" frá öðrum. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég varð ekki var við í þessu samtali að Svíinn undanskildi Seðlabankann.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.2.2009 kl. 15:00

5 identicon

Ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fara að ráðskast með löggjöf á Íslandi? Hvenær afsalaði Alþingi sér löggjafarvaldinu? Var það gert í ,,leynisamningi" Geirs Haarde við AGS? Ekki skrítið þótt hann hafa þagað þunnu hljóði.

Var Davíð nokkuð í heimsókn hjá þeim um daginn þegar hann var í útlöndum?

Ég held að ekkert sé vandræðalegra en að samþykkja löggjöf sem stenst ekki stjórnarskrána, eins og gert var með neyðarlögunum.

Nú þurfa Sjálfstæðismenn að taka hausinn úr sandinum, hætta málþófinu á Alþingi og leyfa ríkisstjórninni að vinna. Það er augljóst að eina fyrirmynd þeirra varðandi stjórnarandstöðu er VG, því nú herma þeir allir eftir Ögmundi og gala frammí. En ólíkt VG eru þeir ekki málefnalegir.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:08

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Mér fannst Geir standa sig mjög vel í því að svara erfiðum spurningum.

Það hefur verið mjög áberandi að fyrrum egendur og bankastjórar gömlu bankanna hafa sloppið alltof vel við gagnrýni almennings og fjölmiðla. það var því gott að fá það mjög undirstrikað hversu mikla ábyrgð þessir aðilar æru á hruninu.

Mikið rosalega geta menn verið léttlyndir að halda því fram að VG hafi verið máelfnalegir í stjórnarandstöðu.

Sigurður Jónsson, 13.2.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin með Sandfylkingar Jóu í fararbroddi er alveg að missa sig. Flumbrugangurinn er slíkur að leitun er að öðru eins.

Það fer ekki framhjá neinum að umrætt frumvarp um Seðlabankann er sett einum manni til höfuðs og ríkisstjórnin er svo upptekin af því að annað gleymist.

Eigendur og stjórnendur gömlu bankanna eru ánægðir með að athyglin beynist ekki að þeim á meðan.

Hitt þykir mér athyglisvert að Ingibjörg Gísladóttir formaður Sandfylkingarinnar hefur alveg dregið sig í hlé og látið Jóhönnu um sviðið vitandi það að Jóhanna mun koma mjög illa út úr þessu brambolti en Ingibjörg er stykk frí.  Hún kemur síðan fram í kosningabaráttunni og getur fríað sig af öllu klandri þessarar ríkisstjórnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband