Brosandi og kátur við borðið með IMF.

Ótrúlegt er að sjá Steingrím J. sitja brosandi með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nú skal unnið nákvæmlega eftir því sem IMF segir. Og Steingrímur virðist bara hinn kátasti með það. Áfram himin háir vextir og Vinstri grænir bara hinir kátustu með það.

Fróðlegt væri það nú ef fjölmiðlar tækju sig nú til og birtu smá kafla úr ræðum Steingríms J. frá því fyrir nokkrum vikum. Þá var í augum Vinstri grænna alveg hrikalegt að semja við IMF og fá þeirra aðstoð og vinna eftir þeirra plani.

Nú er öldin önnur. Nú skal vinna að fullu eftir plani IMF.Já,það breytist margt við það að flokkur VG komst í ríkisstjórn. Þá er nú hægt að kyngja ýmsu.

Nú hlýtur allt að lagast í þjóðfélaginu fyrst Davíð Oddsson er hættur í Seðlabankanum.Eða hvað?


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Steingrímur brosir af því að hann hefur ástæðu til. Öll hans barátta er að skila árangri.

Hins vegar er það svolítið skrítið að þið hægrimenn séuð svo hissa á því að hann skuli ekki slíta samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sem honum dettur að sjálfsögðu ekki í hug. Hann og ríkisstjórnin eru að reyna að ná betri samningum við sjóðinn, sem að mínu viti telst eðlilegt. Það er að vísu rétt að Steingrímur var ekki og er ekki hrifinn af aðferðafræðinni hjá sjóðnum gegnum tíðina, enda stendur sjóðurinn fyrir því að stýrivextir eru háir, í þágu fjármagnseigenda, en lætur sig engu skipta fyrirtæki og heimili í landinu, enda munu einhverjir fjármagnseigendur geta keypt þau upp fyrir lítinn pening. Þetta kalla fjármagnseigendur ,,hreinsun" í atvinnuvegunum, þ.e. að taka þá út sem ekki standast áföllin og hafa ekki nóg á bak við sig. Flott frjálshyggja og framtak einstaklingsins það1

Að slíta samkomulaginu við gjaldeyrissjóðinn myndi stefna öllu í voða. Þetta veit Steingrímur. Hann hins vegar varaði við því, áður en samið var við þá aðila, að það gæti kostað íslensku þjóðina mikið, enda hefur sá sjóður ekki flottan feril, en kannski er það ekki að marka, því sjóðurinn, sem samanstendur af tryggingaraðilum fjármagns um allan heim, hefur náttúrulega mest haft að gera í vanþróuðum löndum til þessa. En þar hafa annað hvort verið hægrisinnaðir einræðisherrar sem hafa verið búnir að mergsjúga þjóð sína, eða þá vanhæfir valdasjúkir þykjustu lýðræðissinnar, sem hafa komið fram í nafni lýðræðis, en með aðstoð hersins.

Hvað er að því að reyna að ná betri kjörum hjá gjaldeyrissjóðnum? Eru hægrimenn að fara á límingunum af því að Steingrímur lætur hag þjóðarinnar ganga fyrir öllu öðru?

Við hverju bjóstu, maðurinn er sósíalisti? Hann setur hag þjóðarinnar fram fyrir sjálfan sig.

Hey, gaman að þú ert aftur kominn á bloggið.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 26.2.2009 kl. 21:37

2 identicon

Jú nú hlýtur kreppan að vera buinn, krónan styrkist og bankarnir sýna methagnað á morgun fyrst að Davíð er farinn

Einar T (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:22

3 identicon

Gústaf - eitt er rétt hjá þér SJS hefur náð markmiði sínu - að koma Davíð úr bankanum og geta skreytt sig með fjöðrum fyrri stjórnar.

þvílíkt afrek - og allt á okkar kostnað.

SJS er orðinn að mesta trúð stjórnmálasögunnar - maðurinn er bara grín. Dýrt grín.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:12

4 identicon

Ólafur, ég ætla að leyfa mér að leiðrétta þig. Mesti og dýrasti trúður stjórnmálasögunnar hér heima heitir Davíð Oddsson. Þú veist, þarna gaurinn sem var næstum því farinn að grenja í Kastljósinu um daginn...

Magnús (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband